Frétt

Fréttablaðið – Guðmundur Andri Thorsson | 16.08.2004 | 20:07Fellibylur á Íslandi er logn

Guðmundur Andri Thorsson.
Guðmundur Andri Thorsson.
Að sögn veðurfræðinga var hitabylgjan í síðustu viku vegna áhrifa frá einhverjum fellibyl sem á eirðarlausum ferðum sínum um heiminn þóknaðist að spúa hingað heitu lofti. Þetta er skemmtilegt: Fellibylur á Íslandi er logn.

Breytingin á þjóðlífinu var undraverð. Horfinn var þessi sérstaki tómláti dugnaðarsvipur sem einkennir íslensk andlit alla jafnan, þessi lokaði svipur þar sem andlitið myndar hjúp um sálina, þessi hörkulegi svipur þess sem vanur er að setja undir sig hausinn í tilverunni - horfinn ólundarsvipur en í staðinn kominn opinn svipur á hvert andlit, bros í aðsigi, hlýja í fasi, eftirvænting í augnkrókum. Fyrirtæki lokuðu vegna veðurs, götur fylltust af íssleikjandi, vínsötrandi, letilegu og vinalegu fólki sem var eins og einhver alveg ný þjóð á stuttbuxum hangandi á götuhornum að kjafta - hulduþjóð komin á kreik.

Við slíkar kringumstæður telja sumir heppilegt að viðra áhyggjur. Forsætisráðherrar Norðurlanda notuðu af sérstökum næmleik sínum einmitt þetta tækifæri til að lýsa yfir áhyggjum sínum af lágu áfengisverði í löndum sínum - og var ekki einu sinni Ísland undanskilið, þar sem álögur opinberra aðila á þennan varning eru með slíkum firnum að erlendir ferðamenn falla unnvörpum í yfirlið þegar þeir fá reikninginn á börunum.

Hafi menn sérstaka ástæðu til að koma saman í slíku veðri í því skyni að ræða og álykta um áhyggjuefni - þá er svo sem eitt og annað sem maður ímyndar sér að væri nærtækara fyrir þessa menn: mansal, innflytjendaofsóknir, trúaröfgar, olíuokur - en verð á víni? Kannski fara menn að tala svona þegar þeir hafa ekki þurft sjálfir að borga vínið sitt árum saman.

Allar vörur hafa einhverja áru sem stjórnar því hversu aðlaðandi og eftirsóknarverð viðkomandi vara er í okkar augum. Þessi ára ræðst af ýmsu; með auglýsingum er leitast við að mála hana en ekki er einhlítt að það takist. Meðal þess sem ræður áru vörunnar er aðgengileiki og verðlagning. Eftir því sem aðgengileiki vöru er minni og verðlagningin hærri eykst virðing okkar fyrir henni. Okkur finnst að það varpi jafnvel ljóma á okkur að verða okkur úti um hana, það sýni útsjónarsemi okkar og ríkidæmi að geta boðið upp á hana, jafnvel það sem þykir fínast á Íslandi: að hafa sambönd.

Þetta gildir um áfengi eins og annað. Hér á landi hefur það áru hins forboðna ávaxtar. Samt er of einfalt að tala um vín hér á landi eins og hverja aðra banana - drykkjuskapur hefur hér verið þjóðarböl til skamms tíma. Yfirgnæfandi meirihluti uppkominna Íslendinga hefur orðið ofdrykkju að bráð – það er að segja: drukkið of mikið einhvern tímann. Hjá flestum hefur þessi ofdrykkja verið bundin við kvöld og kvöld og komið lítt niður á lífi og starfi viðkomandi - hafi henni/honum ekki orðið á þeim mun stórkostlegri yfirsjónir á fylleríinu - en hjá öðrum hefur þessi ofdrykkja keyrt svo um þverbak að leitt hefur hörmungar yfir viðkomandi einstakling og heilu fjölskyldurnar.

Fellibylur á Íslandi er logn. Sérhvert samfélag hefur sín lögmál og sínar aðferðir við að leysa mál. Hér á landi hefur verið unnið stórkostlegt starf á vegum SÁÁ við að hjálpa ofdrykkjufólki til að ná áttum og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar. En áfengisvandi slíkra einstaklinga snýst ekki um verðlagningu og aðgengileika, nema þá á þann hátt að þeim mun dýrara sem áfengið er þeim mun stórkostlegri verður vandinn því viðkomandi eyðir enn meiri peningum í áfengið, sem hann drekkur og drekkur hvað sem það kostar.

Sé verð lækkað á víni og áfengu öli og þetta haft til sölu innan um matvöru í venjulegum búðum breytist ára þessa varnings. Hann verður sjáanlegri og aðgengilegri - en táknar það að við verðum öll full upp á hvern dag? Ekki sjálfkrafa. Vínið fær áru matvöru fremur en forboðinna ávaxa eins og núverandi fyrirkomulag ýtir undir. Ofdrykkja á Íslandi er áreiðanlega ekki sökum þess að vín sé of ódýrt hér og of aðgengilegt, heldur er hún inngróin í menningu okkar, arfur frá þeim tíma þegar vín var hinn forboðni ávöxtur og einungis haft um hönd til að ölva sig. Eftir því sem fleiri nota vín án þess að ölvast minnkar drykkjuvandinn.

Það er eitthvað rangt við að miða verðlagningu og aðgengileika sífellt við frávikin, stjórnleysingjana; það er sambærilegt við það að miða verðlagningu og aðgengileika á kökum við ofætur eða verðlagningu og aðgengileika á skóm við skódellufólk. Í siðuðu samfélagi ber okkur vissulega að líta til með hvert öðru og hafa á boðstólum úrræði fyrir þá sem verða óhófi að bráð en einstaklingurinn er samt sem áður ábyrgur gerða sinna.

Fréttablaðið – Guðmundur Andri Thorsson.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli