Frétt

bb.is | 13.09.2004 | 06:55Fjórðungssambandið getur ekki lagt fram tillögur um sameiningu sveitarfélaga

Vestfirðir.
Vestfirðir.
Fjórðungssamband Vestfirðinga telur sig ekki geta lagt fram tillögur að sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var í kjölfar könnunar á viðhorfum íbúa og sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum til sameiningar sveitarfélaga. Fjórðungssambandið óskaði eftir afstöðu sveitarfélaga til sameiningarkosta og hvort þau gæfu sambandinu umboð til mótun tillögu um sameiningu sem síðan yrði send sveitarfélögum til umræðu að nýju. Ekki er hægt að segja að sveitarstjórnarmenn hafi verið hrifnir af þessum vilja sambandsins. Fjögur sveitarfélaganna samþykktu að sambandið skoðaði sameiningarkosti og samvinnu sveitarfélaga þ.e. Ísafjarðarbær, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur og Hólmavíkurhreppur. Fjögur sveitarfélaganna veittu ekki slíkt umboð og höfnuðu að sinni umræðum um sameiningu við önnur sveitarfélög, það er Súðavíkurhreppur, Broddaneshreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur. Bæjarhreppur, Reykhólahreppur og Bolungarvík veittu ekki umboð en ætla að skoða sameiningu og eða aukna samvinnu sveitarfélaga.

Þá kemur fram í skýrslunni að Bæjarhreppur hefur kannað afstöðu íbúa sveitarfélagsins og ef til viðræðna um sameiningu yrði, myndi að þeirra mati sameining við Húnaþing vestra vera fyrsti kostur. Bæjarstjórn Bolungarvíkur hefur hinsvegar samþykkt að gerð verði greining á valkostum sveitarfélagsins, þ.e. óbreytt staða eða aukin samvinna eða sameining. Er sú vinna komin vel á veg að því er segir í skýrslunni. Þá segir að Reykhólahreppur horfi jafnt til suðurs yfir í Dalabyggð og Saurbæjarhrepp, en einnig sé verulegur áhugi á sameiningu eða samvinnu norður í Steingrímsfjörð, sem opnast með tilkomu vegar um Arnkötludal.

Um vilja íbúa á Vestfjörðum til sameiningar sveitarfélaga segir svo í skýrslunni: „Ef afstaða íbúa er skoðuð í heild er meirihluti hlynntur sameiningu en skiptari skoðanir eru um tímasetningu og er að sjá að íbúar vilji fremur horfa til næsta kjörtímabils. Við skoðun á viðhorfi íbúa innan hinna fjögurra svæða á Vestfjörðum má telja að íbúar í Vestur Barðastrandasýslu séu hlynntastir sameiningu, minna fylgi er þó á Tálknafirði en í Vesturbyggð. Í Ísafjarðarsýslum er meirihluti fyrir sameiningu, en sá meirihluti myndast af viðhorfi íbúa Ísafjarðarbæjar sem eru hlynntir sameiningu á meðan íbúar Bolungarvíkur og Súðavíkur eru henni verulega mótfallnir. Íbúar Hólmavíkurhrepps eru hlynntir sameiningu en íbúar Kaldrananeshrepps eru mjög mótfallnir. Íbúar sveitahreppa eru yfirleitt jákvæðir. Íbúar Reykhólahrepps eru hlynntir sameiningu jafnt norður sem suður fyrir sveitarfélagið. Almennt virðist sem íbúar stærsta sveitarfélags innan hvers svæðis séu hlynntir sameiningu á meðan íbúar minni sveitarfélaga eru henni mótfallnir. Íbúar vilja einnig hafa lengri aðdraganda og horfa eflaust margir til framkvæmdahraða í samgöngumálum. Einnig er hægt að fullyrða að afstaða sveitarstjórna sé í takt við viðhorf íbúa.

Þrátt fyrir þessa afstöðu íbúa og sveitarstjórnarmanna telur Fjórðungssambandið að öll sveitarfélögin horfi til aukinnar samvinnu sem síðan gæti hugsanlega leitt til sameiningar, en aðalforsenda flestra þeirra séu bættar heilsárs landsamgöngur. Þá segir í skýrslunni að hafa beri í huga að íbúafæð og langar vegalengdir teygja á ýtrustu mörk þess sem hægt er að skilgreina sem heildstætt þjónustusvæði og ef horft sé til næstu 10-15 ára með öllum þeim samgöngubótum sem í farvatninu séu á Vestfjörðum telji sambandið að nokkrir sameiningarkostir kæmu til greina á Vestfjörðum sem nefnd um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem að störfum er, getur skoðað.

Þessir kostir eru:

1. Tvö sveitarfélög:

• Allir hreppar í Strandasýslu og Reykhólahreppur eitt sveitarfélag með vegi um Arnkötludal (hugsanlega að sameinast einnig Saurbæjarhreppi og Dalabyggð).

• Bolungarvík, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Tálknafjörður og Vesturbyggð eitt sveitarfélag.

2. Þrjú sveitarfélög:

• Allir hreppar í Strandasýslu og Reykhólahreppur eitt sveitarfélag með vegi um Arnkötludal (hugsanlega að sameinast einnig Saurbæjarhreppi og Dalabyggð.)

• Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur eitt sveitarfélag.

• Vesturbyggð og Tálknafjörður eitt sveitarfélag.

3. Fjögur sveitarfélög:

• Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur eitt sveitarfélag.

• Vesturbyggð og Tálknafjörður eitt sveitarfélag.

• Strandasýslan eitt sveitarfélag.

• Reykhólahreppur sameinist Saurbæjarhreppi, Dalabyggð og sveitarfélögum á Snæfellsnesi eða í Borgarfirði.

Þá nefnir Fjórðungssambandið þann kost að búa til samvinnulíkan fyrir sveitarfélögin við Djúp til þess að taka við verkefnum frá ríkinu. Einnig að treysta samvinnu sveitarfélaga í Strandasýslu með Héraðsnefnd Strandasýslu og fá nefndinni fleiri verkefni. Þá er einnig nefndur sá möguleiki að sameina Reykhólahrepp, Saurbæjarhrepp, Borgarbyggð og Borgarfjarðarsveit eða búa til sama samvinnulíkan og við Djúp.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli