Frétt

| 10.07.2001 | 10:33Sérhver drukkinn maður ...

Suðurland logaði í brennivínsóeirðum alla helgina. Og þá rifjaðist þetta upp: Fyrir nokkrum vikum reið mikil alda hneykslunar og vandlætingar yfir samfélagið vegna meintrar misnotkunar á börnum í auglýsingaskyni. Harðorðar ályktanir bárust frá félögum, greinar birtust í blöðum og svo framvegis og svo fór að auglýsingin sem uppnáminu olli var tekin úr umferð. Þetta var bjórauglýsing sem þóttist ekki einu sinni vera pilsnerauglýsing. Hún sýndi nokkra stráka með trésverð og leikur þeirra berst inn í garðinn hjá bráluðu konunni – minnir mig – ég man ekki hvort brotnar rúða, gert er bjölluat, tröðkuð blóm eða hvað gerist. Það má líka einu gilda. Þetta er minning.
Því nú kemur klipp. Nokkrir menn um fertugt sitja hlæjandi yfir bjórglasi. Við sjáum að þetta eru sömu mennirnir og skiljum á augabragði að hér eru æskuvinir að rifja upp skemmtilegar minningar úr bernsku “þegar margt var sér til gamans gert?. Auglýsingin höfðar til löngunar karlmanna að halda tengslunum við gömlu vinina, “hitta strákana?.

Auglýsingin er búraleg eins og karlmenn um og yfir fertugt eru gjarnan. Hún er meira að segja dálítið væmin eins og íslenskum auglýsingum hættir til að vera – en siðlaus? Hvernig þá? Er það svívirðileg misnotkun á æsku landsins að leyfa nokkrum guttum að príla yfir girðingar með trésverð í hendi? Ef við leiðum hjá okkur um stundarsakir að áfengisauglýsingar eru bannaðar samkvæmt lögum er erfitt að átta sig á þeirri miklu vanþóknun sem þessi meinleysislega en ögn væmna auglýsing olli. Engu var líkara en að fólk skildi auglýsinguna svo að verið væri að hvetja börn til bjórdrykkju – sem augljóslega er fráleitt. Hitt er sennilega öllu nær að bjór er þarna sýndur sem gleðigjafi hófsamra manna. Bjór er þarna settur í samband við leiki bernskunnar, sakleysi hennar, tímaleysi og litlu stórtíðindin, Paradís bernskunnar. Og það er ófyrirgefanlegt.

Fyllibytturnar og templararnir hafa bundist samtökum um að sýna áfengi einatt sem sambland af berserkjasveppi og ælumeðali. Sé leyfilegt að ræða áfengi á annað borð er það einvörðungu til að benda á bölið sem neysla þess veldur, en sé það sett í samband við góðar stundir í vinahópi – eins og það er notað af venjulegu fólki sem ekki er haldið drykkjusýki – virðist sem einhver óheyrileg svívirða sé framin.

Um auglýsingabann við áfengi er það hins vegar að segja að færa má nokkur rök fyrir því að eitt að því sem helst skorti í íslenskri umgengni við áfengi séu góðar fyrirmyndir um það hvernig maður eigi að neyta þess. Það sem blessuð börnin hafa fyrir augunum á samkomum og í heimahúsum þegar á að gera sér glaðan dag er sauðdrukkið fólk, slefandi, röflandi, rýtandi, kýtandi, gólandi og ælandi. Sum börn þurfa jafnvel að horfa upp á sína eigin foreldra umbreytast í framandi fólk fyrir tilverknað áfengis. Því að vissulega er það satt og rétt að drykkjusýki er þjóðarböl Íslendinga og hefur verið um aldir – en skyldi vera ráðið við þessum villimannlegu tilburðum og almenna brennivínsöngviti að banna áfengisauglýsingar?

Eru þær bannaðar?

Nei. Sérhver drukkinn maður á almannafæri er áfengisauglýsing, og flytur ungu fólki skilaboðin: Svona gerir maður þegar maður smakkar vín. En hvað er það sem við sjáum í opinberum áfengisauglýsingum? Ódrukkið fólk að drekka áfengi. Áfengi sett í samband við siðaðar samkomur. Áfengi sem gleðigjafi. Hófsemi sem helst í hendur við glaðværð.

Eru það óbærileg skilaboð?

Bjórauglýsingin um fertugu kallana er áreiðanlega ekki versta dæmið um samband auglýsinga og barna. Miklu verra er þegar börnin eru sjálf gerð að markhópi með kaldrifjuðum aðferðum. Kapp er lagt á að taka ráðin af foreldrum um það hvernig barnið skuli alið upp og reynt að ala á græðgi barnanna og gera þau sem fyrst að helsjúkum neytendum með taumlausri áherslu á merkjavarning sem á að koma í stað persónueinkenna. Nammiauglýsingarnar eru miklu betur til þess fallnar að ala upp alkóhólista framtíðarinnar en strákarnir með trésverðin, því að íslenska áfengisbölið liggur ekki í sjálfu áfenginu heldur því hvernig við neytum þess. Um leið og verið er að ala upp eindregna neytendur er verið að búa til fíkla: það er að segja fólk sem þarf á einhvers konar neyslu að halda til að líða ekki illa. Um þessar tegundir auglýsinga höfum við slíkan urmul dæma að segja má að það sé snar þáttur íslenskrar menningar að reyna að æra börn til að hafa fé út úr foreldrum þeirra. Ég minnist þess ekki að hafa séð athugasemdir frá félagasamtökum um slíkar auglýsingar. Engan hef ég séð amast við nýjustu herferð Búnaðarbankans á hendur börnum þar sem leitast er við að beina neyslu þeirra með þar til gerðu barnahagkerfi til tiltekinna fyrirtækja sem íþróttaálfu

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli