Frétt

| 16.07.2001 | 04:46Fjórðungsráðherrann

Það var gersamlega ótrúleg frétt í nýjasta Viðskiptablaði Morgunblaðsins. Og af því hún snerist um ákveðin lög og Morgunblaðið er orðið eins og það er orðið, þá var henni skellt á forsíðu. Undir fyrirsögninni „Ráðherra í fæðingarorlofi“ upplýsti MorgunblaðiðÁrni Mathiesen sjávarútvegsráðherra yrði „í fæðingarorlofi næstu fimm vikurnar“ og var tekið fram að hann væri líklega fyrstur íslenskra ráðherra til að gera slíkt. Væntanlega hefur lesendum þótt þetta all nokkur tíðindi og sennilega strax velt fyrir sér hver yrði þá sjávarútvegsráðherra þessar vikur meðan Árni verði í orlofinu. En þá kemur snilldin: Á meðan Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra verður í fæðingarorlofi mun Árni Mathiesen sinna störfum sjávarútvegsráðherra.
Árni er nefnilega að fara í fæðingarorlof og mega menn af því ráða að hann er nútímalegur og mannlegur stjórnmálamaður. En hann mun sko verða „í 25% starfi á meðan“ og segir fjórðungsráðherrann í samtali við Morgunblaðið að meðan á fæðingarorlofinu standi þá verði hann „eflaust daglega í ráðuneytinu“ að sinna brýnum skyldustörfum sínum. Þessi svör Árna eru þess eðlis að vandséð er hvort er furðulegra, að ráðherra láti þau frá sér eða að fjölmiðill birti þau bara eins og ekkert sé. Því svo virðist eindregið sem þetta „fæðingarorlof“ Árna sé í senn della og sýndarmennska.

Hvernig er hægt að vera 25% ráðherra? Er kannski einhver 75% sjávarútvegsráðherra á móti Árna? Ráðherra er æðsti handhafi framkvæmdavalds á sínu sviði og ráðherraembætti eru alltaf mönnuð, hvort sem að hinn reglulegi ráðherra eða settur ráðherra fer með það hverju sinni. En að ráðherraembætti sé starf sem menn gegni í hlutföllum, það er ný dellukenning sem hlýtur að vekja athygli.

Og hvers konar „orlof“ er það þegar menn mæta í vinnuna upp á hvern einasta dag? Af hverju í ósköpunum kallar maðurinn það „fæðingarorlof“ þegar hann mætir daglega í vinnuna og sinnir störfum sínum? Af hverju er verið að gefa embætti sínu og almennum borgurum þetta langa nef? Hvaða sýndarmennska er þetta? Vefþjóðviljinn hefði ekkert á móti því nema síður væri að Árni Mathiesen tæki sér langt frí frá störfum til að sinna búi og börnum. En þá segir Árni sig frá ráðherradómi á meðan á því stendur og annar maður verður settur til að gegna honum. Og Vefþjóðviljinn hefði heldur ekkert á móti því að starf sjávarútvegsráðherra yrði lagt niður og ráðuneytið sameinað öðrum atvinnuvegaráðuneytum, en á meðan til er embætti sjávarútvegsráðherra þá verður heill maður að gegna því. Ekki fjórðungur úr manni.

Og ráðherra verður einfaldlega að stilla sig um sýndarmennsku eins og þá sem Árni Mathiesen býður fólki upp á þessa dagana. Og það eins þó hann verði af örfáum stigum hjá æstasta fæðingarorlofsfólki landsins, liðinu sem daga og nætur situr og veltir fyrir sér nýjum og nýjum leiðum til að fá sem flesta feður út af vinnumarkaðnum og í launuð frí. Liðinu sem er algerlega sama þó þetta áhugamál þess kosti skattgreiðendur milljarða króna á hverju ári. Ráðherrann ætti að taka upp hanskann fyrir skattgreiðendur í stað þess að vera á kafi í sýndarmennskunni.

Vef-Þjóðviljinn
www.andriki.is

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli