Frétt

Fréttablaðið | 18.08.2004 | 08:23Stórhátið á Laugardalsvelli

Það verður stórhátíð á Laugardalsvelli í kvöld þegar íslenska knattspyrnulandsliðið tekur á móti því ítalska klukkan 19.15 og er þetta án efa stærsti vináttulandsleikur sem fram hefur farið á Íslandi hingað til. Knattspyrnusamband Íslands hefur verið með markvissa herferð í gangi í þeim tilgangi að slá 36 ára gamalt aðsóknarmet á Laugardalsvellinum en til þess að það takist þurfa að koma fleiri en 18.200 áhorfendur á leikinn.

Fyrir utan leikinn sjálfan verður heljarinnar dagskrá í boði fyrr um daginn og þar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Fréttablaðið sló á þráðinn til Ásgeirs Sigurvinssonar, annars af þjálfurum íslenska landsliðsins, og spurði hann út í leikinn.

„Þetta lítur allt vel út og þeir leikmenn sem hafa átt að stríða við smávægileg meiðsli, eins og Arnar Grétarsson og Arnar Þór Viðarsson, eru búnir að ná sér og það virðist sem allir leikmenn verði klárir í slaginn.“

Aðspurður segir Ásgeir að góð stemmning ríki í hópnum og almennt hlakki mönnum til þessa stóra verkefnis:

„Ég er að vona að þetta verði einfaldlega söguleg stund, bæði hvað varðar áhorfendafjöldann og leikinn sjálfan en það er ekki á hverjum degi sem íslenska landsliðið mætir svo stórri og sterkri knattspyrnuþjóð. Mér finnst alveg frábært hvað KSÍ hefur gert mikið úr þessum leik og það er alveg full ástæða til þess. Við finnum vel fyrir stemmningunni úti í þjóðfélaginu sem verið hefur að myndast frá að stefnan var sett á að slá aðsóknarmetið og ætlum að gera allt sem við getum til að vera landi og þjóð til sóma.

Það er spenna í leikmönnum en fæstir af þeim hafa upplifað það að spila fyrir fleiri en 7 þúsund manns á Laugardalsvellinum. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að landsliðið spilaði fyrir 14-15 þúsund manns og þá myndaðist oft geysileg stemmning. Þessi leikur nú verður því ný upplifun fyrir marga leikmenn okkar og ég vona innilega að það náist að slá aðsóknarmetið.“

Aðspurður um leikinn sjálfan sagðist Ásgeir búast við því að Ítalir myndu pressa stíft frá byrjun: „Marcello Lippi er þekktur fyrir að vilja láta pressa manninn með boltann afar stíft og það hefur alltaf þótt erfitt að leika gegn liðum undir hans stjórn. Við verðum að taka fast á þeim en um leið vera mjög þolinmóðir og snöggir að sækja þegar færi gefst. Við ætlum að sýna þennan rétta karakter sem einkennt hefur íslenska landsliðið í gegnum árin - að menn séu tilbúnir að berjast í 90 mínútur og gefa sig allan í þetta,“ sagði Ásgeir og bætti við:

„Það verður virkilega gaman að takast á við þetta verkefni því þetta ítalska lið sem kemur hingað er samansafn af toppfótboltamönnum og við vitum alveg að þeir verða á fullu. Þeir þurfa að sýna sig og sanna fyrir nýjum landsliðsþjálfara og það er engin hætta á að Ítalarnir mæti í leikinn með hálfum hug.“

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli