Frétt

Leiðari 13. tbl. 2000 | 29.03.2000 | 13:44Það verður að höggva á hnútinn

Félagsmálaráðherra virðist ákveðinn í að láta vestfirsku sveitarfélögin borga vanskil í félagslega íbúðakerfinu með eignarhluta sínum í Orkubúi Vestfjarða. Ráðherrann metur það svo, að með sölunni myndu möguleikar þeirra til að standa í skilum batna verulega.

Ákefð ráðherrans við að komast yfir eignarhluta sveitarfélaganna í Orkubúinu er mikil og ekki í takt við vilja heimamanna. Reyndar er ekki annað vitað en að vilji þeirra standi til óbreytts ástands. Endanleg niðurstaða málsins fæst væntanlega á aðalfundi fyrirtækisins í lok næsta mánaðar.

Fyrir einu og hálfu ári fjölluðum við um vandann sem steðjar að mörgum sveitarfélögum vegna offjárfestingar í félagslega íbúðakerfinu: ,,Þegar verkamannabústaðakerfið, sem óumdeilanlega gerði fjölda fólks kleift að komast í mannsæmandi húsnæði, þótti ekki lengur brúklegt var því á einu bretti sópað í ruslatunnuna í stað þess að huga að nauðsynlegum breytingum. Félagslega íbúðakerfið sá dagsins ljós. Nú, nokkrum árum seinna er félagslegi unglingurinn á góðri leið með að setja mörg sveitarfélög á hausinn. Tilgangurinn með kerfinu var eflaust vel meintur. Hitt hefði átt að vera einfalt reikningsdæmi, að fólk sem ekki hafði ráð á að eignast þak yfir höfuðið í almenna kerfinu var ekki fært um að taka á sig meiri skuldabyrðar við það eitt að lánin væru nefnd öðru nafni.\"

Vissulega var forsjálninni ekki fyrir að fara í mörgum sveitarfélögum, sem kepptust við að ná til sín sem flestum íbúðum. En það vantaði heldur ekki að ýtt væri undir. Nú dylst engum að lagasmiðirnir á hinu háa Alþingi sáust ekki fyrir með smíði þessara laga frekar en mörgum öðrum úr smiðju þeirra. Kaupskylduákvæðið, sem sett var til að tryggja stöðu ríkisins, er orðið að hengingaról. Sveitarfélögin dingla í snörunni.

Vera má að um stundarsakir geti vestfirsku sveitarfélögin bætt skuldastöðu sína við Íbúðalánasjóð með því að pissa í skóinn sinn. Það leysir hins vegar ekki vandann til frambúðar. Á vandanum sem kaupskyldan í félagslega íbúðakerfinu hefur kallað yfir fjölmörg sveitarfélög verður að taka. Það stendur ekkert sveitarfélag undir því að eiga og reka fasteignir sem að söluverðmæti eru hálfvirði bókfærðs kostnaðar. Það verður ekki komist hjá því að afskrifa íbúðirnar niður í gangverð og selja þær síðan, sem frekast er kostur. Á afskriftunum verða ríki og sveitarfélög að taka sameiginlega.

Þetta mál verður ekki leyst með því að knýja sveitarfélögin til að stytta skuldahalann um stundarsakir með sölu eigna.
s.h.


bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli