Frétt

mbl.is | 16.09.2004 | 08:08Kofi Annan: Innrásin í Írak var ólögleg

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), sagði í samtali við BBC að innrás Bandaríkjanna og bandalagsríkja þeirra í Írak hefði verið ólögleg aðgerð sem gengi gegn stofnsáttmála SÞ. Annan sagði að öryggisráð SÞ hefði átt að taka ákvörðun um hvort ráðast ætti inn í Írak, ákvörðunina hefði ekki átt að taka einhliða. Breska ríkisstjórnin svaraði ummælum Annans með því að segja að ríkissaksóknari hefði á tíma árásarinnar talið skýran lagagrundvöll fyrir henni.

Annan varaði einnig við því að bæta yrði ástand öryggismála í Írak umtalsvert ef þar ætti að verða mögulegt að halda kosningar í janúar. Sagði að hann „mjög sársaukafullan lærdóm“ mætti draga af þeim tíma sem liðið hefði frá innrásinni. „Lærdóm fyrir Bandaríkin, SÞ og önnur aðildarríki. Ég tel að allir hafi komist að raun um það að lokum að best er að vinna með bandamönnum okkar og í gegnum SÞ,“ sagði hann.

„Ég vona að við sjáum ekki aðra aðgerð í anda þeirrar sem lagt var út í í Írak í langan tíma, ekki án þess að SÞ samþykki hana og mun fleiri ríki alþjóðasamfélagsins einnig,“ bætti hann við.

Hann segist telja að SÞ hefði átt að samþykkja aðra ályktun eftir að ljóst varð að Írakar sýndu vopnaeftirlitssveitum ekki samstarfsvilja. Hann bætt við að öryggisráðið hefði átt að ákveða hvað gert yrði í málinu.

Spurður um hvort hann teldi innrásina í Írak ólöglega svaraði hann: „Ef þú vilt að ég svari því er svarið já. Ég hef látið að því liggja að hún hafi ekki verið í anda stofnsáttmála SÞ að okkar mati, og út frá því sem stendur í stofnsáttmálanum þá var hún ólögleg.“

Talskona breska utanríkisráðuneytisins sagði eftirfarandi um málið: „Ríkissaksóknari gerði ríkisstjórninni ljóst að lagalegur grundvöllur væri fyrir því að beita hervaldi í Írak á þeim tíma.“

John Howard, forsætisráðherra Ástralíu hafnaði einnig ummælum Annans og sagði að sú lagaráðgjöf sem hann hefði fengið hefði „sannarlega verið fullgild.“

Óháð samtök segja að allt að 14.000 almennir boragar kunni að hafa fallið eftir að innrásin í Írak hófst í mars í fyrra.

bb.is | 27.10.16 | 15:56 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli