Frétt

| 28.03.2000 | 11:27Steinunn á verðlaunapall

Steinunn Magnúsdóttir.
Steinunn Magnúsdóttir.
Steinunn Magnúsdóttir úr Bolung-
arvík, nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði, komst um helgina á verðlaunapall í árlegri keppni íslenskra framhaldsskóla í ljóðaflutningi á frönsku. Fulltrúar Framhaldsskóla Vestfjarða / Menntaskólans á Ísafirði hafa alltaf unnið til verðlauna í keppninni þegar þeir hafa verið meðal þátttakenda. Brynjar Viborg hefur kennt frönsku við skólann um árabil.
Keppnin fór fram á sal Menntaskólans í Reykjavík á laugardag en hún er haldin á vegum Franska sendiráðsins og Félags frönskukennara. Hún er í því fólgin, að valdir nemendur flytja bókarlaust ljóð á frönsku sem þeir hafa sjálfir valið í samráði við kennara sinn. Dómnefnd velur síðan þá bestu úr hópi nemenda. Tveir hinir bestu hljóta Frakklandsferð en aðrir fimm komast á verðlaunapall og fá veglegar orðabækur.

Þetta er í fjórða sinn sem keppnin fer fram og í þriðja sinn sem Framhaldsskóli Vestfjarða / Menntaskólinn á Ísafirði sendir fulltrúa sinn þangað. Alls tóku nú þátt í keppninni tuttugu nemendur frá ellefu skólum. Reyndar er lítið um að skólarnir utan Reykjavíkursvæðisins skrái sig til þátttöku. Í þetta sinn voru þeir aðeins fjórir: Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli Vesturlands og Fjölbrautaskóli Suðurnesja.

Fulltrúi Vestfjarða í ár var Steinunn Magnúsdóttir úr Bolungarvík, nemandi í 3. bekk, og skilaði verðlaunasæti þótt ekki fengi hún Frakklandsferð. Það sem vekur athygli meðal aðstandenda keppninnar er að Menntaskólinn á Ísafirði hefur hingað til alltaf átt fulltrúa á meðal efstu keppenda, eini framhaldsskólinn á landinu fyrir utan Menntaskólann í Reykjavík. Í fyrsta sinn í ár fór keppnin þannig fram að dómnefnd var ekki kunnugt um úr hvaða skóla keppendnur voru.

Fyrir þremur árum var Hilmar Magnússon frá Ísafirði í hópi verðlaunahafa og Helga Magnúsdóttir frá Ísafirði í fyrra. Það hefur einnig vakið athygli, að hér er alltaf um Magnúsarbörn að ræða þótt ekki séu þau systkini.

Sigur í keppninni er metnaðarmál bæði skóla og kennara og ýmsir leggja í það mikla vinnu að undirbúa nemendur til keppninnar. Í ár vakti sérstaka athygli að nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti hlutu þrjú verðlaunasætanna (þar á meðal Frakklandsferð) og þykir það benda til þess að frönskudeildin þar sé nú í fremstu röð ásamt deildinni í Kvennó sem átti tvö af verðlaunasætunum. Hinir skólarnir sem unnu til verðlauna, MR og Menntaskólinn á Ísafirði, staðfestu hins vegar það sem menn vissu áður um getu nemenda þeirra. Ekki er laust við að stærri skólarnir í Reykjavík séu orðnir hálfþreyttir á að bíða lægri hlut fyrir Vestfirðingum.

bb.is | 26.09.16 | 13:23 Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með frétt Það er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:37Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með fréttDr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði í prófkjörinu

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði í prófkjörinu og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli