Frétt

politik.is – Ágúst Ólafur Ágústsson | 30.08.2004 | 22:44Meinloka Morgunblaðsins

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Morgunblaðið ber höfuðinu við steininn í umræðu um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þann 15. ágúst birtist leiðari í Morgunblaðinu þar sem farið var hörðum orðum um grein mína sem hafði birst í blaðinu deginum áður.

Morgunblaðið afgreiðir andstæðinga sína í Evrópuumræðunni þannig að þeir hljóti að vera haldnir meinloku. Morgunblaðið hrekur þó ekki eina einustu staðreynd sem sett var fram í grein minni. Þar var m.a. sagt að hagsmunir okkar rúmist fyllilega innan núverandi stefnu ESB og sá Morgunblaðið þeirri fullyrðingu allt til foráttu.

Veiðiverðmætin tryggð Íslendingum
En ef við lítum á hverjir eru hagsmunir Íslands er augljóst að þeir felast í veiðiverðmætunum. Þeir hagsmunir eru tryggðir í núverandi stefnu ESB vegna þess að skilyrði fyrir kvótaúthlutun hjá ESB er veiðireynsla.

Það ætti ekki að þurfa að segja Íslendingum að Ísland er eina þjóðin sem hefur veiðireynslu í íslenskri lögsögu og fengi þar af leiðandi allan kvóta. Einnig er hægt að gera kröfu um að sjávarútvegsfyrirtæki sem fá kvóta hafi raunveruleg efnahagsleg tengsl við viðkomandi svæði.

Eftir stendur þá ákvörðunin um heildarkvótann sem að öllu óbreyttu yrði tekin í ráðherraráðinu í samræmi við ráðleggingar vísindamanna. Sú ákvörðun er þó eingöngu formlega eðlis eins og Morgunblaðið viðurkennir í leiðara sínum. Þar sem Íslendingar fá allan kvótann vegna reglunnar um veiðireynslu eru Íslendingar einu hagsmunaaðilarnir að þeirri ákvörðun. Sú ákvörðun hefur hin seinni ár verið í samræmi við ráðleggingar vísindamanna, sem í tilviki íslensku fiskistofnana yrðu íslenskir. Þetta kerfi tryggir því hagsmuni íslensks sjávarútvegs.

Tímamót Morgunblaðsins
Það felast viss tímamót í málflutningi Morgunblaðsins. Því er haldið fram í leiðara blaðsins að yfirráð yfir íslenskum fiskimiðum, sem færu til ráðherraráðsins við aðild, yrðu eingöngu formleg. Það er rétt. En þrjóska og nauðhyggja Morgunblaðsins er augljós. Morgunblaðið er eigi að síður á móti aðild jafnvel þótt unnt væri að tryggja að ekkert myndi í raun breytast í íslenskum sjávarútvegi við inngöngu Íslands í ESB.

Á það var þó bent í grein minni að vel er hægt að fara fram á að hafsvæðið í kringum Ísland verði gert að sérstöku stjórnunarsvæði í aðildarviðræðum. Slík krafa rúmast vel innan núverandi stefnu ESB, enda fordæmi fyrir slíku hjá ESB. Hér er því ekki verið að ræða um undanþágur frá ríkjandi stefnu.
Slík krafa væri fyllilega eðlileg af hálfu Íslendinga og telur Samfylkingin að gera eigi slíka kröfu í aðildarviðræðum. Blaðið hikar hins vegar ekki að útiloka slíka niðurstöðu. Morgunblaðið er svo ákveðið að vera á móti aðild að ekkert annað kemst að.

Síbreytilegur málflutningur andstæðinga aðildar
Málflutningur andstæðinga aðildar og þar á meðal Morgunblaðsins tekur sífelldum breytingum. Fyrst var fullyrt að hér myndi allt fyllast af erlendum togurum. Það var hrakið með skilyrðinu um veiðireynslu. Svo var því haldið fram að erlend stórfyrirtæki myndu kaupa upp íslenskan sjávarútveg og flytja hagnaðinn til útlanda. Það var sömuleiðis hrakið, þar sem unnt er setja skilyrði sem fyrir kvóta um að fyrirtæki hafi efnahagsleg tengsl við viðkomandi svæði.

Þá var bent á flökkustofnana. En um þá þarf semja hvort sem Ísland er innan ESB eða utan og færa má rök fyrir því að þjóðir sem vinna eins náið saman og í Evrópusambandinu séu jafnvel líklegri til að taka meira tillit til hverrar annarrar en ella.

Loks var gripið í það hálmstrá, m.a. af hálfu framkvæmdastjóra LÍÚ í Fréttablaðinu 14. ágúst sl., að hinar hagstæðu reglur ESB fyrir íslenska hagsmuni hljóti að breytast um leið og Ísland gengur í sambandið!

Meinloka Morgunblaðsins endurspeglaðist annars vel í tveimur leiðurum blaðsins sem birtust á dögunum. Í þeim fyrri sá Morgunblaðið því allt til foráttu að leiðtogar norræna jafnaðarmanna teldu að Ísland ætti að sækja um aðild að ESB og taldi leiðarahöfundur að um erlenda afskiptasemi væri að ræða og afþakkaði ráðleggingarnar í nafni þjóðarinnar. Svo liðu nokkrir dagar og þá birtist annar leiðari um neikvæð ummæli bresks ráðherra um aðild Íslands að ESB. Þá var leiðarahöfundur Morgunblaðsins hins vegar á því að um óvenjulega hreinskilni hafi verið að ræða, sem hafi komið skemmtilega á óvart.

Óþekkt ósmekklegheit
Áður óþekkt ósmekklegheit komu einnig fram í leiðara þann 15. ágúst þegar Morgunblaðið notaði þorskastríðin sem röksemd gegn aðild að ESB. Það að líkja aðild að ESB við þorskastríðin, eins og gert er í leiðaranum, er svo fráleitt að það tekur engu tali. Þá voru Íslendingar að verjast veiðum og yfirgangi erlendra þjóða í okkar lögsögu og við urðum að tryggja yfirráð yfir lögsögunni með miklum átökum. Það er ekkert slíkt á ferðinni núna.

Þótt við gerðumst aðilar að ESB kæmi ekkert erlent fiskiskip hingað og við veiddum eftir sem áður allan þann fisk sem við veiðum núna og við hefðum stjórn á veiðum á íslensku hafsvæði og hefðum okkar eigið fiskveiðieftirlit. Ekkert af þessu var til staðar þegar þorskastríðin voru og þess vegna háðum við þau. Leiðarinn er móðgun við alla þá sem börðust í þorskastríðunum. Þau snerust um allt annað en það sem Evrópuumræðan gerir. Af orðum Morgunblaðsins að dæma mætti ætla að Evrópusinnar séu landráðamenn. Málflutningur sem þessi lýsir vel rökþroti Morgunblaðsins, þar sem reynt er að spila á tilfinningar og þjóðerniskennd almennings.

Í lok leiðarans ná undarlegheitin hámarki þar sem fram kemur að Morgunblaðið telur Ísland ekki eiga neitt erindi í ESB sakir þess að Ísland hafi ekki verið í stríði við nágrannaþjóðir sínar! Slíkum röksemdum þarf vart að svara.

Ágúst Ólafur Ágústsson.

politik.is

bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli