Frétt

frjalshyggja.is – Geir Ágústsson | 30.08.2004 | 22:41Blessuð lögleysan

Geir Ágústsson.
Geir Ágústsson.
Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að draga til baka nýlegar breytingar á samkeppnis- og útvarpslögum. Stjórnarandstaðan fagnar. Forsvarsmenn Norðurljósa fagna. Allir fagna nema nokkrir stjórnarliðar og Ólafur Hannibalsson. En má þá búast við því að fjölmiðlar hafi áunnið sér varanlegan frið frá stjórnmálamönnum? Nei, svo gott er það ekki.

Hótunin liggur í loftinu
Davíð Oddsson sagði um daginn að „allir“ séu sammála um að einhver lög þurfi að setja á fjölmiðla þótt stjórnarandstaðan hafi verið ósátt við þá útgáfu sem stjórnin lagði til að þessu sinni. Stjórnarandstæðingar hafa sagt að þeir séu hlynntir lögum sem takmarka svigrúm fjölmiðla til að koma til móts við núverandi og hugsanlega verðandi eigendur sína og notendur. En hvers vegna? Af hverju þarf að herða að fjölmiðlum á Íslandi?

Sú hætta er sögð vera fyrir hendi að flestir eða margir af útbreiddustu fjölmiðlum Íslands komist í eigu sömu fyrirtækjasamsteypu sem að miklu leyti lýtur vilja eins manns. Sagt er að ef sú staða kemur upp muni umræðan verða mótuð af þessum eina manni á þann hátt að neikvæðar fréttir um hann verða þagaðar í hel. Einnig er hugsanlegt að hann beini auglýsingum fyrirtækja sinna til fjölmiðla í sinni eigu og veiki þannig aðra fjölmiðla með því að grafa undan tekjugrunni þeirra.

Hver er hins vegar raunveruleikinn? Um leið og Fréttablaðið skipti síðast um eigendur spruttu upp umræður um hver kaupandinn væri. Mönnum var bent á að taka fréttum með fyrirvara ef þær kæmu frá fjölmiðli í eigu tiltekins manns því hann gæti verið að beina umræðunni frá sjálfum sér. Í raun og veru var einum fjölmiðli bjargað með tilheyrandi aukningu í flóru fjölmiðla á Íslandi og mönnum lærðist að enginn fjölmiðill segir sannleikann fremur en að einhver fréttamaður sé óskeikull. Allir hafa skoðanir og enginn getur falið þær alveg í frásögnum sínum þótt viðkomandi kalli sig fréttamann.

En þrátt fyrir að mönnum hafi lærst að fréttir séu háðar uppruna sínum og fréttamenn séu líka menn, og þrátt fyrir að flóra fjölmiðla hafi aldrei verið meiri á Íslandi en síðan tiltekinn einstaklingur tók að sýna fjölmiðlamarkaðinum hér á landi áhuga, þá liggur enn í loftinu sú hótun stjórnmálamanna að þrengja að fjölmiðlum með einhvers konar löggjöf. Staðreyndum er ýtt til hliðar. Raunveruleikinn er bjagaður. Allt er gert til að réttlæta löggjöf. Stjórnmálamenn vantar greinilega verkefni.

Hugmynd
Er einhver þvingaður til að taka mark á fjölmiðli? Er einhver píndur til að auglýsa í tilteknum fjölmiðlum? Er einhver neyddur til að kaupa áskrift, senda inn greinar eða lesa fréttir og slúður? Nei. Mun fjölbreytni fjölmiðla aukast þegar fækkað er í hópi þeirra sem geta fjárfest í fjölmiðlum? Mun vandvirkni í vinnubrögðum á fréttastofum fjölmiðla aukast þegar samkeppni um að eiga í fjölmiðlum hefur verið minnkuð með takmörkunum á eignarhaldi? Nei.

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fella úr gildi nýsamþykkt lög um fjölmiðla á Íslandi. Ég legg til að við hin ákveðum að hætta nú öllu tali um slík lög og byrjum þess í stað að treysta á dómgreind og smekk Íslendinga. Stjórnmálamenn eru duglegir að vantreysta fólki. Hvernig væri að nota tækifærið núna og breyta því?

Geir Ágústsson.

frjalshyggja.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli