Frétt

bb.is | 06.09.2004 | 16:49Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga vill stóriðju á Vestfirði

Guðni Geir Jóhannesson.
Guðni Geir Jóhannesson.
Guðni Geir Jóhannesson, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og formaður bæjarráðs Ísafjarðar, sagði í ræðu sinni við setningu fjórðungsþings að tími sé kominn til að Vestfirðingar hugi að stóriðnaði innan svæðisins. Hann segir að ekki megi útiloka neina kosti fyrirfram í þeim efnum. Ekkert hefur komið út úr viðræðum við ýmis náttúruverndarsamtök að undanförnu um uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Í ræðu sinni á fjórðungsþingi ræddi Guðni Geir um íbúaþróun undanfarinna ára á Vestfjörðum og sagði meðal annars: „Ef horft er til íbúaþróunar á Vestfjörðum má segja að svæðið standi á ákveðnum tímamótum. Íbúar á Vestfjörðum voru þann 1. desember síðastliðinn 7.837. Verulega hefur dregið úr fækkun íbúa á síðasta ári miðað við þróun síðustu 10 ára.

Slíkt er ánægjuefni, en um leið verður að benda á að aldurssamsetning hefur breyst á sama tímabili, með hlutfallslegri fækkun í yngsta aldurshópnum og íbúum á aldrinum 25 til 40 ára. Að óbreyttu blasir því við að fækka muni hratt á svæðinu eftir um 15 til 20 ár með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ég hef hinsvegar þá trú að þessi breyting í þróun fólksfjölda á síðustu árum sé vísbending um að ákveðið tækifæri sé nú fyrir hendi til þess að breyta þessari þróun. Því þurfa ríkisvald og sveitarfélög án frekari tafa, að snúa bökum saman til þess að beita þeim aðgerðum, sem þeim er megnugt að stýra, til að styrkja og leiða fram breytingar í umhverfi samfélaganna og atvinnulífsins sem leiðir til fjölgunar íbúa á ný. Með því að setja fram nýja og raunsæa framtíðarsýn í stuðningi við atvinnulíf og samfélög, bættum samgöngum og eflingu sveitarfélaganna, má styrkja trú íbúanna á framtíð svæðisins.“

Þá ræddi Guðni Geir um framkvæmdir á öðrum stöðum á landinu. „Skýrasta dæmið nú um stundir er sú umbylting sem nú á sér stað á Austurlandi og áframhaldandi áhugi fyrir uppbyggingu á Norðausturlandi og ekki er séð fyrir endann á uppbyggingu stóriðju við Hvalfjörð. Áhugi fjárfesta hefur verið mestur til nýtingar raforku til málmbræðslu og vinnslu málma og hafa stjórnvöld um áratuga skeið lagt þar mikið til í formi vinnu og fjármuna auk aðkomu orkufyrirtækja. Það er því áleitin spurning fyrir Vestfirðinga hvort ekki eigi að skoða möguleika á stóriðnaði innan svæðisins. Þó ekki annað en að þar kæmi til möguleiki til samanburðar við aðra valkosti svo sem fiskeldi, ferðaþjónustu, opinbera þjónustu, eflingu háskólanáms og rannsókna svo eitthvað sé nefnt. Slík umræða myndi einnig vekja til lífsins þá aðila sem vilja sjá nýtingu landsins á annan hátt. Þetta er ekki sagt til þess að kasta rýrð á þessa aðila, því Fjórðungssambandið hefur verið í viðræðum við aðila eins og Landvernd og áhugahópa sem byggja á hugmyndum um náttúruvæna atvinnustarfsemi. Þær viðræður þurfa að halda áfram, en ljóst er að ef ræða á við erlenda fjárfesta á þessu sviði, þá þarf mun meira fjármagn til þess að leita uppi, meira heldur en Fjórðungssambandið, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og áhugasamtök sem vinna að umhverfismálum, ráða yfir í dag.“

Þessi ummæli Guðna Geirs vekja óneitanlega athygli. Ekki einungis vegna þess að þarna talar formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga og formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, heldur vegna þess að þarna talar einn umsvifamesti atvinnurekandi á sviði ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Aðspurður segir Guðni Geir brýnt að skoða öll tækifæri sem bjóðast og ekki megi útiloka neitt fyrirfram. „Ég er ekki endilega að óska eftir álveri hingað. Við megum samt ekki loka augunum fyrir þeirri staðreynd að mikill áhugi hefur verið meðal fjárfesta á uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi. Á meðan svo er getum við ekki setið með hendur í skauti og útilokað slíkan iðnað hér. Við verðum að horfa til allra möguleika í uppbyggingu. Bjóðist álver höfum við ekki efni á því að neita fyrirfram slíkum kosti.“

Undanfarin ár hefur mikil orka farið í umræðu um uppbyggingu ferðamannaiðnaðar á Vestfjörðum. Aðspurður um það hvort ekki sé um stefnubreytingu að ræða segir Guðni Geir svo ekki vera. „Við höfum lagt mikla orku í uppbyggingu ferðaþjónustunnar en það hlýtur öllum að vera ljóst að hún getur aldrei orðið burðarás í atvinnulífi hér um slóðir nema að fólki eigi eftir að fækka ennþá frekar. Því vil ég finna leiðir til að þessir atvinnuvegir geti farið saman. Þessar hugmyndir mínar eru ekki settar fram til höfuðs einum eða neinum. Þær eru hinsvegar settar fram í þeirri vissu að í þessum landshluta verði hægt í samvinnu við stjórnvöld að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf eins og gert hefur verið í öðrum landshlutum. Ég vil ekki taka frá öðrum en óska eftir því að stjórnvöld komi að uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Vestfjörðum eins og gert hefur verið á öðrum stöðum á landinu.“

Fyrir nokkrum misserum síðan lýstu ýmis náttúruverndarsamtök yfir vilja sínum til þess að koma að uppbyggingu náttúruvænnar atvinnustarfsemi og hefur Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar rætt við ýmis samtök um þau mál. Guðni segir að því miður hafi þær viðræður ekki enn skilað neinum árangri. „Það hafa verið viðraðar ýmsar hugmyndir í þeim viðræðum en því miður hefur ekki tekist að koma auga á neinn þann aðila sem tilbúinn er að fjármagna slíkar hugmyndir. Þessar viðræður verða hinsvegar að halda áfram því við verðum að skoða alla kosti sem í boði eru til atvinnuuppbyggingar ef takast á að snúa byggðaþróun við í þessum landshluta.“

Guðni segir að þessar hugmyndir sínar hafi ekki skapað mikla umræðu á þinginu að þessu sinni, en orð séu til alls fyrst.

hj@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli