Frétt

bb.is | 06.09.2004 | 13:00Enski boltinn í óvissu á Patreksfirði og í Bolungarvík?

Á föstudag var tilkynnt um kaup Símans á hlutafélaginu Fjörni sem á 100% í Íslensku sjónvarpi sem á sýningarréttinn á enska boltanum og um fjórðungshlut í Íslenska sjónvarpsfélaginu sem starfrækir Skjá 1. Í tilkynningu Símans til Kauphallar Íslands í morgun segir að um þessar mundir sé Síminn að undirbúa tilraun með dreifingu á stafrænu sjónvarpi um koparkerfið með DSL tækni. Þá segir að tilraunin hefjist í september og að sú aðferð þýði í raun miklu meiri útbreiðslu á stafrænu sjónvarpi en verið hefur á Íslandi.

ADSL kerfið nær til 92% þjóðarinnar eða til yfir 90 þúsund heimila á meðan núverandi sjónvarpsþjónusta Símans, Breiðbandið, nær til 35.000 heimila. Þeir sem tengjast munu stafrænu sjónvarpi í gegnum ADSL ættu kost á útsendingum á þeim 40 stöðvum sem eru aðgengilegar á Breiðbandinu. Þessi eigendaskipti á útsendingarréttinum á enska boltanum geta þýtt að innan skamms verði útsendingarnar í læstri dagskrá.

Í haust hófust útsendingar á enska boltanum á Skjá-1 og hefur stöðin auglýst mjög grimmt að áhorfendur geti notið þessa vinsæla efnis án endurgjalds. Þar sem Skjár-1 hefur frekar litla útbreiðslu á Vestfjörðum hófu áhugamenn um enska boltann fjársöfnun í Bolungarvík og á Patreksfirði með það fyrir augum að fjármagna að hálfu kaup á sjónvarpssendum fyrir Skjá-1 og tryggja með því að íbúar þessara staða getið séð útsendingar sjónvarpsstöðvarinnar. Bæjarráð Vesturbyggðar hefur þegar samþykkt að leggja 200 þúsund krónur til söfnunarinnar á Patreksfirði sem og á Bíldudal verði safnað þar líka.

Geir Gestsson, einn af upphafsmönnum söfnunarinnar á Patreksfirði, segir að fréttir föstudagsins hafi komið mjög á óvart. „Forsvarsmenn Skjás-1 hafa sagt að stafræn tækni væri í farvatninu innan 3-5 ára þannig að við sem að söfnuninni stóðum töldum að með uppsetningu sendisins værum við að tryggja aðgang að þessu efni þann tíma. Við höfum verið í stöðugu sambandi við sjónvarpsstjóra Skjás-1, nú síðast á föstudagsmorgun.“

Geir segir að sendir hafi ekki verið pantaður en vonar að það verði gert á næstu dögum. Aðspurður um það hvort tíðindi þess efnis um að hugsanlega færist enski boltinn í læsta dagskrá breyti ekki forsendum fyrir uppsetningu sendisins, segir Geir svo ekki vera. „Ég tel að með uppsetningu sendisins séum við að tryggja endurgjaldslausar útsendingar í að minnsta kosti einn vetur. Hver einstaklingur er að leggja 6 þúsund krónur til söfnunarinnar og því tel ég að þetta borgi sig. Við viljum sækja fram á landsbyggðinni og draga til okkar þá þjónustu sem við eigum möguleika á. Þessar útsendingar eru hluti af því. Þessi kostnaður er bara hluti af þeim kostnaði sem fylgir því að byggja upp þjónustu á landsbyggðinni. Með kaupum á sendinum staðfestum við þann vilja okkar að njóta alls þess sem aðrir eiga kost á og með því sendum við nýjum aðilum á markaðnum skýr skilaboð um að hér er áhugaverður markaður.“

Baldur Smári Einarsson einn af forvígismönnum söfnunarinnar í Bolungarvík sagðist ekki geta sagt um hvaða afleiðingar þessi kaup Símans á útsendingarréttinum á enska boltanum hefðu á þeirra áætlanir. „Við munum bíða átekta næstu daga og reyna að átta okkur á því hvað er að gerast á sjónvarpsmarkaðnum“, segir Baldur.

Bæði Geir og Baldur sögðu að ekkert af söfnunarfénu hefði ennþá verið greitt til Skjás-1. Það yrði ekki gert fyrr en sendarnir væru komnir á sinn stað.

Hvorki náðist í Evu Magnúsdóttur kynningarfulltrúa Símans né Magnús Ragnarsson sjónvarpsstjóra Skjás-1 í morgun.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 09:01 Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með frétt Óboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli