Frétt

mbl.is | 22.09.2004 | 08:07Ráðherra leggi sjálfstætt mat á umsækjendur

Hópur hæstaréttarlögmanna hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun meðal lögmanna til stuðnings Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmanni og eins umsækjenda um embætti hæstaréttardómara sem losnar um næstu mánaðamót. Í texta undirskriftasöfnunarinnar er settur dómsmálaráðherra í málinu, Geir H. Haarde, hvattur til að leggja sjálfstætt mat á kosti umsækjendanna þegar hann veitir embættið.

"Ég get staðfest að það er hópur lögmanna sem hratt þessu af stað," segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Morgunblaðið. Kveðst hann vera í þeim hópi. Að sögn Sveins Andra telur hópurinn að Jón Steinar, að öðrum umsækjendum ólöstuðum, njóti ekki sannmælis í umsögn Hæstaréttar um umsækjendurna sjö sem sóttu um embættið. "Í annan stað finnst okkur lögmannsstörf almennt hafa lítið vægi í þessari umsögn," segir Sveinn Andri, "og við höfum áhyggjur af því ef sá sem einna fremst stendur í hópi lögmanna þyki ekki gjaldgengur. Okkur þykir það undarlegt. Þar með er verið að segja að það sé alls ekki stefna Hæstaréttar að mæla með hæstaréttarlögmönnum í dómarastarf." Hann segir að söfnunin sé á frumstigi en texti hennar gengur nú manna á milli í lögmannastétt.

Texti undirskriftasöfnunarinnar hljóða svo: "Undirritaðir lögmenn lýsa undrun sinni á umsögn Hæstaréttar um einn umsækjenda um embætti hæstaréttardómara, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmann og prófessor. Þar er hlutur hans að okkar dómi gerður miklu verri en efni standa til.

Enginn vafi er á því, að Jón Steinar Gunnlaugsson er í fremstu röð íslenskra lögfræðinga og á að baki glæsilegan feril. Hann hefur m.a. flutt mörg af merkustu dómsmálum síðari ára á Íslandi. Er hann af öllum sem til þekkja, m.a. dómurum og lögmönnum, talinn afburðamálflytjandi. Farsæll kennsluferill hans og umfjöllun hans um lögfræði á öðrum vettvangi, bæði í ræðu og riti, ber einnig góðum hæfileikum hans vitni.

Það er mat undirritaðra að Jón Steinar væri afar vel að því kominn að verða skipaður dómari við Hæstarétt. Hefur raunar iðulega verið hamrað á því í umræðu undanfarinna ára hvílík nauðsyn sé á því að í réttinn verði skipaður starfandi lögmaður. Er raunar vandséður verðugri fulltrúi þeirrar stéttar til setu í Hæstarétti. Með þessum orðum er ekki verið að kasta nokkurri rýrð á aðra umsækjendur um embættið.

Undirritaðir hvetja settan dómsmálaráðherra til að leggja sjálfstætt mat á kosti umsækjendanna og hagsmuni Hæstaréttar til framtíðar litið, þegar hann veitir embættið."

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli