Frétt

frelsi.is – Bjarni Már Magnússon | 16.09.2004 | 15:57Víðsýni í textagerð Iron Maiden og Alþingis

Ein af mínum eftirlætis æskuminningum er frá sumrinu 1991 þegar ég var á tólfta ári. Það sumar kom hin goðsagnakennda þungarokkshljómsveit Iron Maiden hingað til lands og hélt tónleika í Laugardalshöllinni. Ég var svo heppinn að faðir minn, hálfmiðaldra læknir af landbyggðinni, bauð mér á tónleikana. Við feðgar ferðuðumst um 400 kílómetra leið svo að ég gæti borið rokkgoðin augum. Ég verð ævinlega þakklátur honum fyrir það. Á tónleikunum tók Iron Maiden margar af sínum helstu perlum m.a. hið stórgóða lag Run to the Hills.

Run to the Hills er löngu orðið sígilt lag enda gríðarlega kraftmikið og grípandi. Sennilega gera fáir sér grein fyrir sem á hlýða, hvort sem er á börum eða í böðum, að texti lagsins er grafalvarlegur. Bruce Dickenson söngvari Iron Maiden, sem jafnframt er flugmaður og barnabókahöfundur, hefur í gegnum tíðina ekkert verið að semja neina innihaldsrýra rugltexta. Í texta umrædds lags bregður Dickenson sér í hlutverk hvíta mannsins í vesturheimi þegar Norður-Ameríka var numin af honum, hlutverk ofsóttra indíána og sögumanns. Margir alþingismenn mættu taka sér Bruce Dickenson til fyrirmyndar og reyna að setja sig í spor annarra. Þeir mættu t.d. bregða sér í spor íslendinga, útlendinga búsettra á Íslandi og reyna svo að sjá heildarmyndina.

Síðastliðið vor samþykkti Alþingi lög sem báru vott um takmarkaða víðsýni. Voru þetta breytingar á útlendingalöggjöfinni. Það sem var mér og mörgum öðrum þyrnir í augum var 24 ára reglan, þ.e. lögin eins og þeim var breytt gera að skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis á grundvelli hjónabands, sambúðar eða samvistar að erlendur maki, sambúðar- eða samvistarmaki hafi náð 24 ára aldri. Í þessu tilfelli virðist vera sem að meirihluti þingheims hafi ekki velt fyir sér jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og hvað felist í ákvæði stjórnarskrárinnar sem kveður á um friðhelgi fjölskyldunnar. Ég get ekki séð þá brýnu nauðsyn að takmarka friðhelgi fjölskyldunnar í þessu tilfelli vegna réttinda annarra. Ég get heldur ekki séð að þessi skipan mála sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi til að uppfylla einhver lögmæt markmið. Þar að auki get ég ekki séð hvaða málefnalegu sjónarmið réttlæta þessa skipan mála með tilliti til jafnræðisreglunnar. Enda er þessi löggjöf ekkert annað en frelsisskerðing á ákvörðunarrétti ungs fólks, vantraustsyfirlýsing á ungt fólk, og gengur gegn 1. mgr. 65. og 71. gr. stjórnarskrárinnar, 8. og 14. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 23. og 26. gr. Alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Það er yfirleitt ósköp einfalt fyrir löggjafarvaldið að uppfylla skilyrði borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda. Oftast þarf einungis athafnaleysi til, eins og í þessu tilviki. Athafnaleysi ætti ekki að vera þingheimi ofviða.

Ef dómstólar á Íslandi, í hinni „frjálslyndu“ Danmörku þangað sem hugmyndin er sótt eða á endanum Mannréttindadómstóll Evrópu komast að annarri niðurstöðu en að 24 ára reglan stríði gegn friðhelgi fjölskyldunnar og jafnræðisreglu skal ég éta Greatest Hits skífu Iron Maiden, Best of the Beast, við hátíðlega athöfn með lúðrablæstri og trumbuslætti við styttuna af frelsishetju Íslendinga, Jóni Sigurðssyni, á Austurvelli.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli