Frétt

bb.is | 16.09.2004 | 07:00Árni Johnsen gerir fjórar sameiginlegar tillögur fyrir Suðurfirðina

Árni Johnsen leggur til að reist verði Hrafna-Flóka hús við Flókalund.
Árni Johnsen leggur til að reist verði Hrafna-Flóka hús við Flókalund.
Í tillögum sem Árni Johnsen sendi Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi um átak í ferðaþjónustu og atvinnumálum eru fjórar tillögur sem eru sameiginlegar fyrir Suðurfirði Vestfjarða. Þar nefnir hann í fyrsta lagi hliðið inn á suðurfirði Vestfjarða um Gilsfjörð, í öðru lagi Hrafna-Flóka hús við Flókalund, í þriðja lagi nefnir hann hraðskreiðari og stærri Baldur og að síðustu nefnir Árni nýtt alhliða ferðamannakort fyrir suðurfirðina. Tillögur Árna eru nú til skoðunar hjá sveitarstjórnum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar en engar ákvarðanir hafa verið teknar um mögulegan framgang þeirra.

Í tillögu sinni sem Árni nefnir „Hlið inn á Suðurfirði Vestfjarða um Gilsfjörð“ segir m.a.: „Um langt árabil hefur ímynd Vestfjarða verið sú að hliðið inn á Vestfirði frá „fastalandinu“ ef svo má segja, sé um Steingrímsfjörð og Djúpið. Þetta hlið hentar engan veginn Suðurfjörðunum og það er mikilvægt að byggja upp nýja ímynd með hlið Suðurfjarðanna um Gilsfjörð. Líklega hafa Suðurfirðirnir liðið fyrir þetta og til dæmis er auðvelt að sjá hvernig flestir ferðamenn koma inn á Vestfirði um Steingrímsfjörð og síðan fer þeim ört fækkandi eftir því sem sunnar dregur að byggðum á Vestfjörðum.“

Þá leggur Árni til að byggt verði Hrafna-Flóka hús við Flókalund. Það á að gegna hlutverki einskonar þjónustu- og kynningarhúss til þess „að hefja til vegs og virðingar magnaða sögu Hrafna-Flóka, en fyrst og fremst til þess að reyna að beina ferðamönnum út á Suðurfirðina í stað þess að bruna beint norður. Staðkunnugir segja að 6 bílar af hverjum 10 sem koma sunnan að til að mynda um Brjánslæk, haldi beint norður í stað þess að heimsækja undur Suðurfjarðanna.“ Um gerð hússins segir Árni: „Húsið sem grunnteikning fylgir að er 10x10 metrar í þvermál. Vegghæð er 4 metrar og veggklæðning gerð úr óafréttum borðum ristuðum úr misbreiðum trjábolum. Gluggar eru hugsaðir í lágmarki, en þriggja metra háar aðaldyr eins og í húsum höfðingja forðum á landnámsöld. Reiknað er með að ca. 75 fermetrar af gólfrými verði fyrir sýningu um Hrafna Flóka og m.a. gúmmíkvoðusteypt líkneski af garpinum í sama dúr og í vaxmyndasafninu Sögusafn Íslands í Perlunni í Reykjavík.

Saga Hrafna Flóka býður upp á stórkostlegar myndskreytingar sem til dæmis væri hugsanlegt að láta æsku Vesturbyggðar vinna. Ofan á 4 metra vegghæð er reiknað með þaki sem er 17 metrar og 19 sentimetrar með glampandi áklæðningu eins og stirndi á jökul, en hæðin miðast við að vera 1/100 af hæð Hvannadalshnjúks í tilefni þess að landið ber jú nafn íssins.“

Árni telur að kostnaður við byggingu hússins verði um 14 milljónir króna. Einnig leggur hann til að við húsið verði hlaðin varða sem yrði líking af Flókavörðu í Noregi sem sagt er að Flóki hafi reist og blótað áður en hann lagði til Íslands. Sú varða er milli Hörðulands og Rogalands í Noregi.

Árni Johnsen segir í skýrslu sinni að ferjan Baldur sem sé slagæð í ferðaþjónustu og almennri þjónustu sé orðin barn síns tíma og því sé mjög mikilvægt „að þar komi til glæsilegt skip, gott sjóskip og hraðskreytt. Ég hygg að athuguðu máli að það kunni að vera mjög hagkvæmt að leita eftir notuðu skipi, því mikið úrval er af lítið notuðum skipum sem myndu henta í þessa þjónustu og gjörbreyta henni. Það er mikilvægt í öllum framfaramálum að leggja þau öll undir og slaka aldrei á klónni þótt auðvitað verði menn að forgangsraða á ákveðnum stigum. Snæfellsnes, Breiðafjörður og Vestfirðir eiga miklu betra skilið en núverandi skip þótt það hafi vissulega skilað sínu. Í dag eru kröfurnar einfaldlega aðrar og það verður að ríma við markaðinn ef menn ætla ekki að missa af lestinni. Koma þarf markvissum óskum nú þegar inn í kerfið, því fyrr tifar klukkan ekki í rétta átt.“

Að síðustu nefnir Árni sem sameiginlegt verkefni á Suðurfjörðum Vestfjarða gerð nýs alhliða ferðamannakorts fyrir Suðurfirðina. Hann segir í skýrslu sinni um kortið: „Það þarf að vera með meitluðum ábendingum og skemmtilegum, en auðvelt er að nefna á slíku korti yfir 100 atriði sem ættu að höfða til ferðafólks á öllum aldri.“

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli