Frétt

bb.is | 03.09.2004 | 07:18Sindraberg og framleiðsla þess sýnd í vinsælum þýskum sjónvarpsþætti

Sushiverksmiðjan Sindraberg á Ísafirði.
Sushiverksmiðjan Sindraberg á Ísafirði.
Á Þriðjudag verður á þýsku sjónvarpsstöðinni ProSieben sýndur þáttur sem tekinn var upp í sumar í Sindrabergi ehf. á Ísafirði. Í þættinum er framleiðsla fyrirtækisins kynnt og fylgst með því hvernig sushi verður til. Þátturinn, sem heitir Galileo, er nokkurs konar lífstílsþáttur og er efni hans aflað víða. Hann er sýndur á hverjum degi á stöðinni á besta útsendingartíma og endurtekinn að morgni. Við þáttinn starfa um 20 teymi við efnisöflun. Hingað komu 3 starfsmenn í sumar ásamt fulltrúum tveggja kaupenda og voru þeir við tökur í þrjá daga í verksmiðju Sindrabergs, fiskvinnslu- og rækjuverksmiðju Bakkavíkur auk þess sem þeir fóru í sjóróður á hraðfiskibátnum Sigga Bjartar.

Afraksturinn er tólf mínútna fræðsluþáttur um verksmiðjuna og framleiðsluferli sushi, allt frá því að fiskurinn er veiddur þar til hann er orðinn að tilbúnu sushi. Megináherslan er lögð á ferskleika hráefnisins og öryggi framleiðslunnar. Í kynningu þáttarins á heimasíðu sjónvarpsstöðvarinnar er fjallað nokkuð um sushi og er það kallað hinn japanski skyndibiti sem framleiddur er í fiskibænum Ísafirði. Um heilnæmi þess er einnig fjallað og m.a. sagt að 250 gr. af því innihaldi aðeins 1,8 gr. af fitu og til samanburðar nefnt að hamborgari af sömu þyngd innihaldi hvorki meira né minna en 62,5 gr. af fitu.

Elías Jónatansson framkvæmdastjóri Sindrabergs ehf. segir þennan þátt nokkra viðurkenningu fyrir fyrirtækið og framleiðslu þess. Hann segir ástæðu þess að sjónvarpsmennirnir komu hingað vera þá að einn af umsjónarmönnum þáttarins, Claudia Mayer, keypti sushi-bakka frá Sindrabergi og líkaði vel. „Í framhaldinu fór hún að velta því fyrir sér hvar í Þýskalandi þessi vara væri framleidd. Hún komst að því að varan kom frá Ísafirði. Áhuginn var kviknaður og hún kom svo hingað ásamt tveimur myndatökumönnum“, segir Elías.

Sem dæmi um áhrifamátt þáttarins í Þýskalandi nefnir Elías að þegar einn af viðskiptavinum verksmiðjunnar þar í landi frétti af málinu sendi hann mann til Ísafjarðar til þess eins að reyna að tryggja að í verksmiðjunni væri verið að framleiða undir hans vörumerki þegar upptökur færu fram.

Aðspurður hvort í kjölfar þáttarins geti sala aukist segist Elías vera hóflega bjartsýnn. „Þessi rekstur hefur kennt okkur að góðir hlutir gerast hægt. Þetta er búið að vera mjög erfitt og markaðssetning er ákaflega tímafrek og kostnaðarsöm. Sérstaklega þegar er verið að kynna nýja framleiðsluaðferð eins og við erum í raun að gera. Það hefur verið hægur stígandi í sölunni og auðvitað vonum við að þessi mikla og góða kynning hafi áhrif. Þarna er í raun um að ræða kynningu sem við hefðum aldrei efni á að kaupa í sjónvarpi. Hvað gerist í kjölfarið verður að koma í ljós“, segir Elías.

Sjónvarpsstöðin ProSieben sést vel á ýmsum þeim gervihnöttum sem nást á Íslandi og eiga fjölmargir því kost á að sjá þáttinn Galileo þegar hann verður sýndur á þriðjudag kl. 17.25 að íslenskum tíma. Hann verður síðan endursýndur að morgni miðvikudags kl. 5.40.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 11:43 21 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt 26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli