Frétt

mbl.is | 15.09.2004 | 08:12Tveir 18 ára strákar stálu senunni

Það var aðeins á upphafskafla leiksins sem KA-menn veittu heimamönnum einhverja mótspyrnu en um miðbik fyrri hálfleiks skildu leiðir. Norðanmenn áttu engin svör við 5:1 vörn Framara og Egidijus Petkivicius, markvörður liðsins, var sínum gömlu félögum oft erfiður á milli stanganna. Framarar áttu auðvelt með að gata þunglamalega vörn KA-liðsins og skipti engu máli hvort þeir léku manni færri. KA-menn voru trekk í trekk með algjöran sofandahátt og þegar munurinn var orðin átta mörk rétt fyrir leikhlé var ljóst í hvað stefndi.

Framarar voru ekkert á þeim buxunum að slaka á í seinni hálfleik. Ungu strákarnir Sigfús og Guðmundur héldu uppteknum hætti og með þá í fararbroddi ásamt sterkri liðsheild og stemningu var leikurinn í höndum Fram allt til leiksloka.

Framarar mæta til leiks með talsvert breytt lið frá því í fyrra. Sterkir „póstar“ á borð við Valdimar Þórsson og Héðinn Gilsson eru horfnir á braut ásamt fleirum og Björgvin Björgvinsson er meiddur. Heimir Ríkarðsson, þjálfari Framara, hefur því þurft að hleypa yngri og óreyndari strákum að og miðað við frammistöðu þeirra í gær er framtíðin í Safamýrinni björt. Leikstjórnandinn Sigfús Sigfússon, 18 ára gamall, átti skínandi leik. Þessi smái en snaggaralegri leikmaður stjórnaði leik sinna manna af mikilli festu og í ofanálag var hann mjög sleipur að stinga sér í gegnum vörn KA-liðsins. Guðmundur Arnarsson, stór og stæðilegur strákur, átti sömuleiðis mjög góðan leik. Hann skoraði átta falleg mörk, flest með hnitmiðuðum skotum og verður fróðlegt að fylgjast með honum í framtíðinni. Liðsheild Framara var annars mjög góð, Guðlaugur Arnarsson var eins og klettur í vörninni, Arnar Sæþórsson var öflugur á línunni og hornamennirnir Guðjón Drengsson og Jón B. Pétursson skiluðu hlutverkum sínum vel.

Framarar skyldu þó ekki ofmetnast við þennan sigur þar sem KA-liðið var hreint út sagt mjög lélegt, hvar sem á það er litið. Varnarleikur liðsins var í algjörum molum og ekki var sóknarleikurinn mikið skárri. Leikmenn KA gerðu sig seka um ótrúlega mörk mistök í sókninni. Hvað eftir annað komst sóknarleikur liðsins í algjört þrot og aðeins Halldór Sigfússon virtist vera með einhverju lífsmarki. Nýi danski leikmaðurinn Michael Bladt komst aldrei í takt við leikinn, virkar þungur, og allt frá fyrstu mínútu voru liðsmenn KA andlausir og baráttulausir. Það tekur KA-menn sjálfsagt einhvern tíma að slípa liðið saman og átta sig á því að þeirra yfirburðamenn undanfarin ár, Arnór Atlason og Andrius Stelmokas, eru horfnir á braut.

Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með Selfyssinga að Hlíðarenda, þar sem 71 áhorfandi sáu þá vinna öruggan sigur, 41:28. Valsmenn sýndu það að þeir eru greinilega vel undirbúnir fyrir átökin í vetur - hafa á að skipa bæði eldri og reyndari leikmönnum, sem og ungum og ákaflega efnilegum leikmönnum. Þar ber helst að nefna leikmenn eins og Sigurð Eggertsson, Elvar Friðriksson og Ægi Hrafn Jónsson sem allir áttu góða spretti. Selfyssingar verða ekki til stórræða í vetur.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli