Frétt

Leiðari 27. tbl. 2001 | 04.07.2001 | 14:08Menntaskólinn á tímamótum

,,Ég hef alltaf fundið að ,,hin ramma taug“ hefur togað í Sigga (Sigurð Pétursson, eiginmann Ó.Þ.) og sjálf hef ég haft taugar til skólans og bæjarins,“ segir Ólína Þorvarðardóttir, nýskipaður skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, í viðtali við DV fyrir skemmstu, dóttir fyrrum sýslumanns hér vestra, sem kvað þá best farið með vald ef menn þyrftu ekki að beita því, og vill helst hafa þetta heilræði föður síns að leiðarljósi í því vandasama starfi sem hún nú hefur tekist á hendur, stjórn þeirrar menntastofnunar á Vestfjörðum sem heimamenn börðust árum saman fyrir að fá heim í hérað.

Þegar Björn Teitsson lætur af starfi skólameistara eftir liðlega tveggja áratuga starf hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því starfsemi Menntaskólans hófst við hátíðlega setningarathöfn í Alþýðuhúsinu á Ísafirði og kennslu í gamla barnaskólahúsinu við Aðalstræti undir stjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar og mikil breyting átt sér stað sama hvar niður er borið. Húsakostur skólans er góður, nemendafjöldinn hefur margfaldast á þessum tíma og mikil þróun í öllu skólastarfi átt sér stað.

Mikilvægt er fyrir okkur Vestfirðinga að á málum Menntaskólans á Ísafirði sé vel haldið. Með hverju árinu sem líður verður þörfin fyrir haldgóða menntun einstaklingsins í hinum harða heimi efnishyggjunnar æ ríkari. Það er því afar mikilvægt að framhald verði á þeirri jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað í grunnskólanum, að Menntaskólinn fylgi öflugur í kjölfarið og að stórauknir verði möguleikar í fjarnámi á háskólastigi. Um þýðingu þessa í baráttunni fyrir kraftmeiri og betri byggð á Vestfjörðum verður ekki deilt.

Umfram allt þurfti óbifanlega trú á málstaðnum til að berjast til sigurs í menntaskólamálinu á sínum tíma. Enginn efast um að kjark og ósérhlífni þurfti til að yfirstíga þau fjölmörgu vandamál sem upp komu þegar Menntaskólinn á Ísafirði var ekki lengur baráttumál heldur orðinn að skóla ungs fólks, sem reiðubúið var til að taka áhættuna, ganga óvissunni á hönd. Þessum brautryðjendum eigum við þakkarskuld að gjalda. Baráttunni fyrir tilvist Menntaskólans á Ísafirði lýkur aldrei. Ekki meðan við viljum að skólinn verði leiðarljós ungs fólks er þangað leitar til aukins þroska, vegvísir þess við val ævistarfsins.

Menntaskólinn á Ísafirði hefur verið í góðum höndum þeirra er þar hafa til forystu og annara starfa valist. Um leið og nýjum skólameistara er fagnað eru forverum hans færðar þakkir.
s.h.


bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli