Frétt

bb.is | 13.09.2004 | 11:01Tekjur á hvert leikskólabarn langhæstar í Ísafjarðarbæ

Leikskólinn Sólborg er stærsti leikskóli Vestfjarða.
Leikskólinn Sólborg er stærsti leikskóli Vestfjarða.
Tekjur á hvert vestfirskt leikskólabarn sem sveitarfélag þess innheimtir er langhæst hjá leikskólum Ísafjarðarbæjar. Lægstar eru tekjurnar á Reykhólum. Heildarkostnaður er mestur á hvert barn í leikskólanum á Suðureyri en lægstur á Þingeyri. Fæst börn að baki hvers stöðugildis eru á Flateyri en flest börn á Drangsnesi. Þegar innheimtar tekjur eru dregnar frá gjöldum er rekstrarkostnaður minnstur á hvert barn á Þingeyri en hæstur á Suðureyri. Þetta kemur fram í skýrslu Fjórðungssambands Vestfirðinga um sameiningarkosti á Vestfjörðum. Eru tölurnar unnar úr gögnum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og eru frá síðasta ári.

Eins og áður sagði eru tekjur sem innheimtar eru á hvert barn hæstar í leikskólum Ísafjarðarbæjar. Þær eru þó mjög mismunandi á milli leikskólanna í bæjarfélaginu. Hæstar eru tekjurnar í Grænagarði á Flateyri tæpar 263 þúsund krónur á ári. Á Suðureyri eru þær rúmar 207 þúsund krónur og í Bakkaskjóli og Sólborg eru þær rétt rúmar 200 þúsund krónur. Hinsvegar er Eyrarskjól töluvert lægri með tæpar 184 þúsund krónur á hvert barn og leikskólinn á Þingeyri sker sig úr öðrum leikskólum Ísafjarðarbæjar með tæpar 155 þúsund krónur á hvert barn. Þrátt fyrir mikinn mun á milli leikskóla Ísafjarðarbæjar kemst enginn annar skóli upp á milli þeirra í tekjum á hvert barn því næstur í röðinni er Glaðheimar í Bolungarvík en þar eru tekjur á hvert barn 145 þúsund krónur. Lægstar eru tekjurnar hinsvegar í Hólabæ á Reykhólum en þar eru þær 81.200 krónur. Rétt er að geta þess að tekjur á hvert barn geta verið mismunandi á milli skóla vegna misjafnrar samsetningar í barnahópnum. Í einum skóla getur hlutfall systkina og börn einstæðra foreldra verið hærra en annars staðar og tekjur þar af leiðandi minni.

Þrátt fyrir að tekjur séu háar er ekki þar með sagt að rekstarkostnaður sem lendir á sveitarfélaginu sé lægri en annars staðar. Það sannar niðurstaða í rekstri leikskólanna á Suðureyri og Flateyri. Kostaður á hvert barn að frádregnum tekjum er hvergi hærri en á Suðureyri eða rúmar 675 þúsund krónur á barn og þar á eftir er skólinn á Flateyri með rúmar 558 þúsundir króna á hvert barn.

Í meðfylgjandi töflu má sjá þennan samanburð á milli leikskóla. Það skal ítrekað að einhver munur getur falist í mismunandi reiknisfærslum á milli einstakra sveitarfélaga en eins og áður segir er efnið unnið úr tölum frá sveitarfélögunum sjálfum. Einnig er rétt að taka fram að tölur frá Reykhólum eru frá árinu 2001.

Leikskóli

Gjöld

Tekjur

Börn

Stöðugildi

Börn/stöðug

Gjöld/barn

Tekjur/barn

Mism/barn

Bolungarvík

23.959

7.106

49

8,5

5,76

488.959

145.020

343.939

Hnífsdalur

15.374

5.103

25

5,5

4,55

614.960

204.120

410.840

Eyrarskjól

44.357

15.439

84

16,6

5,06

528.060

183.798

344.262

Flateyri

14.779

4.733

18

5,7

3,16

821.056

262.944

558.111

Þingeyri

14.265

4.958

32

6,9

4,64

445.781

154.938

290.844

Sólborg

63.952

19.210

96

22,9

4,19

666.167

200.104

466.063

Suðureyr

14.119

3.317

16

4

4,00

882.438

207.313

675.125

Tálknafjörður

12.684

2.736

23

3,3

6,97

551.478

118.957

432.522

Patreksfjörður

19.352

4.127

40

5,7

7,02

483.800

103.175

380.625

Bíldudal

7.368

1.375

15

2,2

6,82

491.200

91.667

399.533

Súðavík

7.570

1.826

14

2,8

5,00

540.714

130.429

410.286

Drangsnes

2.523

601

6

0,6

10,00

420.500

100.167

320.333

Hólmavík

19.026

4.136

31

6,1

5,08

613.742

133.419

480.323

Reykhólar

2.996

406

5

1,4

3,57

599.200

81.200

518.000


hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli