Frétt

| 11.07.2001 | 14:19Skrúðshátíð

Um síðustu helgi efndu aðstandendur Skrúðs við Núp í Dýrafirði til samkomu í garðinum, sem séra Sigtryggur Guðlaugsson lagði grunninn að og var óþreytandi að rækta ásamt Hjaltlínu Guðjónsdóttur eiginkonu sinni. Hann hafði þá trú að Ísland væri stórkostlegt land, land möguleika sem aðrir höfðu ekki komið auga á varðandi ræktun gróðurs. Séra Sigtryggur kom auga á tækifæri og hafði kjark og þor til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Hann leit framhjá þeirri hindrun, sem aðrir sáu varðandi uppgræðslu og gróðursetningu, ekki síst á Vestfjörðum, sem hafa lengi verið taldir harðbýlasti hluti landsins – mönnum, skepnum og jurtum. Þau tækifæri sem þar leyndust í uppgræðslu plantna af ýmsu tagi gerði hann að sínum. Því hefur oft verið haldið fram að Vestfirðir móti allt sem þar lifir, mannlíf jafnt og gróður. Trúin á vöxtinn og viljinn til þess að gróður mannlífs og jurta dafnaði var drifkraftur séra Sigtryggs.

Um árabil hafði Skrúður verið lítt hirtur þegar áhugasamir menn tóku sig saman og hófu starf að endurbótum. Árangurinn er auðsær og hefur garðurinn síðustu árin verið augnayndi og til ánægju þeim sem þangað leggja leið sína. Skrúður hafði ótvírætt uppeldisgildi meðan kennsla og skólahald var á Núpi. Nemendur kynntust ræktunarstörfum áratugum saman, einn áragangurinn eftir annan. Auk þess að vera til minningar um hjónin Hjaltlínu og séra Sigtrygg er garðurinn fögur áminning til Vestfirðinga um tækifæri og að þrautseigja og vilji skapa árangur. Draumar manna geta ræst með dugnaði og trú á málstaðinn.

Í góðu veðri kom hópur fólks saman í Skrúð. Flutt var tónlist, en Guðni Franzson lék á flautu og ástralskt hljóðfæri, kynntur var bæklingur um garðinn, tré fellt og annað gróðursett. Þröstur sonur séra Sigtryggs flutti endurminningar um gróður og ræktunarstörf í garði foreldra sinna. Gestum var boðið ketilkaffi að gömlum sið og börn gróðursettu loks tré vestan Skrúðs. Það er liður í því að auka gróður á svæðinu og koma upp skjólbelti fyrir garðinn. Margt er enn ógert og brýnt að halda ræktunarstarfinu áfram. Því má ekki gleyma, að samkvæmt gestabók koma milli tvö þúsund og fimm hundruð og þrjú þúsund gestir í garðinn á hverju sumri. Þar hefur verið haldið brúðkaup, sem margir gestir sóttu, enda Skrúður tilvalinn fyrir ýmiskonar hátíðahöld. Vert er að minna á að ræktaðir garðar, sem eiga að vera til sérstakrar prýði, eru nú nefndir skrúðgarðar. Augljóst er hvaðan nafnið kemur.

Garðurinn er Vestfirðingum dýrmætur minnisvarði um sterkan vilja. Verkinu, sem séra Sigtryggur Guðlaugsson hóf fyrir rúmum níu áratugum er ekki lokið. Þar er margt ógert áður en aldarafmælið verður haldið hátíðlegt. En ef einstaklingar og félagasamtök auk bæjarstjórnar leggja sig fram þarf ekki að kvíða aldarafmælinu.


bb.is | 26.09.16 | 14:56 Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með frétt Í dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli