Frétt

bb.is | 16.09.2004 | 15:15Vestfirskt vatn fyrir þyrstan heim

Vatn er víða að finna í miklum mæli á Vestfjörðum.
Vatn er víða að finna í miklum mæli á Vestfjörðum.
Árni Johnsen sem í sumar starfaði tímabundið að atvinnu- og ferðamálum í Vesturbyggð og á Tálknafirði telur að huga beri að vatnsútflutningi í stórum stíl frá Suðurfjörðum Vestfjarða. Þetta kemur fram í skýrslu sem hann sendi sveitarstjórnum beggja sveitarfélaganna. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallað er um vatnsmálin og heitir „Vestfirskt vatn fyrir þyrstan heim“ segir m.a.: „Þegar hugað er að þeim auðlindum sem Vestfirðir búa yfir er auðvitað margt sem kemur í hugann. Ein er þó sú auðlind sem ásamt landslagi og ósnortinni náttúru hefur þann eiginleika að geta aðeins aukist að verðmæti. Þetta er auðlindin ferskvatn.“

Árni segir það vísindalega sannað að Vestfirðir séu hreinasta svæði landsins hvað varðar hugsanlega mengun í vatni. Hann rifjar upp boranir eftir vatni sem áttu sér stað í Patreksfirði á sínum tíma. Hann segir að í Patreksfirði sé t.d. mjög gjöful og vatnsmikil borhola sem afkasti um 2.000 tonnum á sólarhring og í Mikladal undir Dagmálagili og í Tálknafirði séu um 100 holur, sumar mjög vatnsmiklar. Hann telur að hagsmunir sveitarfélaganna fari saman í nýtingu vatnsins í stórum stíl og segir að reglur um ferskvatnssvæði um allan heim taki mið af því að vatnið sé laust við mengun, sérstaklega yfirborðsmengun. Þessa kröfu telur hann leiða til þess að verðmætustu vatnssvæðin séu svæði þar sem hættan á yfirborðsmengun er lítil. Þá segir í skýrslunni: „Vestfirðir njóta bæði reglulegrar úrkomu og þessi úrkoma fæðir vatnsforðabúr í iðrum jarðar. Strjálbýli og tiltölulega lítil iðnvæðing leiðir til þess að áhætta vegna umhverfisslysa og áhrifa þeirra á yfirborðsvatn er tiltölulega lítil.“

Í skýrslu Árna kemur fram að um aldamótin var talið að vatnsútflutningur í heiminum næmi um 22 milljörðum dollara að andvirði og að hann aukist um að minnsta kosti tíunda hluta árlega og að Finnar hafi stokkið á þennan nýja markað og stofnað fyrirtækið Nord Water sem gert hafi samninga um sölu vatns til Arabíulanda.

Árni segir að hefja þurfi ítarlega úttekt á gæðum vatns á Vestfjörðum með útflutning í mjög stórum förmum í huga. Kanna þurfi efnasamsetningu vatns nánar og fullkanna tengsl yfirborðsvatns og djúpvatns því miða þurfi við að djúpvatn verði notað. Þá telur Árni að kanna þurfi tengsl hafnaaðstöðu og vatnslinda þannig að vegalengd milli hafnar og lindar sé sem styst. Þá telur hann að skoða þurfi þróun vatnskaupa í löndum þar sem búist er við vatnsskorti og vatnskreppu á næstu áratugum. Skoða þurfi t.d. nýlega samninga Finna um sölu á vatni í stórum stíl til Arabíulanda því ekki sé neinn vafi á því að í Finnlandi sé þáttur yfirborðsmengunar líklega mun hættulegri en hér á landi.

Skýrsla Árna er nú til skoðunar hjá bæjarstjórn Vesturbyggðar og hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps en engin ákvörðun hefur verið tekin um framhald málsins.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli