Frétt

mbl.is | 19.08.2004 | 08:07Stórkostlegur sigur á Ítölum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn 2:0 sigur á stjörnum prýddu liði Ítalíu á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Óhætt er að segja að þetta sé einn merkasti sigur íslensks íþróttaliðs frá upphafi enda er Ítalía ein af allra stærstu knattspyrnuþjóðum heims. Alls voru 20.204 áhorfendur á Laugardalsvellinum í gærkvöld, sem er nýtt vallarmet, og ljóst að það met verður ekki slegið í bráð. Það var frábær kafli íslenska liðsins um miðbik fyrri hálfleiks sem gerði útslagið í leiknum, þar sem Íslendingar skoruðu tvö frábær mörk með þriggja mínútna millibili.

Leikurinn fór hægt af stað og voru Ítalir meira með boltann. Eins og við var búist ætlaði íslenska liðið að sækja hratt þegar færi gæfist. Fyrsta færi leiksins kom á 10. mínútu þegar Birkir Kristinsson missti af boltanum og Fabio Bazzani sendi fyrir markið án árangurs.
Það var svo á 16. mínútu sem fyrra mark Íslands leit dagsins ljós. Þórður Guðjónsson fékk frábæra sendingu upp hægri kantinn frá Eiði Smára Guðjohnsen. Þórður sendi á Heiðar Helguson sem stóð rétt fyrir framan vítateig Ítalíu. Heiðar framlengdi boltann á Gylfa Einarsson sem komst í gott skotfæri og lét skotið vaða að marki. Buffon varði mjög vel en náði ekki að halda boltanum og Eiður Smári varð á undan varnarmönnum Ítala í boltann og lagði hann í autt markið. Aðeins mínútu eftir markið voru Ítalir komnir í sókn og átti Stefano Fiore gott skot utan vítateigs en Birkir varði vel í markinu. Á 19. mínútu fengu Íslendingar aðra frábæra sókn. Heiðar fékk góða sendingu inn á vítateig en skot hans var mislukkað. Knötturinn hafnaði í fæti varnarmanns Ítala og þaðan í stöngina og loks fyrir framan fætur Gylfa Einarssonar sem stóð í miðjum vítateignum og hamraði hann í netið og allt ætlaði um koll að keyra á áhorfendapöllunum.

Ítalska liðið varð gjörsamlega ráðþrota og virtist mótlætið fara í taugarnar á liðinu því aðeins mínútu eftir mark Gylfa fékk Marco Di Vaio gult spjald fyrir að hrinda Heiðari Helgusyni eftir návígi þeirra. Heiðar fékk svo ágætis tækifæri til að skora á 25. mínútu þegar skot hans innan vítateigs fór í hliðarnetið. Hann var svo aftur á ferðinni á 29. mínútu eftir enn aðra skyndisókn liðsins. Þórður Guðjónsson átti frábæra sendingu yfir þveran völlinn, Eiður Smári lét boltann fara þar sem Indriði Sigurðsson kom á hlaupum upp vinstri kantinn og lék upp að endamörkum, sendi boltann fyrir markið þar sem Heiðar var mættur á markteig en skot hans fór rétt yfir. Ítalir fengu hættulegt færi á 35. mínútu þegar Fiore fékk góða sendingu frá Gennaro Ivan Gattuso inn fyrir íslensku vörnina. Fiore lék upp að endamörkum og sendi fyrir en Kristján Örn Sigurðsson gerði vel þegar hann hindraði sóknarmann Ítalíu í að komast að boltanum.

Ítalir gerðu fjórar breytingar á liði sínu í hálfleik og hertu sóknina en íslenska liðið dró sig aftar á völlinn og lagðist í skotgrafirnar. Birkir Kristinsson, sem var að leika sinn síðasta landsleik fyrir Ísland, í bili að minnsta kosti, fór af leikvelli í upphafi síðari hálfleiks við gríðarlegan fögnuð áhorfenda og er óhætt að segja að hann hafi svo sannarlega valið rétta leikinn til að hætta. Íslenska vörnin stóð vakt sína með prýði og ekki er hægt að segja að ítalska liðið hafi skapað sér hættuleg marktækifæri.

Hættulegasta færi Ítala í seinni hálfleik fékk Fabrizio Miccoli en Árni Gautur Arason bjargaði glæsilega þegar leit út fyrir að hann væri í skógarferð. Eina færi Íslendinga í síðari hálfleik fékk Brynjar Björn Gunnarsson en Aimo Diana bjargaði skoti hans á marklínu. Það var svo Hermann Hreiðarsson sem kórónaði frábæran leik með því að bjarga á línu eftir aukaspyrnu Miccoli.

Það gekk hreinlega allt upp hjá íslenska liðinu í gærkvöld og var hrein unun að fylgjast með liðinu í fyrri hálfleik. Gylfi Einarsson átti frábæran leik og með svona spilamennsku verður hann fastamaður á miðju liðsins næstu árin. Brynjar Björn Gunnarsson spilaði sinn besta leik fyrir landsliðið í langan tíma og greinilegt að hann er að finna sitt gamla form. Eiður Smári var að venju lykilmaðurinn, ásamt Gylfa, og miðpunkturinn í spili liðsins og Heiðar Helguson barðist að vanda eins og ljón og lét varnarmenn ítalska liðsins hafa fyrir hlutunum. Þá kom Kristján Örn Sigurðsson á óvart með fantagóðum leik sínum í vörninni, en hann hefur ekki spilað jafn vel fyrir KR í sumar og hann gerði í fyrra. Ítalska liðið olli hins vegar vonbrigðum. Gennaro Gattuso en hann lenti oft í harðri rimmu við miðjumenn íslenska liðsins og var bestur hjá gestunum. Ljósi punkturinn við tapið gæti þó verið sá að síðasti þjálfari ítalska landsliðsins til að tapa frumraun sinni var Enzo Bearzot sem stýrði liðinu svo til sigurs í heimsmeistarakeppninni á Spáni 1982.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli