Frétt

mbl.is | 02.09.2004 | 08:11Yfirlýsing frá Ívari Ingimarssyni

Morgunblaðinu barst í gær yfirlýsing frá Ívari Ingimarssyni, landsliðsmanni í knattspyrnu, sem leikur með enska 1. deildar liðinu Reading: „Þann 20. ágúst s.l. hringdi ég í Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfara og tilkynnti honum að ég gæfi ekki kost á mér í landsliðið a.m.k. á meðan það væri undir stjórn hans og Loga Ólafssonar. Ásgeir reyndi ekki að telja mér hughvarf á nokkurn hátt enda hefði það ekki verið til neins heldur svaraði því til að það þyrfti ekki að útbúa neina opinbera yfirlýsingu um þetta,...ekki nema ég vildi. Ég sagði honum að það væri ekki ætlun mín.

Nokkrum dögum síðar hringdi Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ í mig og áttum við mjög gott samtal. Ítrekaði ég við hann aðspurður að það væri ekki ætlun mín að gera nokkurt mál úr þessari ákvörðun minni. Þar sem aðstoðarlandsliðsþjálfarinn Logi Ólafsson hefur undanfarna daga tjáð sig nokkuð frjálslega um samtal okkar Ásgeirs sé ég mig knúinn til þess að koma mínum sjónarmiðum á framfæri:

Ég var fyrst valinn í landsliðið fyrir 6 árum. Á þessum 6 árum hef ég leikið 16 landsleiki. Ég sætti mig fullkomlega við það fyrstu árin að verma varamannabekkinn en hélt að frammistaða mín með liði mínu í Englandi myndi á endanum fleyta mér í byrjunarliðið. Þrátt fyrir að máttarstólpar í vörninni hafa verið að hætta s.s. Eyjólfur Sverrisson og Guðni Bergsson hefur mér ekki tekist að festa mig í sessi í byrjunarliðinu. Það er greinilegt að þeir treysta öðrum mönnum betur en mér og við því er að jafnaði ekkert að segja.

Ég lýsti yfir óánægju minni með að mér væri ekki treyst við Ásgeir í Færeyjum á s.l. ári. Hann sagði að hann og Logi hefðu fylgst vel með öðrum varnarmönnum, séð allt að 10 leiki með sumum þeirra, og teldu þá hafa átt góða leiki með sínum félögum. Ég spurði því eðlilega hve marga leiki þeir hefðu séð mig leika af þeim 160 leikjum sem ég hafði þá leikið sem atvinnumaður.

Annar þeirra hafði séð einn leik áður en hann varð landsliðsþjálfari - hinn engan. Það eina sem ég bað um í Færeyjum var að þeir kæmu og sæju mig spila með mínu liði. Bærinn Reading er nánast við hlið Heathrow-flugvallar við London, svo það ætti ekki að vera mikið mál. Ásgeir lofaði því að koma fljótlega á leik með mér. Síðan þetta loforð var gefið hef ég spilað u.þ.b. 40 leiki með mínu liði. Hef verið þar fastamaður væntanlega vegna þess að ég hef verið að standa mig vel. Hvorki Ásgeir né Logi hafa séð sóma sinn í því að koma og sjá mig spila.

Þegar ég er síðan ekki í liðinu á móti Ítalíu fæ ég engar útskýringar, það er ekkert sagt. Þá tók ég loks þessa ákvörðun sem hafði legið í loftinu af minni hálfu í u.þ.b. ár.

Enska fyrsta deildin er mjög krefjandi deild. Mér er sagt að hvað áhorfendasókn varðar sé þetta 5. stærsta deildin í Evrópu. Leikjaálagið er gífurlegt og lítið um frí. Þegar þau koma eru gjarnan landsleikir. Ég hef ávallt verið stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd og lagt á mig ómæld ferðalög og erfiði til þess að leggja mitt af mörkum. Nú hef ég tekið þá ákvörðun, þar sem mér er ekki treyst, að í stað þess að ferðast með landsliðinu á ofangreindum forsendum að einbeita mér heldur að því að spila enn betur með mínu félagsliði sem telur mig nægilega góðan til að spila í einni erfiðustu deild í Evrópu. Landsleikjafríin ætla ég að nota til þess að vera með ungri fjölskyldu minni. Núverandi landsliðsþjálfarar geta því valið einhvern inn í hópinn sem þeir telja framtíðarmann.

Ákvörðun mín beinist ekki að neinum ákveðnum leikmönnum þrátt fyrir tilraunir Loga Ólafssonar til þess að persónugera þessa ákvörðun mína. Ég hef hins vegar auðvitað metnað og tel mig eiga heima í liðinu. Ef ég tel mig ekki nægjanlega góðan hvers vegna ættu aðrir þá að telja mig vera það? Að lokum óska ég leikmönnum landsliðsins, þjálfurum og forsvarsmönnum alls hins besta í komandi leikjum og veit að þeir eiga eftir að standa sig vel.“

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli