Frétt

Stakkur 37. tbl. 2004 | 15.09.2004 | 09:10Verkfall grunnskólakennara?

Jæja, er komið að því eina ferðina enn? Þannig hafa margir talað undanfarna daga og enn fleiri láta eftir sér að hugsa á þennan veg. Hvað er fólk að tala um? – Ill veikindi? Nei, umræðan snerist um helsta ótta foreldra barna á aldrinum 6 til 15 ára. Kennarverkfall hefur blasað við með þeim hörmungum sem því fylgja, verði af því. Fleiri en marga grunar hafa sagt þá sögu af sambúð sinni og skólakerfisins, að hún hafi trosnað við verkföll kennara í grunnskóla og brostið er kennarar í framhaldsskóla fóru síðar í verkfall. Íslendingar mega eiga það, að hafa nokkurt álit á kennurum, sem tengist að sjálfsögðu því, að menntun er í hávegum höfð. Virðing foreldra skólabarna fyrir kennurum hefur á hinn bóginn ekki vaxið með endurteknum verkföllum. Þeim hefur mistekist að skýra bág kjör sín fyrir flestum foreldranna. Þeir gera þó ekki lítið úr kennurum, en skilja engan veginn þessa miklu þörf fyrir verkföll. Skólabörnin hafa enn minni skilning á ,,málefninu” og bera af því ótta.

Auðvelt er að sjá hvað veldur. Verkföll kennara bresta ævinlega á þegar verst stendur. Skólar hafa starfað í nærri mánuð af nýju skólaári verði af þessari óáran nú. Það er sérlega skondið ef tekið er tillit til þess að kennarar kvarta undan of mikilli sumarvinnu. Enn fyndnara er að sjá haft eftir forsvarsmönnum grunnskólakennara að fyrir viku áttu þeir enn eftir að skipuleggja verkfallsstjórn, sem skipuleggur og rekur verkfallið. Það er talað um þessa ómynd eins hvern annan rekstur. Fróðlegt væri að sjá hversu miklum fjármunum verkfall grunnskólakennara veltir. Sjóðirnir eru ótrúlega digrir. Dugi þeir ekki, má alltaf sækja meira fé í sjóði stéttarsystkina á Norðurlöndum. Deilan hefur snúist um vinnutíma, þótt ekki hafi deiluefnið verið almenningi með öllu ljóst.

Við þessar aðstæður fá hugmyndir um einkavæðingu og einkaframkvæmd byr undir báða vængi. Sveitarfélögin bera skylduna af því starfrækja grunnskóla. Við yfirvofandi verkfall er hún vissulega þungbær. Foreldrar sjá fram á aukin útgjöld og missi vinnu meðan verkföll kennara í grunnskólum standa. Atvinnulíf tapar starfsfólki úr vinnu í barnapössun. Í sumum tilvikum væru bæði fyrirtækin og fólkið tilbúin að greiða meira fyrir menntun barna starfsmanna sinna en með sköttum einum. Mörgum finnst kennarar halda sig í fílabeinsturni úreltra hugmynda. En mest gjalda börnin, viðskiptavinir skólana, fyrir verkföll. Er það annars ekki merkilegt, að í hvert skipti sem athygli er vakin á löngum leyfum kennara að sumrinu, um jól og páska skuli rísa upp margir talsmenn kennara og hamra á því hve heimskur almúginn sé, að sjá ekki alla vinnuna sem þeir inna af hendi á sumrum og í stórhátíðaleyfum?

Þá spyr þessi sami almúgi til baka. Af hverju fara þá kennarar ekki í verkfall á þessum mikla annatíma, sumrinu? Einnig myndi henta foreldrum og atvinnulífi betur að kennarar væru í verkfalli um jól eða páska. Þrýstingurinn á sveitarfélög og foreldra og börn í grunnskóla er þá mun minni og léttvægari. Enginn vill heldur vera launalaus á tíma sumarorlofa og stórhátíða, hvorki kennarar né aðrir launamenn. Fyrir löngu er tímabært að útrýma þessari ömurlegu verkfallshótun, sem reglulega vofir yfir börnum Íslands. Þar bera bæði kennarar og sveitarfélög mikla ábyrgð.

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli