Frétt

| 11.07.2001 | 08:33Sendiherra í kafbátaleit?

Hollenska vélin sem rætt er um. Með réttu hugarfari má sjá að þetta er bandarísk Nimrod-þota með Björn Bjarnason menntamálaráðherra við stjórnvölinn.
Hollenska vélin sem rætt er um. Með réttu hugarfari má sjá að þetta er bandarísk Nimrod-þota með Björn Bjarnason menntamálaráðherra við stjórnvölinn.
Menn bíða spenntir eftir viðbrögðum Svæðisútvarps Vestfjarða við heimsókn sendiherra Bandaríkjanna hingað vestur á firði. Eflaust verður gervallur útvarpstíminn í kvöld lagður undir þennan ógnvænlega viðburð. Hvað er sendiherrann að gera hér fyrir vestan? Er sendiherrann að njósna fyrir Búss og CIA? Er sendiherrann að afla sambanda í baráttunni gegn heimskommúnismanum? Ætlar sendiherrann að lauma eitri í mat fulltrúa K-listans við borðhaldið í Tjöruhúsinu á Ísafirði? Er sendiherrann að leita að kafbátum? Eða er sendiherrann sérlegur erindreki hinnar illa menntuðu, illa ættuðu, illa gefnu, illa giftu, óreyndu, ófríðu, svarthærðu, dauflyndu og akfeitu Ólínu Þorvarðardóttur, sérstaks gæðings Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og Sjálfstæðisflokksins, sem gerð hefur verið út gagngert til þess að leggja Menntaskólann á Ísafirði í rúst?
Líklegast er sendiherrann að leita að kafbátum. Ekkert fannst í þeirri kafbátaleit í Bolungarvík sem Svæðisútvarpið greindi frá um daginn. Enda var alls ekki um neina kafbátaleit að ræða. Ekki var einu sinni um bandaríska Nimrod-vél að ræða, eins og Svæðisútvarpið hélt fram.

Svo vill til, að í Bolungarvík býr maður af hollenskum uppruna, Roland Smelt að nafni, kvæntur inn í bolvíska fjölskyldu. Hollenskir kunningjar hans, sem jafnframt eru flugmenn, heimsóttu landa sinn í Bolungarvík um daginn og dvöldu þar í tvo daga á meðan flugvél þeirra var til viðgerðar syðra. Þeir skoðuðu sig um hér vestra og nutu góða veðursins, spiluðu golf og dorguðu í höfninni. Þegar þeir voru komnir suður aftur og fara þurfti í reynsluflug eftir viðgerðina á vélinni lá beint við að taka hring vestur til Bolungarvíkur og aftur til baka. Þeir gerðu það og flugu yfir Bolungarvík í um það bil 2000 feta hæð. Samlandi þeirra og kunningi var þá á jörðu niðri og tók myndir af vélinni á meðan þeir flugu þar yfir í kveðjuskyni og þakklætisskyni fyrir gestrisni Bolvíkinga.

En Svæðisútvarp Vestfjarða sá þarna gróft dæmi um ameríska heimsvaldastefnu í verki við utanvert Ísafjarðardjúp og heimskapítalisma og vígbúnaðarkapphlaup og kafbátaleit og stjörnustríð. Gott ef útvarpið sá ekki sjálfan Björn Bjarnason menntamálaráðherra við stýrið á amerísku kafbátaleitarvélinni með Ólínu Þorvarðardóttur sem aðstoðarflugmann og bróður frúarinnar á Hanhóli í Bolungarvík á útkikki eftir kafbátum.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli