Frétt

dv.is | 11.08.2004 | 13:03Píkupopp og mikill sviti

„Það hefur mikið verið bankað á dyrnar hjá okkur og þrýstingurinn hefur verið talsverður á að við kæmum saman aftur,“ segir Birgir Nielsen trommuleikari en hljómsveit hans, ballhljómsveitin sáluga Vinir vors og blóma, kemur aftur saman og heldur tvo dansleiki um næstu helgi. Vinir vors og blóma, eða VV&B eins og sveitin var stundum kölluð, leikur á Nasa á föstudagskvöldið og á Hótel Stykkishólmi á Dönskum dögum á laugardagskvöldið.

„Það stendur svo til að gefa út safnplötu með sveitinni í haust en þá eru tíu ár liðin frá því að Æði kom út. Ástandið er víst orðið svo slæmt að það er ekki til ein plata með okkur í plötubúðum í dag. Kannski er eitthvað að finna í safnarabúðum en þetta er greinilega eitthvað sem þarf að bæta úr,“ segir Biggi.

Auk Bigga voru í Vinum vors og blóma þeir Njáll Þórðarson hljómborðsleikari og Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, en þeir þrír gengu síðar í Land og syni, Siggeir Pétursson bassaleikari og Þorsteinn G. Ólafsson söngvari. „Hljómsveitin hóf göngu sína í enda árs 1993. Hún var upprunalega frá Stykkishólmi og hét þá Busarnir en breyttist svo í VV&B þegar Steini, Siggeir og Njalli fluttust á mölina til að fara í nám og kynntust þá mér og Gunna. Hljómsveitin varð svo eiginlega vinsæl á einni nóttu með laginu Gott í kroppinn,“ segir Biggi. Síðar komu lög á borð við Frjáls, Maður með mönnum og Æði sem mikið voru spiluð á íslenskum útvarpsstöðum. Breiðskífur Vinanna urðu alls þrjár, Æði, Tvisturinn og Plútó, áður en hljómsveitin hætti árið 1997.

Sú breyting hefur orðið á mannaskipan VV&B að Steini söngvari gat ekki gefið sér tíma til að taka þátt í endurkomunni en í staðinn er kominn Bergsveinn Arelíusson, söngvari Sóldaggar. „Steini er orðinn háttsettur bankamaður í Lúxemborg og komst ekki til að vera með okkur. Það var bara einn sem kom til greina í að taka við af honum og það var Beggi. Steini var hafður með í ráðum og hann var alveg sammála okkur með að fá Begga,“ segir Biggi.

„Mér líst alveg eiturvel á þetta, Vinir vors og blóma var fyrsta bandið sem maður kynntist þegar við í Sóldögg vorum að byrja fyrir tíu árum og nú er að rifjast upp allt stuðið frá þessum tíma,“ segir Beggi söngvari. „Það var líka stóra málið á þessum tíma, þetta snerist allt um gleði. Við erum búnir að vera hlæjandi og flissandi á æfingunum undanfarið og þetta hefur verið alveg frábært. Fyrir mig er þetta svona back to basics, aftur á byrjunarreit. Það kom mér og strákunum reyndar á óvart hversu fljótir við vorum að ná tökum á lögunum.“

Þið hafið ekki áhyggjur af því að það hafi áhrif hversu ólíkar raddir þín og Steina eru?

„Nei, við erum náttúrlega með nokkuð ólíkar raddir, það er aðeins meiri Jack Daniels í minni en við höldum að þetta passi ágætlega og lífgi bara upp á lögin, eða setji skemmtilegan effekt á þau..“

Hvað er annars að frétta af þínu bandi, Sóldögg?

„Í dag er þetta hálfgerður saumaklúbbur, það hafa fæðst fjögur börn í þessu fimm manna bandi á árinu svo menn eru frekar rólegir. Við höfum enga ákveðna stefnu en tökum eitt og eitt gigg til að hittast og halda okkur í æfingu.“

En þú lofar góðri stemningu með VV&B?

„Já, þetta verður mega-flugeldasýning. Það verður ekki erfitt að halda góð böll með öll þessi lög, Æði er að mínu ein hlaðnasta hittaraplata fyrr og síðar,“ segir Beggi að lokum.

Biggi tekur undir það sem Beggi segir að það sem einkenndi Vini vors og blóma hafi verið gleði og hamingja. „Það á vel við núna þegar allir tónlistarmenn eru svo alvarlegir. Við komum inn um helgina með bros á vor og hress lög, við spilum til dæmis diskósyrpu, Duran Duran og Abba-syrpu. Þetta er náttúrlega kjánahrollur og ekkert annað því þetta er nákvæmlega sama prógramm og var 1994, algjör nostalgía.

Það er reyndar alveg merkilegt hvað harði diskurinn heldur sér vel. Það er eins og við höfum talið í í gær og þessar syrpur halda sér mjög vel. Það er rétt að ítreka að við erum ekki að spila eitt einasta nýtt lag -- þetta er allt gamalt og gott enda erum við sveitaballaband eins og það gerist best með píkupopp og mikinn svita.“

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli