Frétt

| 05.07.2001 | 11:03Landslagið og náttúran eftirsóknarverðust

Frá Hesteyri í Jökulfjörðum.
Frá Hesteyri í Jökulfjörðum.
Hornstrandir og Látrabjarg eru mest sóttu ferðamannastaðirnir á Vestfjörðum samkvæmt niðurstöðu könnunar sem Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Ferðamálasamtök Vestfjarða gerðu á meðal ferðamanna á Vestfjörðum á síðastliðnu sumri. Alls tóku 722 ferðamenn þátt í könnuninni, jafnt innlendir sem erlendir. Spurt var um ferðatilhögun þeirra, hvað þeim finndist um ferðaþjónustu á svæðinu og hvað væri markverðast að sjá og gera. Rúmur þriðjungur svarenda voru Íslendingar, þriðjungur voru þýskumælandi ferðamenn, frá Þýskalandi, Austurríki og Sviss og tæpur þriðjungur frá öðrum löndum.
Megin tilgangur könnunarinnar var að fá fram viðhorf ferðamannanna sjálfra til ferðaþjónustu á svæðinu sem síðan geti nýst ferðaþjónustuaðilum og öðrum til uppbygginar á svæðinu. Meðalaldur erlendu ferðamannanna sem tóku þátt í könnuninni var nokkuð lægri en þeirra íslensku, eða rúm 42 ár á móti 47 árum hjá þeim íslensku. Rétt tæpur helmingur erlendu ferðamannanna voru að koma til Íslands í fyrsta skipti og rúm 40% þeirra höfðu komið til Vestfjarða einu sinni áður eða oftar. Rétt tæp 80% innlendu ferðamannanna höfðu komið áður til Vestfjarða og flestir þeirra nokkrum sinnum.

Í könnuninni kom einnig fram að erlendir ferðamenn eru mun duglegri en Íslendingar við að afla sér upplýsinga um svæðið áður en lagt er af stað. Hlutfallslega flestir ferðamenn fá upplýsingar úr ferðabæklingum og handbókum á það bæði við um innlendu ferðamennina og þá erlendu. Erlendir ferðamenn nota einnig ferðaskrifstofur í heimalandinu mikið sem og Internetið en Íslendingar fá oftar upplýsingar frá ættingjum og vinum.

Langflestir ferðamannanna höfðu heimsótt Ísafjörð eða ætluðu að sækja bæinn heim. Þar á eftir höfðu þeir mestan áhuga á að heimsækja Þingeyri, Súðavík, Flateyri og Hólmavík. Almennt gáfu ferðamennirnir þjónustu á Vestfjörðum góða einkunn en kvörtuðu helst undan því að samgöngur væru ekki nógu góðar. Vinsælasta afþreyingin á meðal erlendu ferðamannanna voru gönguferðir en sundferðir á meðal þeirra íslensku. Um 18% innlendu ferðamannanna sögðust hafa keypt handverk í ferð sinni um svæðið og 15% þeirra erlendu sögðust hafa gert slíkt hið sama.

Um 87% innlendu ferðamannanna töldu að þeir ættu eftir að koma aftur til Vestfjarða og 70% þeirra erlendu. Á milli 80-90% allra ferðamanna voru tilbúnir að mæla með Vestfjörðum sem ferðamannastað. Það sem þeim þótti eftirsóknarverðast við svæðið er landslagið og náttúran auk þess sem þeir nefndu staði eins og Hornstrandir og Látrabjarg. Þá kom fram í könnuninni að þeir voru mjög ánægðir með kyrrðina, friðsældina og fámennið á svæðinu og gott viðmót heimafólks. Um 60% innlendu ferðamannanna fóru á eitt eða fleiri söfn í ferð sinni um svæðið og 45% erlendu gestanna gerðu slíkt hið sama. Innlendu ferðamennirnir heimsóttu aðallega Minjasafnið að Hnjóti, Hrafnseyri í Arnarfirði, Ósvör í Bolungarvík og Sjóminjasafnið á Ísafirði. Erlendu gestirnir fóru hins vegar flestir í Ósvör og Sjóminjasafnið á Ísafirði.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli