Frétt

| 04.07.2001 | 14:09Geirdæla saga

Fornsögurnar eða Íslendingasögur eru mikils metnar. Aðdáun á þeim, efni og efnistökum nær langt út fyrir landsteinana. Einar þykja öðrum betri. Nefna skal Njálu, Egilssögu og Laxdæla sögu. Sögurnar greina frá örlögum og samskiptum höfðingja, þeirra er nógu merkilegir þóttu að frásagnarvert teldist fyrir rúmum 700 árum. Við nánari skoðun eiga viðfangsefni rætur í hégómagirni og stolti helstu sögupersóna. Örlög þeim sköpuð, urðu ekki umflúin. Hið síðastnefnda er ekki verra söguefni en hvert annað. Álíta má að rauði þráðurinn hafi verið ákafi aðalpersóna sagnanna að sýna fram á réttmæti málstaðar síns og spara hvergi til baráttunnar, enda féllu margir í orustum og skiptu líf hinna minni spámanna engu. Sögurnar voru ekki um alþýðuna. Hégómagjarnir höfðingjar láta sig hag ómerkilegs alþýðufólks engu skipta. Það eitt að skrimta við bág kjör er ekki frásagnarvert. Alþýðan hefur lifað og dáið án þess að ritaðar væru bækur um slíka hegðun fyrr en á tuttugustu öldinni, ef frá eru taldar sögur Jóns Thoroddsen.

Í stóru safni Íslendingasagna eiga fáar sitt sögusvið á Vestfjörðum. Helst er að Hávarðar saga Ísfirðings hafi haldið hlut Vestfjarða meðal fornsagnanna, að ógleymdri Fóstbræðrasögu. Nútíminn hefur Vestfirði hins vegar í meiri metum. Blaðaútgáfa hefur lengi verið í blóma, þótt nú sé það BB eitt sem heldur merkinu á lofti. Vestfirðingar njóta þess að eiga sitt eigið útvarp, Svæðisútvarp Vestfjarða, sem Finnbogi Hermannsson stýrir. Er það oft gott. Auk þess hefur Gamla Apótekið haldið út útvarpi um skeið, þótt nú sé það þögult. Kannski hendir það, að rituð verði nútíma útgáfa af Finnboga sögu ramma. Þangað til verður hin nýja Geirdæla saga að duga.

Maður heitir Vigfús Geirdal, vestfirskrar ættar. Hefur Geirdal ákveðið að fylla skarð Finnboga á svæðisútvarpinu. Fátt mannlegt er honum óviðkomandi. Hann hefur komið að í Rúvís bolvískum kafbátum. Tilvera þeirra var ókunn, nema ef til vill í pólitík. Í frétt á dögunum sagði hann hollenska Nimrod flugvél, ætlaða til kafbátaleitar, leita þeirra. Munu þeir ófundnir enn. Geirdal hefur áhuga mikinn á kennsluréttindum, skólameisturum og menntamálaráðherra. Þykir honum sem ýmislegt hafi misfarist við lagatúlkun í þeim efnum. Að sið sannra afkomenda höfðingja og víkinga er slíkt ekki látið kyrrt liggja. Engu skiptir þótt matsnefnd nokkur hafi ákveðið að skólameistarinn Ólína, sem ættir rekur í Baraðstrandarsýslu, hafi lært nóg til þess að teljast hæf til kennslu í menntaskóla og meistarastarfa. Geirdal túlkar lögin á sinn hátt og upplýsir fáfróðan almúgann um að ráðherra hafi spurt fréttamanninn Geirdal hvort hann væri lögfræðingur eða fréttamaður. Svar við spurningunni væri hollt að hugleiða, því fréttamaðurinn Geirdal skal í útvarpi gæta hlutleysis samkvæmt lögum. Vel hæfir það fréttamönnum ævinlega, óháð einkaskoðunum. Fyrir þeim börðust höfðingjar fyrrum með öllum ráðum. Þær eiga ekki heima í fréttum, hvorki RÚV né annarra.


bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli