Frétt

Stakkur 38. tbl. 2004 | 22.09.2004 | 08:59Pólitísk einkafyrirgreiðsla

Íslendingar hafa náð ótrúlega langt á einni öld. Við upphaf heimastjórnar fyrir eitt hundrað árum var þjóðin hnípin og lifði við sult og seyru. Í raun hafði aðeins örlítið brot hennar komist úr moldarkofunum. Heilsugæsla var engin, læknisþjónusta afar lítil, félagsþjónusta fólst í því að bjóða niður vistun fátæklinga og þeirra sem voru svo ólánsamir að hafa ekki fæðst heilbrigðir eða hafa örkumlast af sjúkdómum og slysum. Undirboð er hugtak sem fáir Íslendingar þekkja, en margir forfeðra og formæðra okkar máttu búa við, misstu þeir foreldra sinna eða annarra ættingja sem gátu séð þeim farborða. Í raun er auðvelt að skilja marga sem gengu kommúnisma á vald, þótt í dag vilji fáir Lilju kveðið hafa. Eymdin og grimmdin var svo yfirgengileg, að enn kemst fólk við, að því gefnu að það skilji yfirleitt hversu neyð almennings var mikil og hve auðvelt var að drottna yfir ,,venjulegu fólki”. Breyting er orðin, þótt Ögmundur Jónasson, alþingismaður og varaformaður Vinstri grænna skilji það ekki.

Margra alda eymd skildi Íslendinga eftir pasturslitla til líkama og sálar, flesta að minnsta kosti. Langstærstur hluti Íslendinga var öldum saman sárafátækur og vissi af því allan tímann að hans gat beðið það hlutskipti að verða boðinn niður, að sæta því hlutskipti að lenda hjá þeim bóndanum sem treysti sér til þess að taka við honum fyrir minnsta meðgjöf. Langt fram eftir síðustu öld lifði fólk sem hafði verið skilið frá móður sinni og systkinum við dauða föðurins og jafnvel að fjölskyldunni hefði verið skipt upp vegna örbirgðar. Sýn þessa fólks á fátækt og afleiðingar hennar var á þann veg við upphaf samfélagshjálpar nútímans, að aldrei mátti halla orðinu að þeim sem misnotuðu kerfið. Það gera alltof margir, þótt hvort tveggja gildi vonandi, að hópurinn sem misnotar sé lítill og aðeins örlítið brot af þeim sem búa við þann kost að þiggja aðstoð samfélagsins.

Almenningi blöskrar viðbrögð Ögmundar Jónassonar alþingismanns Vinstri grænna þegar skjólstæðingur hans var borinn út úr íbúð á vegum Félagsíbúða í Reykjavík. Vissulega hljómar illa að krabbameinssjúkur öryrki sé borin út úr íbúð. Enn verr lítur út þegar í ljós kemur að sá möguleiki kunni að vera fyrir hendi, að sjúkdómurinn hafi ekki látið á sér kræla síðan 1999 og skuldin sex milljónir. Aðspurður segir öryrkinn í DV að Ögmundur hafi bannað sér að tala við fjölmiðla. Það er úr takti við nútíma stjórnsýslu að alþingismenn séu með þessum hætti að grípa opinberlega fram fyrir hendur embættismanna og starfsmanna sveitarfélaga og annarra með þessum hætti. Hlutverk alþingismanna er að setja lög og gæta þess þá að farið sé eftir ákvæðum stjórnarskrár. Um hana talaði Ögmundur ekki svo lítið á liðnu vori og sumri.

Það skýtur skökku við, að varaformaður stjórnmálaflokks og formaður BSRB, skuli ganga fram fyrir skjöldu og hella sér yfir borgarstjórn Reykjavíkur og mælast til þess að ein af meginreglum stjórnarskrárinnar, jafnræðisreglan, skuli brotin fyrir persónulegan skjólstæðing. Liðin ein öld frá Heimstjórn og þjóðin orðin upplýst!

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli