Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 06.09.2004 | 20:46Má markaðsráðandi (ríkis) fyrirtæki auka umsvif sín?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Þær umræður sem hafa orðið vegna kaupa Símans á ríflega fjórðungs hlut í Skjá einum eru ákaflega athyglisverðar. Þær gagnrýnisraddir sem heyrast virðast vera af þrennum toga. Í fyrsta lagi er það gagnrýnt að fyrirtæki sem ríkið á að nær öllu leyti skuli fjárfesta í fyrirtæki einkarekstri sem starfar á samkeppnismarkaði. Í annan stað finna menn að því að fyrirtæki með markaðsráðandi stöðu fjárfesti með þessum hætti. Loks segja menn að nær hefði verið fyrir Símann að leggja fé í aðra þætti, svo sem eins og dreifikerfið út um landið.

Þessi rök eru umræðuverð. Meðal annars séð í pólitísku ljósi og einnig í samhengi við umræðuna sem hefur staðið undanfarið um samþjöppun á viðskiptamarkaði í tengslum við þingmálin sem ríkisstjórnarflokkarnir stóðu að og ætlað var að stuðla að valddreifingu á fjölmiðlamarkaði.

Óljós skil fjarskipta og fjölmiðlafyrirtækis

Augljóslega setur þetta stöðu ríkisfyrirtækis sem starfar á samkeppnisgrundvelli í skýrt ljós. Það hafa einmitt verið höfuðrökin fyrir því að einkavæða Landssímann að fyrirtækið gæti illilega starfað á samkeppnismarkaði, þar sem það á í samkeppni við fyrirtæki sem einstaklingar hafa byggt upp með sínum fjármunum. Það væri óhjákvæmilegt að upp kæmu árekstrar og þar sem spurt væri um réttmæti þess að ríkið væri annar aðilinn í slíkum átökum. Fyrir nú utan það að skilin á milli fjarskiptareksturs og fjölmiðlareksturs verða sífellt óljósari. Menn hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp í gegnum internetið, svo dæmi séu tekin og erfitt er að kveða upp úr um hvort þar væri á ferðinni fjölmiðlarekstur eða tölvurekstur. Reynslan hefur líka orðið sú að fjölmiðlafyrirtækin fjárfesta í fjarskiptafyrirtækum og öfugt. Þannig áttu til dæmis eigendur Stöðvar 2 í fjarskiptafyrirtækinu Tali sem síðar varð hluti af Og Vodafone.

Þeir sem harðast gengu fram

Kostulegt er líka að hlýða á þá aðila væla núna, sem harðast gengu fram gegn fjölmiðlafrumvörpum ríkisstjórnarinnar. Það er alveg ljóst að þessi fjárfesting Símans gengur gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar með fyrirhugaðri fjölmiðlalöggjöf. En hún er vitaskuld í samræmi við málflutning þeirra sem andmæltu löggjöfinni harðast. Má þar nefna eigendur og forsvarsmenn Norðurljósa, helsta fjölmiðlarisa landsins, stjórnarandstöðuna á Alþingi og fomann Blaðamannafélags Íslands. Þessir aðilar hafa enga stöðu til að gagnrýna fjárfestingu Símans. Samkvæmt kokkabókum þeirra hlýtur þessi fjárfesting að vera að hinu góða, stuðla að eflingu fjölmiðlunar og vera spurningu um lýðræði, málfrelsi, ritfrelsi og annað það sem til var tekið í umræðu vorsins.

Nú gleðjast andstæðingar fjölmiðlafrumvarpsins - eða hvað?

Gleymum því ekki um hvað þessi umræða snerist. Ríkisstjórnarflokkarnir höfðu áhyggjur af viðskiptalegri samþjöppun. Við vildum stuðla að dreifingu eignarhalds á því sviði samfélagsins sem viðkvæmast er út frá sjónarhóli grundvallarspurninga mannréttindaákvæða stjórnarskrárinnar. Við töldum ástæðu til að hafa áhyggjur af því að valdið yfir fjölmiðlunum kynni að safnast á fárra hendur. Við vildum því stuðla að eignadreifingu.

Andstæðingar málsins höfðu annað til málanna að leggja. Þeir færðu fyrir því rök að bráðnauðsynlegt væri að markaðsráðandi fyrirtæki ættu í fjölmiðlum. Tilslakanir okkar dugðu þeim ekkert. Við vildum leyfa markaðsráðandi fyrirtækjum að eiga 10 prósent. Það nægði ekki.

Samfylkingin vildi engin lög setja sem takmarkaði eignarhald. Þeim var því sama um hvort markaðsráðandi fyrirtæki í einum geira ætti fjölmiðlana með húð og hári. Aðaleigandi Norðurljósasamsteypunnar taldi rétt að reisa skorður, þannig að eignarhaldið gæti verið um 20 til 30 prósent. Einn starfsmanna hans, Róbert Marshall formaður Blaðamannafélagsins hefur gert þetta sjónarmið að sínu. Vinstri grænir sveiflast í þessu máli eins og vindhanar á burst. Það er ekki ómaksins vert að elta uppi skoðun þeirra. Hún ræðst af því hvað þeir telja að komi ríkisstjórninni verst.

En hvað með dreifikerfið út um land?

Svo hafa menn talað um að nær væri fyrir Símann að fjárfesta í dreifikerfi sínu. Ekki er þetta nú alveg svon einfalt. Þvert á móti má færa fyrir því rök að þessi fjárfesting flýtti fyrir uppbyggingu Símans í dreifkerfi sínu, eins og forstjóri Símans hefur bent á.

Það er svo annað mál að aðaleigandi Símans ætti að beita valdi sínu til þess að knýja á um fjárfestingu í dreifikerfinu úti um landið. Bæði til gagnaflutninga og vegna GSM símans. Það mætti til dæmis gera með því að Síminn legði fram fjármuni til tafarlausrar uppbyggingar á fjarskiptum, jafnvel þó það yrði til þess að minna fengist fyrir eignarhlutinn í fyrirtækinu þegar til sölunnar kæmi. Þetta væri sjálfstæð ákvörðun og alveg sjálfsögð.

Það breytir því hins vegar ekki að Síminn er í samkeppnisrekstri og forsvarsmenn hans hafa þá skyldu að leggja fé til þeirra hluta sem skynsamlegust er út frá rekstrarlegum forsendum. Þar á bæ hljóta menn að fjárfesta í því sem gefur þeim arð og lög heimila. Sé það á annað borð arðvænlegt að eiga í Skjá einum þá verður það ekki til þess að minna sé hægt að leggja til annarra verka, svo sem uppbyggingu dreifikerfis. Þvert á móti. Það getur einmitt stuðlað að því að fyrirtækið verður betur búið í stakk til slíkra verka.

Tökum dæmi í þessu sambandi úr annarri atvinnugrein sem sýnir að fjárfesting á einu sviði getur leitt til þess að fyrirtæki verða betur fær um að fjárfesta á öðru sviðoi.

Fjárfestingar bankanna í öðrum þáttum en hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi hafa reynst þeim ábatasamar. Þess vegna geta þeir núna lækkað vexti og stuðlað að betri kjörum í hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi. Peningar bankanna sem voru lagðir í þessa hluti voru þess vegna ekki teknir út úr viðskiptabankastarfseminni, heldur urðu til þess að efla þann hluta þegar fram í sótti.

Ríkiseignin er hamlandi - segir VG

Þess utan verða fyrirtæki - einnig ríkisfyrirtæki - stöðugt að hyggja að vænlegum viðskiptatækifærum til þess að styrkja stöðu sína. Þeir sem mótmæla slíku, eins og formaður Vinstri grænna gerði í gær, eru vitaskuld að segja að ríkiseign á fyrirtækjum sé hemill á starfsemina og verði fyrirtækinu dragbítur. Það er sannarlega rétt. Ríkiseign á fyrirtækjum er hamlandi fyrir reksturinn. Um það er almenn sátt í hinum vestræna heimi og þess vegna er verið að draga ríkið út úr atvinnurekstri víða um heim. En það eru óneitanlega tíðindi að slíkar yfirlýsingar berist þjóðinni úr munni formanns Vinstri Grænna. Kannski að einkavæðingunni hafi nú bæst óvæntur liðsauki.

Einar K. Guðfinnssonekg.is

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli