Frétt

bb.is | 16.09.2004 | 13:32Skin og skúrir við hátíðarhöld vegna heimastjórnarafmælis

Frá Heimastjórnarhátíð alþýðunnar.
Frá Heimastjórnarhátíð alþýðunnar.
Frá afhjúpun minnisvarða um Hannes Hafstein þann 17.janúar.
Frá afhjúpun minnisvarða um Hannes Hafstein þann 17.janúar.
Frá afhjúpun minnisvarða um Hannes Hafstein þann 17.janúar.
Frá afhjúpun minnisvarða um Hannes Hafstein þann 17.janúar.
Í gær sendi Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar frá sér fréttatilkynningu þar sem tilkynnt er að menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar hafi ákveðið að fella niður málþing er halda átti um skáldið Hannes Hafstein, Vestfjarðaár hans og heimastjórnina. Er þar með lokið hátíðarhöldum sem skipulögð voru í tilefni þess að 100 ár voru á þessu ári liðin frá því að Hannes Hafstein settist í embætti ráðherra Íslands fyrstur manna. Óhætt er að segja að á ýmsu hafi gengið þegar þessa merkisviðburðar í sögu þjóðarinnar var minnst bæði hér vestra í fyrrum heimabæ Hannesar og einnig í höfuðborginni þar sem hann fyrstur manna gegndi ráðherraembætti. Hér vestra hafði menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar forgöngu um að þessa merka atburðar yrði minnst og skipulagði nefndin ýmsa viðburði. Einnig var haldin hátíð sem einstaklingar stóðu að m.a. með fjárstuðningi bæjarins.

Það var á fundi menningarmálanefndar bæjarins sem haldinn var 21.janúar 2003 sem fyrst er hreyft því máli að nauðsynlegt sé að minnast þeirra tímamóta sem urðu þann 1.febrúar 1904 þegar Hannes tók við embætti ráðherra Íslands. Á þeim fundi er bókað að hugmynd hafi komið fram frá formanni nefndarinnar, Ingu Ólafsdóttur, að halda upp á þennan atburð. Er bókað að Halldór Halldórsson bæjarstjóri hafi komið á fund nefndarinnar undir þessum lið. Nefndin var ekki í vafa um ágæti hugmyndarinnar því hún bókaði eftirfarandi: „Menningarmálanefnd er sammála um að minnast þessara tímamóta með veglegum hætti og hefur ákveðið að boða hugsanlega samstarfsaðila á næsta fund nefndarinnar.“

Á næsta fundi nefndarinnar þann 4. febrúar 2003 var áfram rætt um undirbúning hátíðarhalda og þá kom fram hjá formanni nefndarinnar „að búið er að hafa samband við nokkra ættingja Hannesar ofl.“ eins og segir í fundargerð. Þá var ákveðið að hittast aftur í komandi viku til frekari undirbúningsvinnu með hugsanlegum samstarfsaðilum. Sá fundur var haldinn 12. febrúar og þá komu til fundar við nefndina Sigríður Guðjónsdóttir, Áslaug Alfreðsdóttir, Jón Páll Halldórsson, Sigríður Ragnars, Elías Guðmundsson, Heimir Hansson og Jóhann Hinriksson. Í fundargerð segir að viðstaddir hafi verið sammála um að halda upp á þessi tímamót og ákvörðun um tímasetningar verði tekin síðar og unnið verði áfram að undirbúningi.

Þá liðu níu mánuðir án þess að minnst væri á málið í fundargerðum nefndarinnar en þann 4. nóvember hélt nefndin fund og þar segir í fundargerð að farið hafi verið yfir og rædd væntanleg dagskrá sem til standi að halda þann 4. desember sem er afmælisdagur Hannesar. Þá segir í fundargerð nefndarinnar: „Verði hans minnst með veglegum hætti hér á Ísafirði. Fleiri viðburðir verði síðan á árinu 2004. Þórir Örn Guðmundsson. starfsmaður Ísafjarðarbæjar á Þingeyri, mætti á fund menningarmálanefndar undir þessum lið. Menningarmálanefnd felur Þóri Erni að vinna að frekari undirbúningi.“

Ekkert kemur fram í fundargerðinni um einstaka dagskrárliði. Ekki fóru þessi hátíðarhöld hátt því ekkert er til dæmis um þau í fréttum fyrr en tilkynnt var að hætt væri við þau af óviðráðanlegum ástæðum. Fram kom í boðskorti til boðsgesta að afhjúpa átti minnisvarða um Hannes fyrir framan Mánagötu 1 og einnig hafi sýslumaðurinn ætlað að hafa móttöku í Safnahúsinu.Dagskránni átti síðan að ljúka með hátíðarkvöldverði í boði bæjarstjórnar í Frímúrarasalnum. Alls voru 88 manns á gestalista nefndarinnar. Það voru ráðherrar, þingmenn bæjarfulltrúar og menningarmálanefndin ásamt mökum auk tveggja ættingja Hannesar. Forseta Íslands var ekki boðið til hátíðarinnar. Þessum hátíðarhöldum var frestað til 17.janúar 2004. Ekkert var þó bókað um þessa frestun í fundargerðum nefndarinnar og ekkert um undirbúning hátíðarinnar á næstu þremur fundum og í raun ekkert fyrr en eftir að hún var afstaðin.

Hátíðarhöldin fóru síðan fram þann 17.janúar og var gestalistinn að mestu sá sami og áður og ekki hafði forseti Íslands bæst á hann. Dagskráin hófst með því að Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra afhjúpaði minnisvarða við Mánagötu 1 að viðstöddum fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Síðan bauð sýslumaður til móttöku í Safnahúsinu og um kvöldið var hátíðarkvöldverður á Hótel Ísafirði í boði bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar, Bryndís Friðgeirsdóttir og Lárus Valdimarsson, mættu ekki til hátíðarkvöldverðarins. Þótti þeim hlutur almennings í hátíðinni vera heldur rýr. Þá undruðust þau að forseta Íslands skuli ekki hafa verið boðið. Lárus Valdimarsson lét þau orð falla að þarna hefðu valdastéttirnar verið saman komnar að nudda saman axlapúðum og láta glamra í skartgripum. „Þetta var hirðin. Ég set spurningarmerki við það í niðurskurði á þjónustu við bæjarbúa hvort þetta hafi verið rétta aðferðin“ sagði hann í viðtali. Guðni Geir Jóhannesson formaður bæjarráðs sagði að bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hefðu tekið fullan þátt í undirbúningi hátíðarhaldanna og lagt blessun sína yfir gestalistann.

Á fundi menningarmálanefndar þann 20.janúar var bókað að nefndarmenn séu sammála um að hátíðin hafi gengið mjög vel í alla staði og voru öllum sem að henni stóðu færðar bestu þakkir. Jafnframt var bókað að rætt hafi verið um fyrirhugaða sögusýningu um Hannes Hafstein sem lagt var til að opnuð yrði í febrúar. Einnig var lagt til að málþing yrði í minningu Hannesar þann 19.júní.

Á fundi þann 12.febrúar var rætt um málþingið og á fundinn mættu Andrea Harðardóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir til viðræðna um þingið. Þá kom einnig fram í fundargerðinni að þann 15.febrúar yrði opnuð sýning í Safnahúsinu og væri öllum íbúum Ísafjarðarbæjar boðið að vera við opnunina. Á sýningunni var sögulegur fróðleikur birtur á veggspjöldum og kryddaður með myndum úr samtímanum.

Þann 4. maí hélt menningarmálanefnd fund þar sem málþingið var rætt. „Lögð fram drög að vinnudagskrá fyrir málþing um heimastjórnina og Hannes Hafstein er halda á eftir miðjan júní n.k. Fyrst var ætlað að málþingið yrði þann 19.júní n.k., en í ljós hefur komið að sá dagur er mjög ásetinn bæði hér í Ísafjarðarbæ og á öðrum stöðum. Því samþykkir menningarmálanefnd að málþingið verði haldið laugardaginn 26.júní n.k. í stað þess 19. Gengið verði frá staðfestingum við þá aðila er koma að málþinginu svo sem fyrirlesara, starfsmenn og aðra.“

Á næsta fundi nefndarinnar þann 12.maí voru lögð fram ný drög að vinnudagskrá fyrir málþingið og fram kemur að þeir þrír fyrirlesarar sem leitað hafi verið til hafi staðfest þátttöku. Þá var samþykkt að ganga frá endanlegri dagskrá og hefja kynningu. Ekki kom þó fram í fundargerð nefndarinnar hverjir yrðu fyrirlesarar.

Ekki var þó málþingið haldið á þessum tíma og í fundargerð nefndarinnar 15.júlí segir að málþinginu hafi verið frestað til 18. og 19. september. Á sama fundi var tilkynnt að forsætisráðuneytið hefði ákveðið að styrkja Ísafjarðarbæ um 750.000 krónur vegna „atburða er haldnir hafa verið og eftir á að halda í Ísafjarðarbæ, í tilefni af 100 ára afmæli Heimastjórnar á Ísafirði.“

Hátíðarhöldin sem menningarmálanefnd stóð fyrir í janúar fóru fyrir brjóstið á ýmsum og þann 11. febrúar birtist viðtal við Jón Fanndal Þórðarson veitingamann á Ísafjarðarflugvelli þar sem hann segir að ákveðið hafi verið að halda svonefnda heimastjórnarhátíð alþýðunnar. Sagði hann að hugmyndin að hátíðinni „hafi kviknað fyrir nokkru þegar ljóst var að hátíðarhöldin sem bæjaryfirvöld í Ísafjarðarbæ ásamt stjórnvöldum syðra skipulögðu voru aðeins ætluð þröngum hópi stjórnmálamanna.“ Hann sagði það hafa verið ákaflega sorglegt að horfa á hvernig þessi tímamót hafa verið gerð að einhverri hátíð aðalsmanna. Jafnframt sagði Jón að forseta Íslands yrði boðið til hátíðarinnar.

Heimastjórnarhátíð alþýðunnar var síðan haldin á Ísafirði þann 21. ágúst og er mönnum í fersku minni. Áætlað er að um 2.000 manns hafi verið saman komin í miðbæ Ísafjarðar á hátíðinni og er hún talin vera með fjölmennustu samkomum sem haldnar hafa verið í bænum. Að hátíðinni stóðu einstaklingar með stuðningi félagasamtaka og fyrirtækja. Meðal þeirra aðila sem styrktu hátíðina með fjárframlagi var Ísafjarðarbær.

Af þessari upptalningu má sjá að við undirbúning hátíðarhalda vegna 100 ára afmælis heimastjórnar á Íslandi hafi skipst á skin og skúrir. Örlögin höguðu því svo að tilkynning bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar um að hætt hafi verið við síðasta dagskrárlið hennar er dagsett sama dag og skipt var um húsbónda í stjórnarráðinu.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli