Frétt

mbl.is | 25.08.2004 | 08:39Liverpool skreið áfram

Óvænt úrslit litu dagsins ljós í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Austurríska liðið Graz AK sigraði Liverpool á Anfield Road með einu marki gegn einu en Liverpool vann fyrri leik liðanna 2:0 og vann því samanlagt, 2:1. Anderlecht frá Belgíu gerði sér lítið fyrir og sló út portúgalska stórliðið Benfica og Rosenborg bjargaði sér fyrir horn á síðustu stundu gegn Maccabi Haifa frá Ísrael.
Þrjár breytingar voru gerðar á liði Liverpool frá því í síðasta leik. Stephane Henchoz, Salif Diao og Darren Potter, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Liverpool, komu inn í byrjunarliðið. Liverpool lék mjög illa í leiknum og hættulegasta færi liðsins í leiknum fékk Steven Gerrard í fyrri hálfleik. Austurríkismennirnir komust yfir í upphafi seinni hálfleiks með bylmingsskoti Mario Tokic, slá og inn. Hann var nærri því að skora undir lokin en skot hans fór yfir. Umdeilt atvik átti sér stað í leiknum þegar spænskur dómari leiksins veitti fyrirliða Graz AK, Reen Aufhauser, tvær áminningar en líkt og Andy D´Urso í leik Southampton og Blackburn um síðustu helgi láðist honum að sýna honum rauða spjaldið.

Slakur leikur Liverpool olli Rafael Benitez, knattspyrnustjóra liðsins, töluverðum áhyggjum. "Ég var ánægður með fyrstu 25 mínúturnar en það er allt og sumt. Aðalatriðið er þó að við komumst áfram en ég komst að því í kvöld að við þurfum að leggja harðar að okkur og bæta sendingarnar," sagði Benitez.

Harald Brattbakk bjargaði Rosenborg gegn Maccabi Haifa þegar hann skoraði í uppbótartíma og tryggði norska liðinu framlengingu. Rosenborg vann fyrri leikinn 2:1 en Maccabi komst í 2:0 í fyrri hálfleik og virtist ætla að duga Ísraelum en Brattbakk jafnaði á síðustu stundu. Rosenborg gerði svo tvö mörk í framlengingunni sem tryggðu þeim farseðilinn í riðlakeppnina.

Anderlecht gerði sér lítið fyrir og sló út Benfica með 3:0 sigri á heimavelli en Benfica vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu. Aruna Dindane skoraði tvö mörk fyrir belgíska liðið, en WBA hefur verið á eftir kappanum.

Inter Mílanó vann stórsigur á Basel frá Sviss á San Siro, 4:1. Adriano gerði tvö mörk fyrir Inter og Alvaro Recoba og Dejan Stankovic sitt markið hvor.

Deportivo vann góðan sigur á írska liðinu Shelbourne, sem sló KR út í fyrstu umferð, með þremur mörkum gegn engu. Markalaust var eftir fyrri hálfleik en spænska liðið sló upp flugeldasýningu í þeim seinni. Victor Sanchez skoraði tvö stórglæsileg mörk og mark Walter Pandiani var ekki síðra.

Þá vann Mónakó undir stjórn Didier Deschamps stórsigur á Gorica frá Slóveníu, 6:0, og samanlagt 9:0.

bb.is | 26.10.16 | 07:36 Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með frétt Ísafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli