Frétt

Stakkur 36. tbl. 2004 | 08.09.2004 | 08:22Að horfa en sjá ekki

Fátt hefur hrist hastarlegar upp í þjóðfélaginu en lögin um breytingu á samkeppnislögum og útvarpslögum í vor og sumar. Sjaldan hefur orðið berara að íslenskir stjórnmálamenn á vinstri kantinum geta ekki skilið á milli fjölmiðlunar og pólitísks rétttrúnaðar. Undir yfirskini frelsis börðust fyrrum félagar úr Alþýðubandalaginu undir forystu núverandi forseta gegn því að um samkeppni fjölmiðla giltu almennar reglur, sem öllum væru ljósar um leið og þær væru gagnsæjar og skiljanlegar. Eftirtektarvert var hvernig alþingismenn, hvar í flokki sem þeir voru, er umræðan stóð sem hæst og hávaðinn var mestur, röðuðust í fylkingar. Engu skipti hvort um andstæðinga ríkisstjórnar eða meinta stuðningsmenn, eins Kristinn H. Gunnarsson, var að ræða. Fyrrum þingmenn Alþýðubandalagsins heitins létu mest gegn lögunum og með dyggum stuðningi fjölmiðla þeirra sem þá studdu, Norðurljósasamsteypunnar, var áróðurinn rekinn af mikilli heift.

Þeir stuðningsmenn Samfylkingar, sem komu úr Alþýðuflokknum létu lítið fyrir sér fara. Undantekning var þó formaðurinn Össur Skarphéðinsson, sem áður var ritstjóri Þjóðviljans og Alþýðubandalagslimur og reyndar náinn samstarfsmaður núverandi forseta lýðveldisins, áður en Össur söðlaði um og gekk í Alþýðuflokkinn. Þögn gömlu kratanna hrópaði hærra en hávaðinn í fyrrum Alþýðubandalagsfólkinu. Nú verður fróðlegt að fylgjast með því hvað ,,Alþýðubandalagið sáluga” segir um kaup Símans á Skjá Einum. Það ætti að verða landsbyggðinni fagnaðarefni að nú skapast möguleiki á því að dreifa blessuðu sparkinu um allt land með styrk Símans. En miðað við umræður á morgunvaktinni í Ríkisútvarpinu á mánudaginn var, má búast við gagnrýni á þessi kaup. Síminn er að mestu í eigu ríkisins, en er hlutafélag með aðild nokkurra annarra, sem eiga milli 2 og 3 prósent í félaginu. Eitt er þó ljóst, að þó ríkið eigi félagið nánast því að öllu leyti, er það hlutafélag, sem lýtur öðrum lögmálum en ríkisrekstur.

Óðinn Jónsson spurði Sturlu Böðvarsson, ráðherra og fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis, ítrekað hvort rétt væri að ríkisfyrirtæki stæði í slíkum kaupum. Var eins og hann áttaði sig ekki á því að hlutverk samgönguráðherra er ekki að segja fyrir verkum í hlutafélögum úti í bæ. Það getur ráðherrann ekki. Síminn lýtur sérstakri stjórn, sem ráðherra lýsti fullu trausti á. Hið eina sem ráðherra getur gert að óbreyttu eignarhaldi Símans er að losa sig víð núverandi stjórn á næsta aðalfundi. En það gerist vart miðað við ummæli hans á morgunvakt Ríkisútvarpsins. Eftirtektarvert var að heyra ráðherrann lýsa þeirri von sinni að víðtækt samstarf næðist um stafræna fjölmiðlun á Íslandi. Um það hafði Óðinn miklar efasemdir, ef rétt var skilið.

Alþingi kemur saman eftir rúmar þrjár vikur. Þá verður komin ný ríkisstjórn og nýr forsætisráðherra. Fróðlegt verður að sjá hvort ræður hefjist utan dagskrár um lög á fjölmiðla og hverjir muni eiga upptökin ef af verður. Það skal endurtekið hér að eftir nokkur ár mun enginn hugsandi maður skilja það undarlega ástand sem blossaði upp þegar ræddur var lagarammi um fjölmiðla og fjölmiðlun. Reyndar voru lög sett, en forseti lýðveldisins greip til þess ráðs að synja þeim staðfestingar og þau voru síðan numin úr gildi af Alþingi sjálfu. Þá skapaðist á ný grundvöllur fyrir kaupum Símans á Skjá Einum. Svona snúast málin á Íslandi.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli