Frétt

Stakkur 39. tbl. 2004 | 29.09.2004 | 09:15Síminn hækkar í verði

Mikið er þjóð okkar dásamleg og hve ánægðir mega Norðmenn ekki vera að þessi angi sameiginlegra forfeðra okkar bræðraþjóðanna skyldi flýja til Íslands undir því yfirskini að ættfeður Íslendinga – og væntanlega ættmæður líka – vildu vera kóngar og ráða sér sjálfir. Að auki vildu víkingarnir, er hingað sigldu til búsetu, ekki borga neinum skatt. Þessir tveir meginþættir eru sannast sagna ríkir í fari Íslendinga enn um stundir. Allir vita betur þeim sem fengið hafa umboð til að stjórna. Reyndar tölum við sjaldnast um að stjórna. Allir vilja ráða og flesta stjórnmálamenn má þekkja af ,,ég ræð” svipnum, sem birtist á andliti þeirra þegar þeir telja sig komna í aðstöðu til að geta slíkt. Enda er þeim mörgum þyrnir í auga að til skuli vera regluverk sem felur öðrum að taka ákvarðanir um hvaðeina í þessari tilveru. Verst þykir þeim þó ef aðrir stjórnmálamenn ráða meiru en þeir sjálfir. Gleggst sést þetta á Alþingi í skiptum stjórnar og stjórnarandstöðu. Skiptir þá engu máli hversu góður og skynsamlegur málstaðurinn er. Sönnun þessarar fullyrðingar eru afdrif laga um breytingu á útvarps- og samkeppnislögum.

Oftast er talað um fjölmiðlalögin í þessu sambandi. Um var að ræða breytingar á annars vegar útvarpslögum og hins vegar samkeppnislögum. Markmiðið var að setja skorður við óheftu frelsi fyrirtækja til reka fjömiðlun. Lögin samþykkti Alþingi á stjórnskipulegan hátt og lögformlega að öllu leyti. Ljóst er orðið að þau áttu rétt á sér. En að undirlagi forseta lýðveldisins voru þau numin úr gildi. Hann neitaði að staðfesta þau og talið var afar líklegt að svo færi enn á ný þó þeim yrði breytt til samræmis við óskir stjórnarandstöðunnar. Nú kemur í ljós að væru þau í gildi væri ósennilegt að Síminn hf. hefði átt þess kost að kaupa fjórðungshlut í SkjáEinum. Kaupunum andmæltu sömu stjórnmálamenn og hömuðust gegn brottfelldu lögunum. Ekki verður móti mælt, að slíkt er æði hjáróma tal sé forsagan athuguð. Er þá ekkert að marka alþingismenn Samfylkingar, Frjálslyndaflokksins og Vinstri grænna? Kjósendur svara með atkvæðum sínum.

Eli Noam heitir fjölmiðlahagfræðingur og prófessor við Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur reiknað út fyrir Fréttablaðið að samþjöppun á íslenskum fjölmiðlamarkaði sé mjög mikil og miklu meiri en í löndum sem við berum okkur saman við. Það þarf að taka pólitíska ákvörðun um hve mikla samþjöppun eigi að leyfa. Ummæli hans eru einkar athyglisverð eftir fjölmiðlaslag alþýðubandalags og forseta fyrr á árinu. Hann spyr hvers vegna ekki séu önnur Norðurljós á Íslandi. Þau eru það, en bara á himnum. Nú hillir hins vegar undir risa með kaupum Símans á rúmum fjórðungi í SkjáEinum, fái þau framgang. Stjórn hlutafélags kaupir eign og verðmæti þess hækkaði strax í fyrstu viku um nærri 20%. Þá skammast alþingismenn, sem með ákvörðun sinni hefðu getað komið í veg fyrir kaupin, en vildu ekki. Við sem búum á landsbyggðinni treystum á Símann að netvæða Ísland almennilega og tryggja gott símasamband áður en lengra verður haldið í sölumálum. Þá hækkar hann í áliti.
Svona gerast nú kaupin á eyrinni, líka þeirri pólitísku.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli