Frétt

| 06.07.2001 | 09:41Djúpur ágreiningur

Í aðdraganda þess að sett voru lög á kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna hefur verið mikill ágreiningur meðal sjómanna. Flestir sjómenn eru ósáttir við Vélstjórafélagið og sér í lagi við formanninn Helga Laxdal. Eins er mikill ágreiningur innan Sjómannasambandsins. Þar takast á fulltrúar tveggja stærstu félaganna, Sjómannafélags Eyjafjarðar og Sjómannafélags Reykjavíkur. Formenn þeirra félaga gegna lykilhlutverkum í stjórn Sjómannasambandsins. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, er varaformaður Sjómannasambandsins og Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er gjaldkeri sambandsins. Visir.is greindi frá.
Eftir að Vélstjórafélagið og útvegsmenn gerðu samning og engum duldist lengur að sett yrðu lög á aðra sjómenn kom fram ágreiningur innan Sjómannasambandsins. Öll félög þess, að Eyfirðingum frátöldum, samþykktu að aflýsa verkfalli og gera ríkisvaldinu erfiðara með að setja lög á deilu - deilu sem þeir höfðu horfið frá. Konráð Alfreðsson og hans félagsmenn voru ekki samtiga og hélt verkfallinu áfram. Þegar sú afstaða lá fyrir upphófust miklar deilur innan sambandsins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins, átti samtal við Konráð vegna þessa máls. það er einmitt vegna tengsla Konráðs við Framsóknarflokkinn sem talið er að hann hafi ekki verið samstiga félögum sínum innan Sjómannasambandsins. Konráð var sakaður um að hafa gengið erinda flokksins frekar en sinna félagsmanna. Ekki er séð hvern endi þessar deilur fá.

,,Ég er beittur órétti og Sjómannafélag Eyjafjarðar er beitt órétti," sagði Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, þegar hann var inntur eftir þeim ummælum sem fallið hafa vegna ákvörðunar Sjómannafélags Eyjafjarðar að aflýsa ekki verkfalli í kjarabaráttu sjómanna og útvegsmanna. Sagði Konráð að allur þessi tilbúnaður sem búinn væri að vera í kringum þetta mál hafi skaðað kjarabaráttu sjómanna.

,,Þeir höfðu nú ekkert fyrir því, þessir ágætu menn hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur, að spyrjast fyrir um þessa ákvörðun okkar en vissu samt af henni þremur dögum fyrir lagasetninguna, en ekki 10-15 klukkustundum eins og komið hefur fram í umræðunni. Ég hafði þá þegar sett málið í hendur samninganefndar Sjómannafélags Eyjafjarðar, því ég taldi mig ekki vera þess umkominn að taka þessa ákvörðun einn. Samninganefndin tók síðan ákvörðunina um að aflýsa ekki verkfalli."

Konráð segist ósáttur við ummæli Birgis Björgvinssonar hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur þar sem Birgir segist sjá tengsl milli Samherja og Sjómannafélags Eyjafjarðar. ,,Mér finnst þessi ummæli Birgis með ólíkindum þar sem hann segir sig gruna að Samherji hafi einhver tök á Sjómannafélagi Eyjafjarðar og að pólitíkin spili eitthvert stórt hlutverk. Ég er ekki að vasast í landspólitík, það er langur vegur frá því. Ég er hins vegar í bæjarpólitíkinni hérna heima og er framsóknarmaður. Ég veit ekki betur en Birgir Björgvinsson sé í miðstjórn Frjálslynda flokksins og sé sjálfur á kafi í landsmálapólitík."

Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögðum Birgis Björgvinssonar hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur við ummælum Konráðs um að hann og félag hans hefði verið beitt órétti. ,,Við munu aldrei biðja hann afsökunar á einu eða neinu og ef einhver á að biðjast afsökunar er það hann. Auðvitað falla oft stór orð í svona deilum en hann bauð upp á þetta. Ef einhver er að splundra samtökunum þá er það Konráð. Hans vinnubrögð eru í mörgum tilvikum ekki til þess að hrópa húrra yfir. Það getur hann skoðað sjálfur og ætla ég mér ekki að ræða það neitt meira."

Um umæli Konráðs að Sjómannafélag Reykjavíkur hafi vitað af ákvörðuninni með þriggja daga fyrirvara svaraði Birgir því til að þeir hafi ekkert vitað um þessa ákvörðun. Birgir var spurður um ásakanirnar á hendur Konráð um pólitíska íhlutun. ,,Það er bæði mín skoðun og fjölda annarra að pólitíkin hafi spilað þarna inn í en maður hefur engar hundrað prósent sannanir fyrir því. Við hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur spilum eftir annars konar leikreglum en Konráð og segjum það sem við meinum."

bb.is | 29.09.16 | 17:07 Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með frétt Innan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli