Frétt

bb.is | 13.09.2004 | 13:00Thai-ice ehf. hefur innflutning á drottningarhunangstöflum

Dragon Royal Jelly.
Dragon Royal Jelly.
Nýstofnað fyrirtæki á Flateyri, Thai-ice ehf. hefur gert samning um innflutning á drottningarhunangstöflum frá Tælandi og dreifingu þeirra í nokkrum löndum Evrópu og í Suður-Afríku auk Íslands. Fyrirtækið hefur gert samning við Lyfju hf. um sölu þess á Íslandi. Drottningarhunang er víða eftirsótt vegna náttúrulegra eiginleika sinna og eru eigendur fyrirtækisins bjartsýnir á góðar viðtökur. Sala hefst í verslunum Lyfju á næstu dögum. Upphaf þessa máls má rekja til þess að Þröstur Jónsson, útgerðarmaður á Flateyri, var á ferðalagi í Tælandi fyrir nokkrum misserum. Þar kynntist hann náttúrulyfi sem heitir Dragon Royal Jelly. Eftir góða reynslu sína af neyslu þess hafði hann uppá framleiðanda lyfsins í fjallahéruðum Tælands.

Þegar Þröstur komst að því að þessi vara væri hvorki flutt inn til Íslands né annarra Evrópulanda ákvað hann að hefja innflutning á þessu náttúrulyfi sjálfur. Hann ásamt Brad Egan, Benedikt Sverrissyni og Kristínu Gunnarsdóttur stofnuðu innflutningsfyrirtækið Thai-ice ehf. Á undanförnum mánuðum hefur innflutningur og markaðssetning á Íslandi verið undirbúin. Fyrir nokkru var gerður samningur við lyfsölukeðjuna Lyfju hf. um sölu lyfsins í verslunum keðjunnar.

Benedikt Sverrisson hjá Thai-ice ehf. segist vera mjög bjartsýnn á góðar viðtökur neytenda á Íslandi. „Drottningarhunang hefur um langan aldur verið þekkt heilsuvara en erfiðleikar hafa ávallt verið í vinnslu þess og geymslu. Nú hefur loks tekist að framleiða töflur úr hreinu drottningarhunangi og þannig hefur orðið til hágæða heilsuvara. Þeir sem prófað hafa þessa vöru eru mjög ánægðir og það eru ótrúlegustu hlutir sem fólk nefnir að hafi lagast í kjölfar neyslu þess. Við viljum hinsvegar ekki gera of mikið úr hlutunum í upphafi en bendum hiklaust á að með því að taka inn þetta náttúrulyf byggja menn upp orku, úthald og styrk. Einnig gagnast lyfið vel við þreytu og sleni auk þess sem það er nærandi og lengir lífið. Hvað vill fólk meira.“

Benedikt segir unnið að markaðssetningu lyfsins á vegum fyrirtækisins í nokkrum Evrópulöndum auk Suður-Afríku.

Eins og áður sagði hefur drottningarhunang um langan aldur verið þekkt heilsuvara. Alþýðulæknar staðhæfa að með því að neyta drottningarhunangs geti fólk öðlast aukna líkamsstærð, meiri frjósemi og lengri ævi. Í sumum menningarsamfélögum hafa alþýðulæknar einnig notað drottningarhunang til að ráða bót á vannæringu hjá börnum, þrekleysi hjá öldruðum og kvillum eins og sykursýki, liðagigt, háum blóðþrýstingi og lifrarbólgu. Kínverskir alþýðulæknar telja drottningarhunang örvandi, styrkjandi og nærandi efni sem dregur úr öldrun. Í ýmsum vestrænum heimildum má sjá staðhæfingar á borð við að það sé meðal annars lykill að langlífi, það bæti kynlíf og dragi úr þeim einkennum sem fylgja breytingaskeiði kvenna. Margir halda því fram að það auki fólki orku og sporni gegn þreytu. Þá eru margir sem telja að það minnki hungurtilfinningu og sé því gott fyrir fólk sem vill grennast.

Um verðlagningu Dragon Royal Jelly segir Benedikt: „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ýmis náttúrulyf hafa verið seld alltof háu verði. Við ætlum okkur að forðast þá gryfju. Við stefnum að því að eitt glas sem inniheldur tveggja mánaða skammt kosti innan við 2.500 krónur. Þannig viljum við tryggja að sem flestir geti notið þessarar hágæðavöru.“

Benedikt segir að sala hefjist í verslunum Lyfju á næstu dögum, þar á meðal í Ísafjarðarapóteki.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli