Frétt

| 13.07.2001 | 09:54Misskilningur og óheppilegar tilviljanir

Leikarar þágu mikið lófaklapp að sýningu lokinni.
Leikarar þágu mikið lófaklapp að sýningu lokinni.
Leikfélagið Hallvarður súgandi á Suðureyri frumsýndi í gær uppfærslu sína á verkinu „Betri er þjófur í húsi en snurða á þræði“ eftir ítalska leikskáldið Dario Fo í leikstjórn Ingrid Jónsdóttur. Verkið er farsakenndur gamanleikur, uppfullur af skemmtilegum misskilningi og óheppilegum tilviljunum. Sagan fjallar um seinheppinn þjóf, eiginkonu hans og tvenn hjón til viðbótar. Sex leikarar taka þátt í leikritinu en fjölmargir aðrir leggja hönd á plóg enda mikið lagt í smíði sviðsmyndar og alla umgjörð uppfærslunnar. Leiksýningin er eins og venjulega einn af viðburðum Sæluviku Súgfirðinga sem hófst í gær.
Leikfélagið Hallvarður súgandi var stofnað árið 1982 en lá í dvala um nokkurt skeið á tíunda áratugnum. Það var endurvakið árið 1998 og hefur síðan fært upp eitt verk á ári hverju. Metnaður leikfélagsmanna er mikill og stefnt er að því að fjölga uppfærslum í framtíðinni. Hvað varðar afköst, metnað og fjölda þeirra sem að sýningum koma virðist Hallvarður súgandi ekki vera neinn eftirbátur annarra áhugaleikfélaga í mun stærri bæjarfélögum og raunar með ólíkindum hversu vel hefur tekist að virkja Súgfirðinga til þátttöku í starfi félagsins. Í leikskrá eru listaðir um tuttugu manns sem að sýningu þessari komu og hafa þeir titla eins og „tæknilegur hönnuður“, „leikmunavörður“ og „fjölmiðlafulltrúi“.

Unnar Reynisson fer með hlutverk þjófsins seinheppna, sem hér nefnist Þorvarður Þrastarson. Unnari tekst að vekja mikla kátínu leikhúsgesta með tilburðum sínum og telst hann komast vel frá sínu verki. Eiginkonu hans leikur Jóhanna Þorvarðardóttir og átti hún einnig góðan leik. Fórnarlamb þjófsins leikur Ævar Guðmundsson. Ævar lagði sig allan í leikinn, talaði hátt og snjallt en var þó merkilega skýrmæltur. Hann hefur þó væntanlega verið orðinn nokkuð aumur í hálsi og víðar um líkamann þegar yfir lauk.

Viðhald fórnarlambsins leikur Fanný Margrét Björnsdóttir. Hún átti, eins og raunar allir aðrir, mjög góðan leik og tókst vel að þola harkalega meðhöndlun Ævars. Eiginkonu fórnarlambsins leikur Sólveig Kristín Guðnadóttir, en með hlutverk Þorláks vinar hennar fer Leifur G. Blöndal. Þorlákur kemur seint til leiks í verkinu en tekst á stuttum tíma að vinna hjörta áhorfenda.

Verkið er nokkuð staðfært til vestfirskra aðstæðna og grín gert að meintum hrepparíg á svæðinu. Þannig er Þorvarður Þrastarson kallaður „Þingeyrarþrjóturinn“ og illdrekkanlegt viskí er augljóslega bruggað í Súðavík. Óhætt er að mæla með þessu staðfærða verki Darios Fo sem fyrirtaks skemmtun fyrir alla leikhúsunnendur.

– hbh.

bb.is | 26.09.16 | 16:52 Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með frétt Vilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli