Frétt

| 02.07.2001 | 16:45Íslenskir foreldrar í dag

Ég var að horfa á einn af mínum uppáhaldsþáttum ,,Boðorðin 10? í umsjá Egils Helgasonar, þegar ég fékk það enn einu sinni á tilfinninguna að verið væri að ausa mig og mína kynslóð skömmum. Ég er af þeirri kynslóð sem er að ala upp lítil börn í dag og tók því sérlega vel eftir þegar rætt var um lyklabörn, tilfinningalega svelt börn, vanrækt börn, börn sem eiga alla hluti en er ekkert sinnt o.s.frv.
Það þekkja allir þessa umræðu um slæmt uppeldi í nútímanum. Nema núna nenni ég ekki að sitja undir þessu lengur. Ungir foreldrar í dag eiga þetta nefnilega ekkert skilið. Ég fór að horfa í kringum mig. Hvað hef ég séð undanfarna daga? Foreldra sem geta ráðið vinnutíma sínum að einhverju leyti, foreldra sem geta skipt barnapössun á milli sín og þurfa ekki að hafa börnin í gæslu allan daginn, foreldra sem vinna heima að hluta og eru til staðar fyrir börnin sín, afa og ömmur (aðalega þó ömmur) sem hafa tök á að hjálpa til við uppeldið, foreldra sem taka börnin sín með í öll frí og fólk sem telur fjölskyldulífið vera bestu lífsgæðin.
Auðvitað er til áfengissjúkt fólk, skemmtanasjúkt fólk, valdasjúkt fólk, vinnusjúkt fólk, sjúkt fólk af öllum gerðum en flestir eru bara venjulegir. Og það er einmitt venjulega fólkið sem ég er að tala um. Og venjulegt íslenskt fólk í dag sinnir börnunum sínum ágætlega. Nú um hásumar sér maður fjölskyldur í sundi, foreldra með börn niðri við tjörn, fjölskyldur saman á kaffihúsi eða í útilegu. Maður sér kynslóðirnar saman á línuskautum á göngustígum og í Melaskólanum um daginn voru foreldrar og börn saman að dansa í kjölfar dansnámskeiðs barnanna. Mörg hundruð manns eru að koma frá Vestmanneyjum þar sem fram hefur farið Pollamót í knattspyrnu síðastliðna viku. Mörg hundruð börn sem eru að koma frá Eyjum í dag eiga sem sagt foreldra sem mæta með þeim á íþróttamót og skipuleggja vinnuna sína þannig að hægt sé að vera með á íþróttamótum fjölmarga daga, jafnvel vikur yfir sumartímann.
Og á sumardegi, eins og í dag, sé ég manninn í næsta húsi kenna börnunum sínum að grafa grunn fyrir kofa, maðurinn í þarnæsta húsi er að svæfa ungabarn í vagni, mömmur í kringum mig hafa sumar breytt um starf til að geta fengið svegjanlegri vinnutíma og samþætt betur fjölskyldulíf og atvinnu. Pabbar í kringum mig hafa líka valið sér atvinnu með tilliti til vinnutíma svo hægt sé að njóta þess að sinna börnunum meðan þau eru lítil.

Kannski bý ég í einhverri paradís? Eða kannski þurfa bara eldri kynslóðir að opna augun fyrir því að ungir menn og ungar konur í dag meta börnin sín mikils og gera ýmislegt til að njóta samvista við þau. Tæknin og næg atvinnutækifæri hafa líka auðveldað fólki að lifa því lífi sem það kýs. En síðast en ekki síst er það aukin þátttaka karla í uppeldinu sem hefur gert það að verkum að mín kynslóð á ekki skilið þessar endalausu umvandanir og skammir sem dynja á foreldrum í dag.
Ég er ekkert að segja að allt sé fullkomið og endurtek það bara að það er til drykkjusjúkt fólk, afþreyingarsjúkt fólk, valdasjúkt fólk, peningasjúkt fólk?. Og fleira. Svo sumir láta börnin sín mæta afgangi. Á þessu þarf að taka og um þetta eigum við að ræða. En flestir foreldrar mega alveg fara að rétta úr kútnum og svara fyrir sig.

bb.is | 26.09.16 | 09:37 Forvitnilegir fyrirlestrar um grænlensk samfélög

Mynd með frétt Dr. Kåre Hendriksen, sérfræðingur um málefni Grænlands og dósent við danska Tækniháskólann, heldur tvo fyrirlestra um Grænland í Háskólasetri Vestfjarða í dag. Fyrri fyrirlesturinn fer fram í hádeginu og þar verður fjallað um félagshagfræðilegt mikilvægi grænlenskra byggða. Síðari fyrirlesturinn verður í ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 09:02Lilja Rafney sigraði prófkjörið

Mynd með fréttÚrslit úr prófkjöri Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Norðvesturkjördæmi lágu fyrir í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður frá Suðureyri, sigraði prófkjörið og Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður frá Sauðárkróki, varð í öðru sæti. Bjarni sóttist eftir fyrsta sæti líkt og Lilja Rafney ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 07:34Eyþór sýnir á RIFF

Mynd með fréttFlateyringurinn Eyþór Jóvinsson frumsýnir nýjustu afurð sína, stuttmyndina Litla stund hjá Hansa, á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst í Reykjavík þann 29.september. Eyþór er bæði leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, sem er byggð á smásögu Þórarins Eldjárn. Það er annar Vestfirðingur, Tálknfirðingurinn ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 16:49Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með fréttTil stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli