Frétt

mbl.is | 26.08.2004 | 08:20Arsenal ósigrað í 43 leikjum

Arsenal sló í gærkvöld 26 ára gamalt met Nottingham Forest þegar liðið bar sigurorð af Blackburn Rovers með þremur mörkum gegn engu og hefur liðið ekki tapað í 43 leikjum í röð. Nottingham Forest fór ósigrað í gegnum 42 leiki frá 26. nóvember 1977 til 9. desember 1978, en þá lék liðið undir stjórn Brian Clogh í gömlu fyrstu deildinni. Síðasti tapleikur Arsenal var gegn Leeds United hinn 4. maí 2003.

Með sigrinum komst Arsenal á topp deildarinnar og er liðið með fullt hús stiga, eins og Chelsea sem einnig hefur unnið alla sína leiki en Arsenal er með betri markatölu. Markalaust var í hálfleik en Arsenalvélin hrökk heldur betur í gang í þeim seinni og tryggði sér þægilegan 3:0 sigur með mörkum frá Thierry Henry, Gilberto Silva og Jose Antonio Reyes. "Ég held að leikmennirnir hafi ekki enn áttað sig á hvað er að gerast. Þegar maður lítur met Forest þá segir maður: "Vá, þetta er ekkert smá afrek." Í deild sem þessari er afrek sem þetta mjög sérstakt," sagði Dennis Bergkamp.

Arsenal hefur skorað 95 mörk í þessum 43 leikjum og hefur Henry skorað 34 af þeim.

Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton sem rúllaði yfir Aston Villa á heimavelli, 3:0. Charlton tapaði stórt gegn Bolton í fyrstu umferð og rétt marði sigur á Portsmouth síðustu helgi en í þetta sinn sýndi liðið allar sínar bestu hliðar. Francis Jeffers skoraði sín fyrstu mörk fyrir félagið en hann gerði tvö mörk í fyrri hálfleik og Luke Young bætti einu við í þeim seinni. Svo virðist sem áhættan sem Alan Curbishley, knattspyrnustjóri Charlton, tók með því að kaupa Jeffers ætli að borga sig því hann hefur verið týndur undanfarin ár og bjuggust margir við að hann myndi ekki spjara sig í efstu deild eftir misheppnaðan feril hjá Arsenal.

Það ætlar að ganga erfiðlega fyrir Newcastle að vinna sinn fyrsta sigur á leiktíðinni en í gærkvöld gerði liðið jafntefli við nýliða Norwich City á heimavelli. Newcastle komst í 2:0 en David Bentley og Gary Doherty jöfnuðu fyrir Norwich.

Middlesbrough vann sinn fyrsta leik á tímabilinu með góðum útisigri á Fulham, 2:0. Mark Viduka og Szilard Nemeth skoruðu mörk Middlesbrough.

WBA náðu í dýrmæt stig á heimavelli gegn kaupglöðu liði Tottenham. WBA fékk óskabyrjun því strax á þriðju mínútu kom Zoltan Gera liðinu yfir en Jermaine Defoe jafnaði leikinn með sínu öðru marki á tímabilinu. Robbie Keane spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu en hann er að stíga upp úr meiðslum.

Bolton vann góðan útisigur á Southampton, 2:1, en þetta var fyrsti leikur Southampton undir stjórn Steve Wigley. Stuðningsmenn Southampton mótmæltu ákaft allan leikinn þeirri ákvörðun stjórnarformanns félagsins, Rupert Lowe, að segja Paul Sturrock upp störfum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli