Frétt

Leiðari 28. tbl. 2001 | 11.07.2001 | 14:17Hornbjarg heitir höll

Vera má að hin um það bil 10 kílómetra breiða landbrú milli botns Gilsfjarðar að vestan og Bitrufjarðar að austan hafi valdið því að ekki þótti fært, eða jafnvel ekki taka því, að teygja „hringveginn“ yfir á þessa nánast eyju þar norður af, Vestfjarðakjálkann. Hvað sem vangaveltum af þessu tagi líður er ljóst að Vestfirðir töldust ekki tilheyra „meginlandi“ Íslands frekar en Kolbeinsey þegar „hringvegur“ um landið var ákveðinn. „Eyjan“ í norðri var ekki á landakorti Vegagerðarinnar. Enda aldrei minnst á Vestfirði þegar sjálfsánægjuyfirlýsingar Vegagerðarinnar um sífellt styttri malarspotta á „hringveginum“ eru kunngerðar. En þrátt fyrir kortafátækt Vegagerðarinnar og sinnuleysi stjórnvalda gagnvart vestfirskum þegnum í þessu efni fjölgar ár frá ári innlendum og erlendum ferðamönnum, sem hafa áttað sig á því að Vestfirðir tilheyra Íslandi og að þar er ekki einungis að finna ósnortna náttúru, sem enginn gleymir sem augum hefur borið, heldur býr þessi landshluti yfir einhverri stórbrotnustu og í senn hrikalegustu og fegurstu náttúru sem Ísland hefur að bjóða.

Í könnun sem gerð var meðal ferðamanna er heimsóttu Vestfirði á sl. sumri, og greint er frá á öðrum stað í blaðinu, kemur skýrt fram að það sem þeir telja eftirsóknarverðast við svæðið er landslagið og náttúran. Og kemur engum á óvart sem til þekkir. Hornströndum og Látrabjargi, stærsta fuglabjargi landsins og jafnframt hinu stærsta við norðanvert Atlandshaf, gleymir enginn sem þar hefur stigið niður fæti. Þá er kyrrðin og friðsældin ofarlega í hugum fólks, sem fyrir margra hluta sakir flýr skarkala stórborganna þá færi gefst. Það sem er þó athyglisverðast af niðurstöðum könnunarinnar er að 87% innlendra ferðamanna og 70% hinna erlendu töldu líklegt að þeir kæmu aftur og á milli 80 og 90 af hundraði þeirra allra voru tilbúnir að mæla með Vestfjörðum sem ferðamannasvæði.

Vestfirðingar hafa ekki síður en aðrir landsmenn lagt rækt við varðveislu gamalla muna og minja sem tjá okkur betur en mörg orð sögu genginna kynslóða, sögu sem okkur er hollt að muna. Á Vestfjörðum er því að finna mörg og margvísleg söfn, sem draga til sín fjölda ferðamanna.

Rúmlega sjö hundruð ferðamenn tóku þátt í könnuninni. Af þeim voru Íslendingar liðlega þriðjungur, annar þriðjungur frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss og síðasti þriðjungurinn frá öðrum löndum. Þetta segir okkur að áhugi landans fyrir Vestfjörðum og því sem þeir hafa upp á að bjóða er að vakna. Og, að einkum þýskumælandi fólk þeirra landa sem tilgreind eru hefur öðrum fremur komið auga á hversu mörgu er eftir að slægjast hér um slóðir. Þessa vitneskju eigum við að nýta til að auka áhuga annarra og herða sóknina í vaxandi atvinnugrein á Vestfjörðum.
s.h.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli