Frétt

bb.is | 17.09.2004 | 11:15„Neytendur mega engan tíma missa“, segir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

Lóðin eftirsótta er á Skeiði í Skutlsfirði.
Lóðin eftirsótta er á Skeiði í Skutlsfirði.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lögðu til á fundi í gær að Atlantsolíu yrði úthlutað lóð undir bensínstöð á Skeiði í Skutulsfirði. Bæjarstjórn vísaði tillögunni til bæjarráðs þar sem lögmaður bæjarins hefur verið fenginn til þess að leiðbeina bæjarfulltrúum um úthlutun þeirra lóða sem óskað hefur verið eftir undir bensínstöðvar. Bryndís Friðgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segist geta axlað pólitíska ábyrgð og segir neytendur engan tíma mega missa þegar samkeppni bjóðist. Hún telur að engum hefði dottið í hug að leggja stein í götu Bónus á sínum tíma og slíkt eigi við um Atlantsolíu í dag.

Sem kunnugt er hafa fjögur olíufélög óskað eftir lóðum undir bensínstöðvar á Ísafirði en þar hafa þrjú þeirra um áratugaskeið rekið saman bensínstöð. Umsóknirnar hafa um nokkurt skeið verið til umfjöllunar í bæjarkerfinu. Á fundi bæjarstjórnar í gær lögðu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, þau Bryndís Friðgeirsdóttir og Lárus Valdimarsson, fram svohljóðandi tillögu: „Með vísan til 5. liðar fundargerðar bæjarráðs frá 16. ágúst s.l., þar sem fram kemur umsókn Atlantsolíu ehf., Kópavogi um lóð undir sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín og díselolíu, samþykkir bæjarstjórn að Atlantsolíu verði gefinn kostur á lóð sem þeir sækja um á Skeiði í Skutulsfirði.“

Með tillögunni fylgdi eftirfarandi greinargerð: „Í gildandi skipulagi fyrir Ísafjarðarbæ er gert ráð fyrir byggingu bensínstöðvar á Skeiði fyrir botni Skutulsfjarðar. Það væri til mikilla hagsbóta fyrir bæjarbúa að fá loksins samkeppni um sölu á bensíni og díselolíu sem stuðlar að lægra verði til kaupenda. Um áratugaskeið hefur hafa þrjú olíufélög, Esso, Skeljungur og Olís haft samvinnu um að reka einungis eina bensínstöð við Hafnarstræti á Ísafirði. Hefur það væntanlega haft hagræðingu í för með sér fyrir þessi olíufélög þó sú hagræðing hafi ekki skilað sér til neytenda í formi lægra verðs því eldsneytisverð á Ísafirði hefur jafnan verið með því hæsta sem gerist á landinu. Olíufélagið sem hefur séð um rekstur bensínstöðvarinnar við Hafnarstræti fyrir hönd olíufélaganna þriggja hefur nú einnig sótt um aðra lóð fyrir bensínstöð og sömuleiðis Olís og Orkan. Þó að þeir aðilar sem nú reka bensínstöð á Ísafirði fái aðra lóð undir sömu starfsemi er ekki víst að það tryggi samkeppni og komi í veg fyrir áframhaldandi samrekstur eða samráð þeirra á milli. Það verður að teljast afar ólíklegt að fimm bensínafgreiðslustöðvar verði reknar á Ísafirði í náinni framtíð jafnvel þó björtustu vonir um mannfjölgun á svæðinu nái að rætast. Einnig verður að teljast ólíklegt að sami aðili eða aðilar og reka núverandi bensínstöð telji hagræðingu í því að reka tvær slíkar stöðvar.“

Í framhaldi af tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar lagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, fram svohljóðandi tillögu „Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu S-lista til bæjarráðs þar sem bæjarstjóri hefur falið bæjarlögmanni að leiðbeina bæjarráði og bæjarstjórn, um úthlutun þeirra lóða sem fjórir aðilar hafa sótt um.“

Að loknum umræðum um tillögurnar var tillaga bæjarstjóra samþykkt með 6 atkvæðum gegn 2. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

Bryndís Friðgeirsdóttir bæjarfulltrúi segir að tillaga þeirra hafi verið flutt til þess að höggva á þann hnút sem lóðarmálið hafi verið í. „Þetta mál hefur verið að velkjast um í bæjarkerfinu í langan tíma. Eldsneytisverð hér um slóðir er með þeim ósköpum að neytendur mega engan tíma missa, nú þegar samkeppni býðst. Þess vegna gerðum við tillögu um að úthluta Atlantsolíu lóðinni. Innkoma þeirra á markaðinn syðra hefur tryggt raunverulega samkeppni.“

Aðspurð hvort ekki sé óeðlilegt að úthluta Atlantsolíu lóð þar sem þeir geri það að skilyrði að ekki verði öðrum olíufélögum úthlutað lóð í þrjú ár til fimm ár segir Bryndís svo ekki vera. „Forráðamenn Atlantsolíu hafa komið til dyranna eins og þeir eru klæddir. Fyrirtækið er að koma sér fyrir á markaði þar sem fyrir eru félög sem hafa stundað samráð og samrekstur svo áratugum skiptir. Því er ekki óeðlilegt að bæjaryfirvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að auðvelda samkeppni og tryggja um leið lægra verð til íbúa sveitarfélagsins. Rekstur þeirra á höfuðborgarsvæðinu sannar það. Hverjum hefði dottið í hug að leggja stein í götu Bónus þegar þeir vildu koma með sína verslun á svæðið á sínum tíma?“

Bryndís segist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með afgreiðslu bæjarstjórnar á tillögunni. „Bæjarstjórn kaus að vísa þessu máli í bunka fjölda óafgreiddra mála sem liggja hjá bæjarráði og bæjarstjóra með þeim orðum að lögmaður bæjarins hafi verið fenginn til þess að leiðbeina bæjarráði og bæjarstjórn. Við fulltrúar Samfylkingarinnar erum kosnir til þess að axla pólitíska ábyrgð. Við viljum ekki skýla okkur á bakvið lögfræðiálit í þessu máli. Hér þurfti að taka pólitíska ákvörðun og það vorum við reiðubúin að gera. Því miður fylgdu aðrir bæjarfulltrúar okkur ekki.“

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli