Frétt

Sælkeri vikunnar – Lilja Ósk Þórisdóttir í Súðavík | 10.09.2004 | 16:40Kjúklingaréttur og karamellukaka

Lilja Ósk býður upp á gómsætan kjúklingarétt með jógúrtblöndu. Einnig lætur hún fylgja uppskrift af brauðbollum með kotasælu sem eru tilvaldar með réttinum. Í eftirrétt er karamellukaka sem Lilja leggur til að borin sé fram með ís eða rjóma.

Kjúklingaréttur

5-6 kjúklingabringur
salt
svartur pipar
1 msk paprikuduft
4-5 msk ólífuolía
250 g sveppir
1 laukur
1 græn paprika
1 rauð paprika
1 zucchini
200 g belgbaunir
8-10 meðalstórar kartöflur
400 g niðursoðnir tómatar
1 tsk timjan
1 ½-2 dl grænmetissoð (vatn og teningar)
180 g hrein jógúrt
2-3 hvítlauksrif
salt og pipar eftir smekk
safi úr einni sítrónu

Kryddið kjúklinginn með salti, pipar og paprikudufti og steikið í olíu á pönnu. Setjið í eldfast mót.
Skerið grænmetið gróft, flysjið kartöflur og skerið í bita og létt steikið á pönnu. Tómatarnir maukaðir í matvinnsluvél og síðan bætt á pönnuna ásamt grænmetissoðinu. Blöndunni hellt yfir kjúklinginn í mótinu og það síðan sett í ofn við 180° C í 30-40 mín.
Merjið hvítlaukinn. Blandið saman jógúrt, hvítlauk, sítrónusafa og kryddið með salti og pipar. Hellið jógúrtblöndunni yfir mótið og berið fram.

Brauðbollur með kotasælu

30 g smjör
4-5 tsk þurrger
5 dl mjólk
100 g kotasæla
1 tsk salt
½ msk sykur
3 msk sesamfræ
650 g hveiti
penslið með eggi

Bræðið smjörið og setjið í skál ásamt mjólk, geri, salti, sykri og kotasælu. Blandið saman sesamfræjum og hluta af hveitinu og setjið saman við vökvann og hrærið vel. Látið deigið lyfta sér í 30 mín. á hlýjum stað. Hnoðið saman við afganginn af hveitinu. Mótið bollur og bakið í u.þ.b. 12 mín við 225° C.

Karamellukaka

250 g smjör
1 bolli sykur
3 egg
2 bollar hveiti
1 tsk matarsódi
1 bolli döðlur, saxaðar
100 g suðusúkkulaði, saxað

Hrærið smjör og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Bætið eggjunum út í, einu í senn og hrærið vel á milli. Blandið saman hveitinu og matarsódanum út í og að síðustu döðlum og súkkulaði. Setjið deigið í tvö smurð mót og hveitistráð klemmuform. Bakið við 175° C í 30-40 mín. Kælið.

Karamellukrem

2 dl rjómi
120 g sykur
2 msk síróp
30 g smjör
1 tsk vanilludropar

Setjið rjóma, sykur og síróp í pott og látið sjóða og hrærið stöðugt í. Þetta er orðið hæfilega þykkt er far myndast eftir sleifina. Bætið smjöri og vanillu út í og látið kólna. Hellið karamellukreminu yfir kökubotnana meðan það er ylvolgt.

Ég skora á Oddný Bergsdóttur í Súðavík til að vera næsti matgæðingur.

bb.is | 09.12.16 | 17:17 Í æfingabúðum á Ítalíu

Mynd með frétt Um þessar mundir eru þrír Íslenskir skíðagöngumenn í æfingabúðum á vegum FIS á Ítalíu. Hópurinn samanstendur af Ísfirðingnum og gönguskíðakappanum Alberti Jónssyni, gönguskíðaþjálfara Skíðafélags Ísfirðinga Steven Gromatka, og Kristrúnu Guðnadóttur frá skíðafélaginu Ulli. Æfingabúðirnar eru nýjar fyrir Skíðasamband Íslands, en ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 16:49Blakveisla á helginni

Mynd með fréttÍ dag kl. 20:00 etja kappi okkar konur í blaki og Ýmir í 1. deild Íslandsmótsins og má reikna með skemmtilegri baráttu. Blaklið Vestra koma vel undan sumri þetta árið og rífandi gangur hjá báðum liðum. Kvennaliðið er núna í fjórða ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 15:54Hefja gerð Menningarstefnu Vestfjarða

Mynd með fréttAðalfundur Félags vestfirskra listamanna verður haldinn á Edinborg Bistró næstkomandi þriðjudag og mætir til þingsins Skúli Gautason sem nýverið tók við starfi menningarfulltrúa Vestfjarða. Mun Skúli segja frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða sem hefur á ný auglýst eftir umsóknum og verður með opið ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 14:50Stjórnvöld og Seðlabanki leiti lausna

Mynd með fréttGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, tekur undir með áhyggjuröddum að sterkt gengi krónunnar hafi slæm áhrif á útflutningsfyrirtæki. Hann segir uppsagnir líkar þeim sem voru gerðar hjá Kampa í gær hafa legið í loftinu. „Það er mikið áhyggjuefni þegar fyrirtæki með ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 13:25Verulegur aukakostnaður vegna barnaverndar

Mynd með fréttFram kemur í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar að árið 2016 skeri sig úr vegna mikils kostnaðar við barnavernd. Ástæðan er fyrst og fremst veruleg hækkun lögfræðikostnaðar vegna málarekstrar og hækkun vistunarkostnaðar. Í áætlun kemur fram að ekki er gert ráð fyrir slíkum kostnaði ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 11:45Nú í höndum fjárlaganefndar

Mynd með fréttFyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp fyrir 2017 er nú lokið og fjárlaganefnd hefur fengið frumvarpið aftur til meðhöndlunar. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í morgun og næsti fundur er boðaður á mánudag. Samkvæmt heimildum bb.is mun verða lögð fram tillaga um að ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 10:59Í lausu lofti á Vestfjörðum

Mynd með fréttÍ nýútkomnu tónlistarmyndbandi Peter Piek við lagið 1st Song má sjá tónlistarmanninn ásamt fjölda annarra hoppandi um víðan völl. Landslag, aðstæður og jafnvel einstaklingar koma kunnuglega fyrir sjónir, því myndbandið var tekið upp hér á landi og að stórum hluta á ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:33Styrking krónu kallar á agaðri hagstjórn

Mynd með fréttÍ gær bárust fréttir af því að Kampi á Ísafirði hefði sagt upp sjö manns vegna erfiðs reksturs sem rekja má til sterkrar stöðu íslensku krónunnar gagnvart breska pundinu. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Norðvesturkjördæmis, segir styrkingu krónunnar ískyggilega þróun: „Þetta er ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 09:01Voru gestir á finnska forsetaballinu

Mynd með fréttÍsfirðingnum Huldu Leifsdóttur og eiginmanni hennar Tapio Koivukari var boðið á forsetaball finnska forsetans í tilefni þjóðhátíðardags Finna. Ballið var haldið í forsetahöllinni í Helsinki 6. desember. Hulda er búsett í Finnlandi, en Tapio, maður Huldu, er rithöfundur og fékk í ...
Meira

bb.is | 09.12.16 | 07:41Launahækkanir kennara kosta um 46,1 milljónir

Mynd með fréttHeildaráhrifin af kjarasamningunum kennara nema um 46,1 milljónum króna fyrir Ísafjarðarbæ. Samkvæmt nýgerðum kjarasamningum við grunnskólakennara fela samningarnir í sér 7,5% launahækkun frá 1. des 2016, og 3,5% hækkun frá 1. mars 2017. Auk þess felur samningurinn í sér að greiða ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli