Frétt

Stakkur 35. tbl. 2004 | 01.09.2004 | 13:17Gott ferðasumar og framtíðin

Rétt er að leita allra leiða til þess að auka atvinnu. Vestfirðingar sækja fram með ferðaþjónustu. Er það vel. Meira þarf til að treysta grunn ferðamennsku og herða á faglegum kröfum. Það miðar stöðugt í rétta átt. Eitt fyrirtæki stendur sig með mikilli prýði. Aðrir eru ekki lastaðir. Forsvarsmenn Hótels Ísafjarðar hafa sýnt mikinn metnað og náð að vinna hótelinu góðan orðstír. En þá vantar tvennt. Öruggar samgöngur þarf til að nýting verði góð í ráðstefnuhaldi. Þar í eru fólgnir miklir möguleikar, takist vel til. Einnig vantar annað stórt hótel, af svipaðri stærð, á Vestfjörðum. Það mun styrkja tilvist beggja. Ferðamönnum fjölgaði þegar á leið sumarið og er það mörgu að þakka. Afþreying er stór þáttur þegar kemur að því að fólk ákveði hvert það vill fara og hvar það vill dvelja. Hátíðir efla ferðaþjónustu. Ber að þakka Súðvíkurhátíðina og minningu heimastjórnar.

Báðar vöktu þær athygli á Vestfjörðum og sýndu mannlíf hér í björtu ljósi. En það er stöðug vinna að fanga athygli ferðafólks. Þá er vert að hafa í huga að afþreying hvers konar skiptir æ meira máli í efnahagslífi íbúa Vesturlanda. Ferðalög eru stór hluti hennar og tengd tómstundaiðja mikilvægari en orð fá lýst. Fáir koma um langan veg til þess að gista á hóteli og iðka iðjuleysi. Söfn leika stórt hlutverk í ferðaþjónustu. Það gleymist samt að starfsemi þeirra verður að vera lifandi. Vel hefur tekist að gæða Byggðasafnið á norðanverðum Vestfjörðum lífi. En tvinna þarf alla þætti saman, sögu, menningu og hreyfingu. Menningargöngur geta orðið stærri hluti af afþreyingu á Ísafirði. Mörgum sem til Ísafjarðar koma í fyrsta sinn finnst mikið til húsagerðar og skipulags byggðar á Eyrinni.

Söguna er nauðsyn að kynna, örva skilning og vekja frekari áhuga á þeim mikla fjársjóði sem sagan geymir á Ísafirði og í öðrum kauptúnum og kaupstað á Vestfjörðum. En í hraða nútímans eru fáir vísindamenn á orlofsferðum sínum. Sagnfræðingar og safnverðir eiga erfitt en ánægjulegt verk fyrir höndum. Vel hefur tekist til í nýja safnahúsinu á Ísafirði. Sýningar vekja athygli og draga fólk að. Eitt leiðir af öðru. Einn lítill þráður menningar leiðir forvitinn að öðrum og svo vinda þeir upp á sig þræðirnir. Á endanum verður til sterk taug, sem dregur áhugasama að. Oft er rætt um sérstöðu Vestfjarða. Í þeim efnum á að halda því á loft, að Ísafjörður var lengi á nítjándu öld heimsborg með bein tengsl við höfuðborg Íslendinga, Kaupmannahöfn.

Þar sátu Íslendingar og skópu sögu hins nýja Íslands, sem fékk Alþingi 1845, stjórnarskrá og fjárveitingavald 1874, heimastjórn 1904 og sjálfstæði 1918. Allir þessir áfangar tengjast þeirri vinnu, sem útlaginn Jóns Sigurðsson vann með hagsmuni þjóðar sinnar að leiðarljósi. Hann var ekki einn. Þessum þáttum sögunnar og tengslum við Ísland verður að gera glögg skil og einkum tengslunum við Ísafjörð og Vestfirði. Til þess þarf aðra nálgun en hina hefðbundnu. Vestfirðingar eiga þess kost að skapa sér vettvang margs góðs ferðasumars framtíðarinnar og færa ferðalög yfir á veturinn, nái þeir föstum tökum á þessu viðfangsefni

Engu að síður fögnum því sem vel hefur verið gert. Setjum markið hátt. Gerum Ísafjörð að menningarbæ ferðalangsins og veitum honum nýja sýn í sögu þjóðarinnar. Vestfirðingar mun allir njóta góðs af, reyndar Íslendingar allir.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli