Frétt

mbl.is | 23.08.2004 | 16:10Telur málverkaræningjana í leit að frægð

Tommy Sørbø, listfræðingur, segir í samtali við norska netmiðilinn Nettavisen að þeir sem rændu tveimur málverkum eftir norska málarann Edvard Munch í Ósló í gær, hafi gert það til að komast á spjöld sögunnar. Segir Sørbø að í listasögunni sé getið margra málverkaþjófnaða, en sá þekktasti sé líklega þegar málverkinu Monu Lisu var stolið úr Louvre safninu í París árið 1911. Tvö ár liðu þar til kom aftur í leitirnar.

Sørbø segir, að ránið á málverkunum Ópinu og Madonnu úr Munch safninu í gær komist án efa á hinn vafasama topp-10 lista yfir þjófnað á þekktum listaverkum. Segir hann að ræningjarnir hljóti að láta stjórnast af þrá eftir frægð.

„Þetta er einskonar póstmódernískt rán þar sem þjófarnir eru að eltast við stundarfrægð. Því það er ómögulegt að koma málverkum á borð við þessi í verð," segir Sørbø. Hann segir að listaverk sem rænt sé komi yfirleitt aftur í leitirnar en aðrir sérfræðingar eru annarrar skoðunar og benda á að mörg þekkt listaverk, sem rænt hafi verið á undanförnum árum, hafi ekki komið í leitirnar.

Sørbø stýrði eitt sinn ríkislistasafninu og þá var málverkum rænt. Segir hann að aðsókn hafi aukist að safninu og fólk hafi komið til að sjá auðan vegginn þar sem málverkin héngu.

Stofnunin Art Loss Register áætlar að listaverk, sem samtals séu metin á jafnvirði 390 milljarða króna, hafi lent í klónum á glæpamönnum á síðustu öld. Alþjóðalögreglan Interpol segir að listaverkaþjófnaður sé fjórða helsta glæpastarfsemin á eftir fíkniefnasölu, peningaþvætti og vopnasmygli.

Meðal nýlegra listaverkarána, þar sem verkin hafa ekki fundist aftur, má nefna eftirfarandi:

19. maí 2004
Pompidou listasafnið tilkynnir að málverkið Nature Morte a la Charlotte, eftir Pablo Picasson, hafi horfið af verkstæði safnsins en verkið er metið á jafnvirði um 250 milljónir króna.

27. ágúst 2003
Þjófar, dulbúnir sem ferðamenn, yfirbuga vörð í Drumlanrig kastala í Skotlandi og hafa á brott með sér verk eftir Leonardo da Vinci, sem metið er á allt að 5,8 milljarða króna.

20. júní 2003
Þjófar grafa sig inn í ríkislistasafn Paragvæ og stela tugum málverka. Lögregla segir að um 2 mánuði hafi tekið að grafa göngin inn í safnið.

22. desember 2000
Þrír vopnaðir og grímuklæddir menn ræna tveimur málverkum eftir Renoir og einu verki eftir Rembrandt úr sænska ríkislistasafninu og komast undan á hraðbáti. Lögregla fann síðar aðra Renoir-myndina fyrir tilviljun en hinna málverkanna er enn saknað.

18. mars 1990
Tveir menn, dulbúnir sem lögreglumenn, fremja stærsta listaverkarán sögunnar í Isabella Stewart Gardner í Boston í Bandaríkjunum. Þeir yfirbuguðu verði og höfðu á brott með sér málverk eftir Rembrandt, Vermeer, Manet og Degas sem samtals voru metin á um 300 milljónir dala, jafnvirði nærri 22 milljarða króna.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli