Frétt

| 16.07.2001 | 16:59Hrafnseyri við Arnarfjörð er einn af helgustu stöðum íslenskrar sögu

Burstabærinn að Hrafnseyri – endurgerður fæðingarbær Jóns Sigurðssonar.
Burstabærinn að Hrafnseyri – endurgerður fæðingarbær Jóns Sigurðssonar.
Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri í Arnarfirði er opið alla daga í sumar eins og verið hefur. Þar er að sjá fjölbreytta ljósmyndasýningu um líf og starf Jóns forseta og ýmsa muni sem tengjast honum. Minningarkapella Jóns Sigurðssonar, sem Sigurbjörn Einarsson biskup vígði 3. ágúst 1980, er einnig til sýnis. Þar geta þeir sem óska staldrað við og hlustað á ljúfar píanóballöður hjá safnverðinum, Sigurði G. Daníelssyni, einkum eftir Sigfús Halldórsson.
Í kapellunni er meðal annars steindur gluggi til minningar um Hrafn Sveinbjarnarson, fyrsta lærða lækninn á Íslandi sem staðurinn er við kenndur. Glugginn er gjöf Læknafélags Íslands. Hrafnseyrarkirkja, sem vígð var 28. febrúar 1886, er dæmigerð íslensk sveitakirkja frá þeim tíma. Hún var endurgerð fyrir nokkrum árum og er alltaf opin.

Í burstabæ Jóns Sigurðssonar er rekin greiðasala og þar sem selt er kaffi með heimabökuðu meðlæti og súpa og brauð. Hægt er að taka á móti allt að 50 manns í einu og eru hópar beðnir að panta með fyrirvara. Eins og undanfarin sumur er Svandís Karlsdóttir húsfreyja í burstabænum.

Vestfirskt handverk að fornu og nýju frá Byggðasafni Vestfjarða og Handverkshópnum Koltru á Þingeyri er til sýnis í bænum og gefst þar gott tækifæri til að bera saman handíðir manna á Vestfjörðum fyrr og nú. Auk þess eru þar ýmsir stærri munir frá Byggðasafninu, meðal annars hinn þekkti brúðhjónastóll úr Hraunskirkju í Keldudal í Dýrafirði. Ljósmyndir úr „Vestfirsku Ölpunum“, heimasveit Jóns Sigurðssonar, eru á veggjum í borðstofu burstabæjarins.

Safn nýuppgerðra hestaverkfæra er til sýnis á staðnum og er til vitnis um hlutverk „þarfasta þjónsins“ í sveitum landsins á sínum tíma. Ágæt aðstaða er fyrir hreyfihamlaða. Með aðgöngumiða fylgir gestaþraut með léttum krossaspurningum um Hrafnseyri og Jón Sigurðsson og eru verðlaun í boði.

Á Hrafnseyri er mikil áhersla lögð á snyrtimennsku og að ferðafólk á öllum aldri finni að það sé velkomið. Ekki síður vakir fyrir húsráðendum að gestir fari á braut með góða tilfinningu fyrir fæðingarstað Jóns forseta og læknissetrinu, þar sem sennilegt er að fyrsta sjúkrahús landsins hafi staðið, þó í annarri mynd hafi verið en þekkist í dag.

Hrafnseyrarnefnd, sem er skipuð af forsætisráðherra, sér um uppbyggingu á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar og hefur svo verið frá því lýðveldið var stofnað 1944. Allan þennan tíma, eða 57 ár, hafa aðeins fjórir menn gegnt formennsku í nefndinni, þeir Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands, Þórhallur Ásgeirsson, sonur hans, Matthías Bjarnason fyrrum ráðherra og núverandi formaður er Eiríkur Finnur Greipsson.

bb.is | 27.09.16 | 13:23 Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með frétt Reglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli