Frétt

bb.is | 25.08.2004 | 15:24„Stór galli á annars ágætu blaði“, segir Einar Örn Thorlacius

Á korti sem birtist í Icelandic geographic var fátt um örnefni Austur-Barðastrandarsýslu.
Á korti sem birtist í Icelandic geographic var fátt um örnefni Austur-Barðastrandarsýslu.
Vefnum hefur borist bréf frá Einari Erni Thorlacius, sveitarstjóra á Reykhólum, vegna ummæla Þórdísar H. Ingvadóttur, ritstjóra Icelandic geographic, á bb.is í morgun. „Ég þakka kærlega svör Þórdísar H. Ingvadóttur hér á vefnum vegna gagnrýni minnar á Icelandic Geographic 2004. Hún segir að það sé „fjarstæða að hægt sé að gera öllum áhugaverðum stöðum skil í einu” Og ég er alveg sammála henni, enda var ég ekki að biðja um það. Það er ekki rétt að ég hafi verið ósáttur við að ekkert væri fjallað um Reykhólasveit í blaðinu. Ég var ósáttur við að ekkert væri fjallað um Austur-Barðastrandarsýslu í blaðinu og á þessu er nú munur að mínum dómi“, segir Einar Örn í bréfi sínu.

„Geiradalshreppurinn gamli (frá Gilsfirði að Kletti) tilheyrir ekki Reykhólasveit. Gufudalssveit frá Þorskafirði að Klettshálsi tilheyrir ekki Reykhólasveit. Múlasveit frá Klettshálsi að Kjálkafirði tilheyrir ekki Reykhólasveit. Flateyjarhreppurinn gamli (Flatey-Skáleyjar-Svefneyjar, Sviðnur-Hvallátur og margar aðrar eyjar) tilheyrir ekki Reykhólasveit.

Hin eina sanna Reykhólasveit nær frá bænum Hólum (miðja vegu milli Króksfjarðarness og Bjarkalundar) að Þorskafirði. Á þessu svæði er þorpið Reykhólar og ég var ekkert endilega að biðja um umfjöllun um Reykhóla. Austur-Barðastrandarsýsla er svo margt annað en Reykhólar. Ofangreindar sveitir tilheyra reyndar allar Reykhólahreppi hinum nýja og eru þar með í Austur-Barðastrandarsýslu.

Gagnrýni mín gekk út á að í 100 bls. tímariti séu stórir hlutar Vestfjarðakjálkans algerlega sniðgengnir. Hvers vegna var ekki hægt að eyða til dæmis hálfri blaðsíðu í að greina stuttlega frá Austur-Barðastrandarsýslu og annarri hálfri blaðsíðu í Strandasýslu?

Þá eru 99 blaðsíður eftir fyrir allt hitt!

Útlendingur sem ætlar til Vestfjarða og les þetta ágæta tímarit, fær mjög villandi mynd af Vestfjörðum. Við lestur blaðsins er ómögulegt að skilja annað en að Vestfirðir hefjist við Flókalund í Vatnsfirði. Þetta er stór galli á annars ágætu blaði. Ég vildi óska að Þórdís hefði tekið gagnrýni minni vel og viðurkennt að betra hefði verið ef fram hefði komið í blaðinu að Vestfirðir hæfust við Gilsfjarðargarðinn og það væri nú ýmislegt áhugavert að sjá á hinni löngu leið frá Gilsfirði í Vatnsfjörð.

Þórdís telur blaðið „gefa mjög jákvæða og jafnframt raunsanna mynd af Vestfjörðum sem nýtist svæðinu í heild.” Hið rétta er að blaðið gefur ágæta mynd af HLUTA Vestfjarða, þrátt fyrir að blaðið sé að öllu leyti helgað Vestfjörðum og ólíklegt að næsta blað verði helgað öllu því stóra svæði sem varð algerlega útundan í 2004-útgáfunni.

Þórdís segist enn fremur vona að Vestfirðingar séu almennt sáttir við Icelandic geographic 2004. Ég held að ég geti mælt fyrir munn Austur-Barðstrendinga og Strandamanna að þeir geta ekki annað en verið mjög ósáttir við umfjöllun blaðsins um þessa tvo stóru hluta Vestfjarðakjálkans. Hún er engin!

Að lokum hvet ég svo Þórdísi sannarlega til áframhaldandi góðra verka í útgáfumálum og hlakka til að sjá Icelandic geographic 2005“, segir Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri Reykhólahrepps í bréfi sínu.

halfdan@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli