Frétt

| 11.07.2001 | 10:11Engin niðurgreiðsla fæst á ferðakostnaði

Fjórir leikmenn Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar hafa verið valdir í landsliðshópa. Þetta eru þau Tinna Björk Sigmundsdóttir sem valin var í A-landslið kvenna, Sara Pálmadóttir og Fjóla Eiríksdóttir sem valdar voru í unglingalandslið kvenna og Gunnar Ingi Elvarsson sem valinn var í drengjalandsliðið. Talsvert kostnaðarsamt getur verið að vera góður í körfubolta, búi menn úti á landi, t.d. í Ísafjarðarbæ, því að ferðakostnaður á æfingar getur verið mjög mikill.
Til er Afreksmannasjóður Ísafjarðarbæjar sem fær ákveðna fjárveitingu á ári hverju og er honum m.a. heimilt að veita styrki til þátttöku í æfingum landsliða. Sjóðsstjórn hefur hins vegar ákveðið að styrkja enga landsliðsmenn til æfinga, úr hvaða íþróttagrein sem þeir koma. Engin niðurgreiðsla fæst heldur frá Körfuknattleikssambandi Íslands vegna ferðalaga landsliðsmanna.

Öllu ódýrara virðist vera að kunna eitthvað fyrir sér í fótbolta. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) greiðir allan ferðakostnað þeirra sem valdir eru til æfinga með landsliði, sama hvort um er að ræða A-landslið karla, kvenna- eða unglingalandslið og sama hvort menn koma á æfingar frá Akranesi eða Ólafsfirði. „Þangað til fyrir tveimur árum síðan greiddum við bara ferðakostnað þeirra sem valdir voru í endanlega keppnishópinn. Nú borgum við fyrir alla þá sem valdir eru til að taka þátt í æfingum með liðunum“, segir Birkir Sveinsson hjá KSÍ.

Þá má velta því fyrir sér, hvort það sé í raun hlutverk sveitarfélaga eða íþróttasambanda að kosta ferðalög manna til æfinga og hvort ekki væri eðlilegast að koma á fót einhvers konar „Jöfnunarsjóði landsliða“ sem greiða myndi ferðakostnað á æfingar. Þá myndi engu skipta, hvorki fyrir einstaklinga né sveitarfélög, landssambönd íþróttagreina eða aðildafélög þeirra, hvaðan af landinu fulltrúar Íslands kæmu.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Körfuknattleikssamband Íslands við vinnslu þessarar fréttar.

bb.is | 30.09.16 | 15:21 Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með frétt Svar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli