Frétt

frelsi.is – Andri Óttarsson | 23.09.2004 | 10:30Kristileg kúgun

Í síðustu viku skilaði nefnd um réttarstöðu samkynhneigðs fólks niðurstöðum sínum í vandaðri skýrslu. Nefndin fór yfir íslensk lög og reglur á þeim sviðum þar sem samkynhneigðir njóta ekki sömu réttarstöðu og gagnkynhneigðir og kannaði framkvæmd laga sem miða að því að vinna gegn mismunun gegn samkynhneigðum. Þrátt fyrir vandaða vinnu þá veldur niðurstaða nefndarinnar varðandi kirkjulega vígslu samkynhneigðra miklum vonbrigðum en ljóst er að það mál er mjög mikilvægt í baráttunni fyrir jafnri stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra.

Núverandi ástand

Í dag gilda lög nr. 87/1996 um staðfesta samvist um lögformlega sambúð samkynhneigðra. Samkvæmt þeim geta einungis sýslumenn og löglærðir fulltrúar þeirra staðfest samvist samkynhneigðra para. Þetta útilokar að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega athöfn samkvæmt 17. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993 en sú grein heimilar prestum og forstöðumönnum annarra skráðra trúfélaga hér á landi að annast kirkjulega hjónavígslu. Það sama gildir um sáttaumleitanir í tengslum við skilnað. Samkvæmt lögum um staðfesta samvist geta aðeins sýslumaður eða dómari leitað sátta á milli einstaklinga í staðfestri samvist en ekki prestar eða forstöðumenn trúfélaga.

Þetta þýðir að þótt íslenska þjóðkirkjan eða önnur trúfélög ákvæðu að fara að gefa saman einstaklinga af sama kyni þá myndi sú athöfn ekki hafa neitt lagalegt gildi sökum hindrana í lögum um staðfesta samvist. Það sama er uppi á teningnum ef þjóðkirkjan eða önnur trúfélög hefðu afskipti af einstaklingum í staðfestri samvist eins og með sáttaumleitunum við skilnað. Alþingi þarf í báðum tilfellum að breyta lögunum um staðfesta samvist til að samkynhneigðir geti fengið kirkjulega vígslu eða verið lögformlega undir armi kirkjunnar þegar erfiðleikar koma upp í sambandinu.

Afgreiðsla nefndarinnar

Það veldur því miklum vonbrigðum að nefndin afgreiddi málið með því að skora á þjóðkirkjuna að breyta afstöðu sinni til staðfestrar samvistar samkynhneigðra en leit algjörlega framhjá því að slíkt hefði ekkert lagalegt gildi. Í rökstuðningi kemur fram að nefndin telji að kirkjan þurfi að breyta afstöðu sinni til þessara mála til að hægt verði að breyta íslenskum lögum á þann hátt að prestar geti einnig staðfest samvist.

Það verður að gera alvarlegar athugasemdir við þessa afgreiðslu nefndarinnar. Það liggur fyrir að íslenska þjóðkirkjan hefur til þessa ekki tekið það í mál að heimila kirkjulega vígslu samkynhneigðra. Það liggur einnig fyrir að þjóðkirkjan hefur verið að velta þessu máli fyrir sér síðan 1994 án niðurstöðu. Sendi Biskup Íslands nefndinni meðal annars bréf á þessu ári þar sem kom fram að íslenska þjóðkirkjan væri ekki tilbúin að vígja samkynhneigð pör sem hjón og ekki sé hægt að svara því hvort og hvenær það verði gert. Það er því ljóst að þessi afgreiðsla nefndarinnar er einungis ávísun á óbreytt ástand.

Verði farið að tillögum nefndarinnar lítur út fyrir að þjóðkirkjan hafi ekki aðeins vald til að standa í vegi fyrir kirkjulegum vígslum á eigin vegum heldur einnig til að hindra að slíkar vígslur fari fram innan annarra trúfélaga. Í 63. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins kemur fram að allir hafi rétt til að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Það gengur einfaldlega ekki upp að afstaða og sannfæring íslensku þjóðkirkjunnar hafi úrslitaáhrif á lög sem gilda um öll trúfélög á landinu og hafi áhrif á iðkun trúar innan þeirra.

Ábyrgð Alþingis

Íslenska þjóðkirkjan hefur ekki lagasetningarvald. Það hefur Alþingi. Því liggur endanleg ábyrgð á núverandi ástandi þar. Fyrst nefndin vildi raunverulegar breytingar þá hefði verið mun rökréttara fyrir hana að skora á Alþingi að breyta lögum um staðfesta samvist á þann hátt að prestum og forstöðumönnum skráðra trúfélaga hér á landi yrði heimilt að framkvæma staðfesta samvist.

Ef Alþingi breytir lögum um staðfesta samvist þá yrði öðrum trúfélögum veitt heimild til að framkvæma slíkar vígslur. Það er ástæða til að binda vonir við að Fríkirkjan og umburðarlyndari trúarbrögð hafi aðra afstöðu til kirkjulegrar vígslu samkynhneigðra en þjóðkirkjan. Með slíkri lagabreytingu opnaðist einnig fyrir þann möguleika að samkynhneigðir stofnuðu sitt eigið kristilega trúfélag.

Slík lagabreyting myndi jafnframt verða til þess að íslenska þjóðkirkjan yrði að taka á þessu máli af alvöru. Hún gæti tekið upp á því að banna prestum sínum að framkvæma slíkar athafnir en frjálslyndum prestum væri veitt mikilvægt vopn í baráttunni fyrir meira umburðarlyndi og jafnrétti innan kirkjunnar.

Ríkisrekin kúgun

Með því að standa í vegi fyrir því að samkynhneigðir fái kirkjulega vígslu er Alþingi og íslenska þjóðkirkjan að setja samkynhneigða skör lægra í þjóðfélaginu og ýta undir þá fordóma að samkynhneigð sé á einhvern hátt óeðlileg.

Það verður einnig að teljast óþolandi að ríkisstofnun eins og kirkjan mismuni fólki og ali á fordómum með þessum hætti. Það er því staðföst trú undirritaðs að ef Alþingi breytir ekki lögunum um staðfesta samvist hljóti öll rök um kosti ríkisrekinnar kirkju að vera fallin.

bryndis@bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli