Frétt

mbl.is | 08.09.2004 | 11:30Uggur vegna ráns á tveimur ítölskum konum í Írak

Vaxandi uggur er á Ítalíu vegna tveggja ítalskra kvenna sem unnu við hjálparstörf í Írak og var rænt þar af byssumönnum um hábjartan dag, er þær voru við störf á skrifstofu sinni, að því er BBC greinir frá. Hópur sem nefnir sig Ansar al-Zawahri, hefur lýst ábyrgð á mannránunum. Hópurinn rændi konunum, Simonu Pari og Simonu Torretta, ásamt tveimur Írökum.

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mun í dag ræða við formenn stjórnarandstöðuflokka eftir að hafa rætt um þörfina á „viðbrögðum er bæru vott um samstöðu.“ Neyðarfundur var haldinn í ríkisstjórn Ítalíu í gær vegna málsins.

Ítölum er enn í fersku minni dráp mannræningja í Írak á Enzo Baldoni, ítölskum blaðamanni, en hann var drepinn 26. ágúst síðastliðinn. Baldoni var annar Ítalinn sem drepinn var af mannræningjum í Írak, en ítölsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að hlíta kröfum mannræningja og fara með herlið sitt frá Írak.

Meira en 100 útlendingum hefur verið rænt í Írak frá því í mars 2003. Flestum hefur verið sleppt, en 25 hafa verið drepnir, þar á meðal ítalskur öryggisvörður að nafni Fabrizio Qattrocchi.

Konunum tveimur var rænt á þriðjudag úr húsi sem nokkrar hjálparstofnanir deila í miðborg Bagdad. Pari og Torretta, sem báðar eru 29 ára gamlar, eru fyrstu konurnar sem rænt er í Írak síðan japönsk kona var í hópi þriggja Japana sem mannræningjar héldu í vikutíma um miðjan apríl.

Um 20 byssumenn réðust inn á skrifstofur ítalskra mannúðarsamtaka sem konurnar unnu fyrir, rétt eftir hádegi að staðartíma. Talsmaður samtakanna sagði að þær Pari og Torretta hefðu unnið að því að koma súrefnisbirgðum og vatni á sjúkrahús og þá hefðu þær aðstoðað við uppbyggingu í skólum.

Sagðist hann hafa rætt við þær í síma á mánudag og þá hefðu þær lýst því að þær teldu sig algerlega öruggar í starfi sínu í Írak.

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli