Frétt

Stakkur 34. tbl. 2004 | 25.08.2004 | 09:15Heimastjórnarhátíð alþýðunnar

Þess var minnst hinn 1. febrúar síðastliðinn að 100 hundrað ár voru liðin frá því Ísland fékk heimastjórn til handa íbúum sínum og yfirstjórn framkvæmdavalds fluttist til landsins frá Danmörku. Heimastjórnin var mikilvægur áfangi í átt til fulls sjálfstæðis, sem fékkst 1918. Það er eins og mikilvægi heimastjórnar gleymist oft í ræðu manna um þróun sjálfstæðis Íslendinga á nýjan leik. En svo fór að aldar afmæli heimastjórnar dró dilk á eftir sér og hann af stærra kyninu. Mörgum þykir sem deilur eða meintur ágreiningur ríkisstjórnar og forseta Íslands hafi borið keim af því að sá síðar nefndi hafi ekki talið hlut sinn í hátíðahöldunum nægan og kosið skíðaferð fremur en að sitja undir ræðum annarra í Þjóðmenningarhúsi. Mörgum fannst ekki við hæfi að forsetinn veldi dvöl í Bandaríkjunum fremur en að fagna með þjóðinni afmæli heimastjórnar.

Óþarft er að rifja upp það sem á eftir gekk. Forsetinn lét sig vanta í brúðkaup krónprins Dana og neitaði svo fyrstur þjóðhöfðingja lýðveldisins að undirrita lög frá Alþingi. Sagan er svo fersk í minni að allir þekkja hana. Um það má deila endalaust hvort þessi nýlunda verði hinn nýji siður. Forsetakosningar fóru svo á þann veg sem allir þekkja ríflega fimmtungur þeirra kjósenda sem mættu gerðu það til að skila auðu.

Það var líka nýlunda. Forsetinn var svo settur inn í embætti og stjórnmálafræðingar virtust sammála um að ekkert nýtt væri boðað í ræðu hans. En hann er Vestfirðingur og var því að sjálfsögðu heiðursgestur þeirrar hátíðar sem grasrótin á Vestfjörðum boðaði til að minnast aldar afmælis heimastjórnar og þar flutti hann hátíðarræðuna og lagði talsvert upp úr því að gott hefði verið að eiga stuðning Vestfirðinga og rakti dæmin frá Jóni Sigurðssyni. Gat forsetinn um félagana og alþingismennina Skúla Thoroddsen og séra Sigurð Stefánsson í Vigur, andstæðing þeirra Hannes Hafstein, fyrsta ráðherrann, og sendi sonarsyni séra Sigurðar, Sigurði Bjarnasyni, fyrrum alþingismanni, tæplega 89 ára gömlum kveðjur að vestan.

Var það vel til fundið, því Sigurður var áhrifamaður, alþingismaður Norður Ísfirðinga 1942 til 1959, varaþingmaður Vestfirðinga 1959 til 1963 og þingmaður okkar næstu sjö árin þar til hann varð sendiherrra í Danmörku. Hann var ritstjóri Morgunblaðsins um langt skeið, meðan það var talið ígildi ráðherradóms, sat lengi í Norðurlandaráði og oft einn forseta þess. Okkur hættir oft til þess að gleyma því að stjórnmálamenn og reyndar aðrir geta víðar haft áhrif en í stóli ráðherra. Sigurður lét sér mjög annt um norræna samvinnu og var um nokkrt skeið formaður Norræna félagsins á Íslandi 1965 til 1970, að því ógleymdu að hann var forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar 1946-1950. Hafi forsetinn þakkir fyrir hugulsemina. Okkur er hollt að minnast þeirra sem lagt hafa höndina á plóginn, ekki aðeins þeirra er hafa skipað allra æðstu embættin.
En kjarni málsins er sá, að hátíðin tókst einkar vel og var umgjörðin öll til fyrirmyndar, flugeldasýning Björgunarfélags Ísafjarðar óvenju glæsileg og allir gengu ánægðir heim. Kyndilhlaupið tókst vel og það, eins allt sem að þessu framtaki sneri, sýndi kraftinn og samstöðuna sem býr í Vestfirðingum. Hafi Jón Fanndal og hans fólk bestu þakkir fyrir framtakið sem var öllum til sóma er þátt tóku. Kannski dugar það til að slíðra sverðin í þjóðlífinu um sinn.

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli